Slumdog Millionaire (2008) ****

slumdogmillionaire

Slumdog Millionaire er ein af ţessum myndum sem allir verđa ađ sjá. Hún er snilldarblanda af góđum sögum: Skytturnar Ţrjár, Oliver Twist, The Usual Suspect, City of God og Öskubuska, međ smá blöndu af Bollywood. Ég get fyrirgefiđ Danny Boyle fyrir hina hrođalegu Sunshine (2007) og fullyrđi ađ nú er hann aftur kominn í gamla góđa Trainspotting (1996) gírinn, ţar sem hann fókusar á áhugaverđar persónur og góđa sögu.

slumdogmillionaire03

Jamal Malik (Dev Patel), ungur múslimi sem alist hefur upp í fátćkrahverfum Mumbai fćr tćkifćri til ađ vinna fúlgur fjár í spurningarţćttinum "Viltu vinna milljón?" Ţáttarstjórnandann Prem Kumar (Anil Kapoor) grunar ađ Jamal svindli einhvern veginn, ţví ađ hann svarar hverri einustu spurningu hárrétt, ţrátt fyrir ađ hafa aldrei gengiđ í skóla, búiđ viđ sára fátćkt og ţurft ađ stela til ađ komast af frá blautu barnsbeini. Fyrir úrslitakvöldiđ er Jamal handtekinn af lögreglunni og hann pyntađur til ađ hafa út úr honum leyndarmáliđ um velgengni hans. Ţađ er ekki fyrr en rannsóknarlögreglumađur (Irrfan Khan) yfirheyrir hann ađ losna fer um málbeiniđ og útskýringar á hvernig hann vissi hvert og eitt svar tengist mikilvćgum atburđum í lífi Jamal (einnig leikiđ af Ayush Mahesh Khedekar og Tanay Chheda) , bróđur hans Salim (Azharuddin Mohammed Ismail, Ashutosh Lobo Gajwala og Madhur Mittal) og stúlkunni sem hann elskar Latika (Ribiana Ali, Tanvi Ganesh Lonkar og Freida Pinto), en saman eru ţau frá barnćsku skytturnar ţrjár.

slumdogmillionaire02

Í ljós kemur ađ Jamal og Salim eru eins ólíkir og brćđur geta veriđ. Báđir upplifa ţeir hörmulegar ađstćđur, en vegna ólíkrar skapgerđar ţroskast ţeir í tvćr ólíkar áttir, ţar sem annar er gjörspilltur og hinn virđist hafa fundiđ leiđ til ađ lifa lífinu af heilindum. Einnig hafa ţeir báđir áhuga á Latika, en af gjörólíkum forsendum. Slumdog Millionaire er ekki bara einhver saga um öđruvísi menningu, heldur hörkuspennandi glćpasaga, gott drama og fín rómantík í bland. Ţađ er nákvćmlega ekkert yfirborđskennt viđ hana og mađur virkilega skilur ađalpersónurnar međ öllum ţeirra göllum og kostum. Stíll myndarinnar og gćđi minna mikiđ á hina brasilísku City of God (2002), og formiđ á The Usual Suspects (1994) en samt eru ţćr af gjörólíkum meiđi.

slumdogmillionaire01

Ég mćli eindregiđ međ ađ ţú kíkir á ţessa stórskemmtilegu kvikmynd í bíó.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Miklu betri en bókin en í Indlandi er bókin og ţó ađalega kvikmyndin dćmd harkalega fyrir ađ sýna heim fátćktarinnar í dýrđarljóma eins og ég las ţađ.

En sjáđu Revolitionary Road og segđu mér hvađ ţér finnst

Ómar Ingi, 24.1.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

ég las ţessa sögu í fyrra og ţótti bókin góđ.

Óskar Ţorkelsson, 24.1.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: Ég tók ekki eftir neinum dýrđarljóma í lýsingu á fátćktinni í Slumdog Millionaire, ţó ađ vissulega sé ţetta ekki sannsöguleg heimildarmynd um fátćkt.

Hrannar Baldursson, 24.1.2009 kl. 19:33

4 Smámynd: Ransu

Las bókina í fyrra og sá myndina í gćr.

Mér ţykir Boyle leysa verkefniđ fjandi vel.  Breytir atburđum en heldur innihaldinu.

Og fantaflott kvikmyndagerđ.

Má kannski bćta Salaam Bombay eftir Miru Nair í ţennan viđmiđunarlista sem ţú birtir (svo mađur besservissist svolítiđ).

Ransu, 24.1.2009 kl. 21:39

5 identicon

Flott mynd, gefur bókinni ekkert eftir.

Kveđja Rafn

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 24.1.2009 kl. 22:11

6 identicon

gaman ađ heyra í Sigur Rós ţarna í trailernum :)

Oddur Ingi (IP-tala skráđ) 24.1.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: arnar valgeirsson

las ekki bók en sá mynd. flottur leikur og ekki síst hjá krökkunum.

arnar valgeirsson, 25.1.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er búin ađ sjá myndina. Var svo yfirkomin af hrifningu ađ ég bloggađi m.a.s. um upplifun mína af henni Ţetta er mynd sem allir ćttu ađ sjá. Hún er hreinlega hlađborđ fyrir skynfćrin! Hún sveik mig ekki í neinu tilliti og eins og ég sagđi hélt mér hugfanginni löngu eftir ađ sýningartíma hennar var lokiđ!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 03:30

9 identicon

Ein besta mynd sem ég hef séđ lengi. Sjaldan sem mynd skákar bókinni, en ţessi gerir ţađ svo sannarlega.

Mér fannst myndin alls ekki setja fátćktina í dýrđarljóma, mér fannst ţetta einmitt ekki túristamyndband fyrir Indland, en ég skil hvađ átt er viđ í gagnrýninni..

Lovísa (IP-tala skráđ) 27.1.2009 kl. 16:21

10 Smámynd: Einar Jón

Las bókina fyrir um ári, og hlakkađi mikiđ til ađ sjá myndina. Ég sá loksins sjórćningjaútgáfu af myndinni af skjávarpa á strandbar í Goa í vikunni, ţó hún hafi komiđ í bíó á Indlandi fyrir viku.

Mér fannst myndin hálfgerđ vonbrigđi, og skemma margt sem var mikilvćgt í bókinni, s.s. happapeninginn og persónusköpun (sérstakl. Salam, Latika og ţáttastjórnandinn). Eins fannst mér sumar spurningarnar "asnalegri" í myndinni.

Best er sennilega ađ sjá myndina fyrst og lesa svo bókina, ţar sem "plottiđ" gjörbreytist...

Einar Jón, 31.1.2009 kl. 13:01

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála mörgu sem ţú segir Einar en mađur á aldrei ađ fara í bíó til ađ horfa á bókina sem mađur las á breiđtjaldi. Ţađ er mjög mörgu breytt frá bókinni. Margir mikilvćgir ţćttir sem ég hreifst af í bókinni voru horfnir eđa orđnir allt ađrir eins og ţeir sem ţú bendir á, og reyndar nokkrir til viđbótar.

Ég hreifst mjög af bókinni fyrir ţađ sem hún er en líka myndinni fyrir ţađ sem hún er ţó atburđirnir og rás ţeirra séu ađ miklu leyti fćrđir úr stađ.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.1.2009 kl. 13:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband