Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvar er réttlætið í þessu?
12.2.2009 | 13:53
Saklaust fólk fangar á eigin heimilum en þrjótarnir frjálsir í leit að nýjum tækifærum.
Verðtrygging er tæki sem hefur verið misnotað. Í dag virðist hún notuð til að fjármagna nýja banka og eigendur verðtryggða skulda, á meðan fólk eins og Rakel Sölvadóttir þarf að borga þennan pening nánast beint inn á reikninga þeirra sem vilja fá sitt.
Stóra spurningin er hins vegar hvort að yfir 20% vextir af láni sem átti aldrei samkvæmt ráðgjöf í bönkum að fara yfir 8% sé réttlætanleg til innheimtu. Forsendur húsnæðislána hafa algjörlega brostið og því þarf að gera eitthvað í málunum strax.
Í dag eru málin þannig að viljir þú borga af höfuðstól láns þarf að borga 2% uppgreiðslugjald aukalega, en fólk er að borga minnst 20% í ársvexti af sínum húsnæðislánum - og leggjast þessir vextir ofan á höfuðstól um áramót - sem þýðir að venjulegt fólk sem hefur tekið húsnæðislán til að eiga þak yfir höfuðið er ekki bara fangar í eigin húsnæði, það styttist í að það drukkni í skuldum sem yfirfærast á ættingja þeirra og ábyrgðarmenn takist ekki að finna úrræði.
Hagsmunasamtök heimilanna
Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna í þessum málum, sem haldið er uppi af fólki í sjálfboðavinnu, eru skynsamlegar og beinast að rót vandans. Því fleiri sem bætast í samtökin, því líklegra er að hlustað verði á þau af alvöru.
Það verður opinn fundur hjá samtökunum í kvöld kl. 20:00 að Borgartúni 3, og öllum velkomið að mæta. Dagskráin í kvöld er þannig:
- Þór Saari, hagfræðingur, mun hafa framsögu um nauðsynlegar bráðaðgerðir í efnahags- og atvinnumálum.
- Lilja Skaptadóttir heldur erindi um lýðræð.
- Fyrstu tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir vegna kreppunnar verða kynntar.
Þú getur skráð þig í samtökin, án skuldbindinga, með því að smella hér.
Föst í of lítilli íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Góð spurning, best að skrá sig sem snöggvast.
Georg P Sveinbjörnsson, 12.2.2009 kl. 18:57
Góð grein hjá þér strákur. Blessað unga fólkið sem trúði á gull og græna skóga.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 19:43
Lífið er ekki réttlátt.
Ómar Ingi, 12.2.2009 kl. 20:20
Þess meiri ástæða til að breyta því sem kostur er. Varla náttúrlögmál að lítill hópur fólks mergsjúgi restina og arðræni þó að það hafi viðgengist öld eftir öld.
Georg P Sveinbjörnsson, 12.2.2009 kl. 20:53
Við hjónin erum í nákvæmlega sömu stöðu. Við ákváðum að greiða inn á höfuðstólin á lánunum mánaðarlega, þrátt fyrir uppgreiðslugjaldsránið. Við réðum fyrirtækið Sparnað til að sjá um þetta fyrir okkur. Allir ríkisbankarnir neita að veita Sparnaði leyfi til að nota umboð okkar sem leyfir þeim að taka út af reikningnum okkar um hver mánaðarmót. Bankarnir gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að fólk reyni að losna undan þessu oki. Ég er alveg brjáluð yfir þessu.
Hanna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:12
Góð greining! Takk
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:15
Sæll Hrannar, mikið er þetta rétt hjá þér varðandi verðtrygginguna. Maður veit vart hvernig hægt sé að réttlæta jafn gegnsætt RÁN og verðtryggingin er! Ingibjörg Sólrún vildi reyndar réttlæta gjörninginn með því að þetta væri lífeyrissjóðunum lífsnauðsynlegt en maður spyr á móti hvort það megi ræna mig og þig til að halda uppi öflugu lífeyrissjóðskerfi??? Verðtrygging er ekkert nema rán, hún er til þess fallin að ég skulda lánadrottnara mínum miklu meiri pening heldur en ég fékk nokkurn tímann lánaðan frá honum og er ég þó að greiða honum vexti! Mig langar taka lítið dæmi um hvernig verið sé að ræna okkur beint fyrir framan nefið á okkur: Ég tók milljón króna lán fyrir skömmu hjá lífeyrissjóð. Um síðustu mánaðmót greiddi ég 20.700 krónur af því og þar af 15.359 krónur af láninu sjálfu, vextir voru 3.638. Þetta þýddi svona ca. 15 tíma vinnu til að greiða þetta, eða svona um 2 vinnudaga. Höfuðstólinn var fyrir greiðslu 995.466 en var eftir greiðslu 993.849. Þetta þýddi að tveggja daga vinnan mín var í raun innan við 2.000 króna virði, þessir 15 tímar sem ég vann til að geta greitt lánið breyttist í ígildi einnar stundar! Ég hefði því átt að geta unnið eina vinnustund til að lánið mitt hefði átt að standa í ef ég hefði ekki verið rændur daginn sem ég greiddi afborgunina! Hinir 14 tímarinir af vinnu voru því í raun verðlausir fyrir mig!
Ég held að mafían, hvar sem er í heiminum haldi ekki uppi eins bíræfnum, ósiðlegum og óheirðarlegum viðskiptaháttum og íslensk stjórnvöld gera með að viðhalda verðtryggingunni!
En það væri nú gaman að hittast við tækifæri og ræða málin
Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:58
Óréttlætið og eignaupptakan byrjaði af alvöru þegar launavísitalan var afnumin. Að hafa bara lánin verðtryggð en ekki launin er glæpur að mínu mati.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2009 kl. 01:25
Það verður að breyta þessu strax!!!!
Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 09:23
Sæll Hrannar,
ein leið við útreikning vísitölu sem hefði átt að taka upp í haust eða jafnvel enn fyrr er þessi:
Eftir að útreikningur vísitölu mánaðarlega hefði/ætti að helminga hækkunina eða lækkunina þegar það á við þannig að allir væru að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar.
Þeir sem skulda tækju á sig minna en ella og þeir sem eiga verðtryggðar eignir s.s. bankar, lífeyrissjóðir og einstaklingar tækju þar með allir á sig skerðingu, ekki bara þeir sem skulda verðtryggð lán.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2009 kl. 09:38
Takk fyrir athugasemdirnar.
Það er ákveðin huggun í því að sjá hversu skýrt fólk er farið að sjá bölið sem verðtryggingin er.
Hrannar Baldursson, 13.2.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.