10 bestu kvikmyndir ársins 2008
2.1.2009 | 17:07
Ţar sem ég hef ekki enn séđ ţćr kvikmyndir sem líklegastar eru til óskarsverđlauna fyrir áriđ 2008, sem koma reyndar flestar út í desember, mun ég ađ sjálfsögđu einungis velja úr ţeim myndum sem ég hef ţegar séđ. Ef ég ćtlađi mér ađ afla vinsćlda og gera pólitísk réttan lista um bestu myndirnar, yrđu sjálfsagt The Dark Knight og Wall-E á toppnum, ţví ađ ţćr voru vinsćlar og almennt vel tekiđ. Hins vegar hef ég ekki áhuga á ađ ţóknast neinum og lista bara ţćr myndir sem ég fékk sjálfur mest út úr á árinu sem er ađ líđa og hafa framleiđsluáriđ 2008 stimplađar á sig.
Íslenskar myndir komust ekki á listann, enda Mýrin sem ćtti vel heima ofarlega á slíkum lista kom út 2006 og önnur góđ íslensk kvikmynd, Astrópía, kom út 2007. Ţćr sem ég hef séđ á árinu 2008 finnst mér ekki verđskulda ađ komast inn á listann. Auđvitađ vantar evrópskar, asískar og Indverskar myndir á listann, ţví ţćr berast okkur mun síđar en ţađ sem Hollywood dćlir til okkar á fćribandi. Ţađ er ţví eđlilegt ađ bandaríska draumaverksmiđjan eigi flestar myndir á ţessum lista.
Einnig sá ég nokkrar heimildarmyndir, sem ég ćtla reyndar ekki ađ telja međ sem kvikmyndir, en deila má um hvort ađ sú höfnun sé réttlćtanleg. En sú heimildarmynd sem mér fannst merkilegust var Man On Wire, sem fjallar um franskan mann sem dreymdi um ţađ, frá ţví ađ hann sá fyrst teikningar af tvíburaturnunum í New York, fyrir byggingu ţeirra, ađ dansa línudans á milli ţeirra einhvern tíma á ćvinni, og hann var tilbúinn ađ deyja fyrir ţennan draum.
Smelltu á fyrirsagnir til ađ lesa rökstuđning fyrir dómi mínum um viđkomandi kvikmynd.
Frábćrt spennudrama ţó ađ uppbyggingin sé afar hćg og sviđsmyndin hógvćr. Brian Cox leikur fyrrverandi hermann sem misst hefur eiginkonu sína og tvo syni í miklum harmleik. Bilađir unglingar koma aftan ađ honum ţegar hann er í veiđitúr međ hundi sínum, Red, og skjóta hundinn í hausinn. Gamli mađurinn leitar réttlćtis og vekur upp miklu fleiri drauga en hann gerđi ráđ fyrir.
Spennu og gamanmynd um tvo leigumorđingja sem njóta ţess ađ vera í fríi í Belgíu eftir misheppnađ launmorđ og tekst međ ţeim afbragđs vinátta. Reyndar leiđist öđrum ţeirra hrćđilega en hinum finnst gaman. Málin flćkjast ţegar yfirmađurinn sendir öđrum ţeirra skipun um ađ drepa hinn.
Ótrúlega fyndinn og vel gerđur farsi um leyniţjónustumanninn Smart, sem loks fćr tćkifćri til ađ gera annađ en ađ greina vandamál niđur í smćstu öreindir, og fćr ađ spreyta sig sem alvöru njósnari, - en býr ţví miđur oft til fleiri vandamál en hann leysir.
Litskrúđugar persónur gera ţessa kolsvörtu kómedíu um fáfrćđi og fordóma ađ prýđis skemmtun. Brad Pitt er sérstaklega ferskur í sínu hlutverki. George Clooney er verulega fyndinn og John Malkovich svellkaldur. Coen brćđurnir kunna ekki ađ klikka.
Fyrsta ofurhetjumyndin sem reynir ađ láta taka sig jafn grafalvarlega og ef um sannsögulega mynd vćri ađ rćđa. Vissulega áhugaverđ tilraun međ sérlega skemmtilegum leik frá hinum heitna Heath Ledger. Samt gengur myndin ekki alveg upp, ţví ađ forsendur breytinga hjá einni mikilvćgustu persónunni ganga ekki alveg upp. Ekki besta ofurhetjumynd ársins. Myndin var mikiđ töluđ upp og talađ um ađ ég hlyti ađ hafa misst af einhverju mikilvćgu ţegar ég sá hana, ţví mér fannst Batman Begins betri. Ţannig ađ ég lét til leiđast, fór á hana í IMAX bíóiđ í London, og hún var einfaldlega ekkert betri. Mér hálf leiddist í seinna skiptiđ satt best ađ segja, enda hafđi ég náđ sögunni viđ fyrsta áhorf.
Pixar endurtekur leikinn frá Ratatouille og framleiđir teiknimynd sem er á mörkum ţess ađ vera listrćnt stórvirki. Ţemađ er náttúruvernd, bundiđ inn í ástarsögu vélmenna sem ferđast um geiminn til ađ bjarga mannkyninu og Jörđinni frá glötun. Ţó ađ Wall-E sé listrćn og falleg, ţá get ég ekki hugsađ mér ađ horfa á hana aftur. Ég reikna međ ađ Wall-E verđi valin besta teiknimynd ársins á óskarnum, en ţađ ţýđir samt ekkert endilega ađ hún muni lifa lengst allra teiknimynda ársins. Kem síđar ađ ţví.
Pönduna Po dreymir um ađ verđa Kung-Fu hetja. Sem starfsmađur á núđluhúsi föđur síns er ţađ fjarlćgur draumur ţar til örlögin skjóta honum í stöđu Drekastríđsmannsins. Sagan er frekar einföld, en persónurnar afar skemmtilegar og ţá sérstaklega Po í međförum Jack Black og ţjálfarinn hans Shifu (Dustin Hoffman).
Nú grunar mig ađ sumir lesendur hljóti ađ hneykslast á ađ ég velji létta grín og söngvamynd sem eina af bestu myndum ársins, en sannleikurinn er sá ađ ţađ var dúndurgaman ađ horfa á ţessa mynd í bíó, ţrátt fyrir kjánahrollinn sem ég fć ennţá ţegar Pierce Brosnan tekur lagiđ. Meryl Streep hélt hins vegar myndinni uppi međ glađlegum leik og frábćrum söng, og aukaleikararnir hver öđrum betri.
Besta ofurhetjumynd ársins ađ mínu mati. Robert Downey Jr. og Jeff Bridges sýna stórleik, og Gwyneth Paltrow sýnir óvenju góđan leik sem ađstođarkona Tony Stark. Tćknibrellurnar eru pottţéttar og sagan frekar einföld, en ţetta er ofurhetjumynd sem tekur sig hćfilega alvarlega og virkar 100%.
Besta mynd 2008...
...er...
Teiknimynd frá Walt Disney um hvutta sem uppgötvar ađ hann er ekki sú ofurhetja sem hann hefur alltaf haldiđ ađ hann vćri. Myndin sem ég sá var í ţrívídd og afbragđs vel talsett á íslensku - en ég hef satt best ađ segja lengi haft fordóma gagnvart talsetningu á bíómyndum - en í ţetta sinn virkađi ţetta. Allt smellpassar saman, létt kómedía í bland viđ hasar og spennu - og ađ auki hef ég aldrei séđ jafn góđa teiknimyndagerđ ţar sem margar persónur virđast raunverulegar - sérstaklega dúfurnar.
Ţannig er listi minn yfir 10 bestu kvikmyndir ársins 2008. Sjálfsagt mun hann breytast međ tíđ og tíma eftir ađ ég hef séđ enn fleiri kvikmyndir úr öllum heimsálfum frá ţessu mikla kreppuári.
Gleđilegt nýtt kvikmyndaár 2009!
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Athugasemdir
Viđ erum oftar en ekk ósammála en ţessi listi er ţinn og ekkert meira um hann ađ segja nema ađ á honum er Mama Mia mikiđ lýti
Annađ hvar sástu kvikmyndina RED ?
Ómar Ingi, 2.1.2009 kl. 19:49
Red kom út á DVD 28. október síđastliđinn:
http://www.amazon.com/Red-Amanda-Plummer/dp/B001CT8762/ref=pd_bbs_sr_2?ie=UTF8&s=dvd&qid=1230929958&sr=8-2
Hćgt ađ fá hana notađa á 6 dollara.
Hrannar Baldursson, 2.1.2009 kl. 21:01
Ómar: Mamma Mia er vanmetin snilld.
Hrannar Baldursson, 2.1.2009 kl. 21:03
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/12/30/brudguminn_a_medal_theirra_bestu/
Stundum ţarf útlönd til ađ hjálpa okkur ađ meta ţađ sem vel er gert hér heima - eđa alltaf...!?
brúđguminn (IP-tala skráđ) 2.1.2009 kl. 22:37
Brúđgumin er fín mynd en ein af ţeim bestu er afar langt frá raunveruleikanum nema ef ţú ert međ Mama Mía á listanum ţínum.
Ţannig ađ Don tekur ţetta til sín og takk fyrir Red
Ómar Ingi, 3.1.2009 kl. 13:42
Fyrir utan Dark Knight og gullmola eins og Milk, Iron Man og Burn after Reading fannst mér ţetta kvikmyndaár frekar slappt. Gríđarleg vonbrigđi međ Indiana Jones, X-Files og Quantum of Solace.
Ţađ verđur spennandi ađ sjá hvađ nýja áriđ býđur uppá...margar áhugaverđar myndir framundan.
Róbert Björnsson, 4.1.2009 kl. 18:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.