Af hverju er eldsneyti allt í einu orðið svona dýrt?

gas-pump

Þegar ég var í Bandaríkjunum síðustu tvær vikurnar spurði ég marga þessarar spurningar. Margir ypptu öxlum og svöruðu: "Bush". Aðrir héldu því fram að þetta væru aðgerðir sem tengdust spákaupmennsku í fjármálaheiminum.

Spáum aðeins í þetta. Í Bandaríkjunum kostaði lítrinn af bensíni um 23 cent árið 1999  (um kr. 20), en er í dag um 1 dollar (kr. 82). Þetta þýðir að verðið hefur hækkað um 400% á kjörtímabili Bush, og að vonum er hann ekki vinsælasti maðurinn í Bandaríkjunum þessa dagana. En þar er samt kannski verið að hengja bakara fyrir vínarbrauðsgerðarmann.

Nýjustu hækkanirnar hafa ekki verið raktar til náttúruhamfara, styrjalda eða hryðjuverka, heldur til spákaupmennsku sem orðið hefur til vegna stærri markaðar. Eftirspurn eftir hráolíu hefur aukist gífurlega þar sem Indverjar og Kínverjar hafa stóraukið eldsneytisnotkun, og fólk er tilbúið að borga mjög háar upphæðir til að halda vélum sínum gangandi.

Það er einfaldlega verið að prófa hversu mikið eigendur komast upp með að hækka verðið og svo framarlega sem að fólk kaupir eins og ekkert hafi í skorist, sjá þeir enga ástæðu til að hækka ekki verðið. Reyndar er hafin rannsókn á þessu máli í Bandaríkjunum og búið að leggja fyrir þingnefnd, þar sem að ef þetta er satt, og þessum fyrirtækjum stjórnað af Bandaríkjamönnum, gætu viðeigandi verið dæmdir í fangelsi fyrir fjársvik og landráð til margra ára.

Ég vona bara að íslensku olíufélögin séu ekki að leika sér að okkur líka, en hækkanir hérna heima hafa verið jafnvel enn öfgafullri en erlendis síðustu vikurnar, og ég spyr hvort að verið sé að fylgjast með af löggildum aðilum hvort að þessar hækkanir séu eðlilegar og í samræmi við gengisbreytingar (sem bankar virðast hafa valdið) og hærra hráolíuverð (sem olíufyrirtæki virðast hafa valdið).

Ég get ekki annað séð en að stórfyrirtæki eins og bankar og olíufyrirtæki séu að verða versti óvinur fólksins, þar sem þau hlíta engu siðferði, en hugsa einungis um ebitu og bættan hag eigenda. Er kominn tími til að spyrja sig hvort að fólkið stjórni kerfinu eða kerfið fólkinu?

Það þarf varla að rifja upp hvað gerist þegar heilar þjóðir fara af stað með slíkar pælingar.

En svo eru líka til kaldar pælingar um að þetta sé einfaldlega leynivopn repúblikanaflokksins til að halda völdum, með því að koma með töfralausn rétt fyrir kosningar, og auka þannig vinsældir eigin frambjóðanda.

 

Áhugaverðar pælingar um hækkanirnar:

 

3 leiðir til að lækka bensínverð





Sannleikskorn frá Mike Gravel:

 

Meiri snilld frá Mike Gravel, sem mun reyndar ekki verða í forsetaframboði, þar sem að hann tapaði í forkosningum - en hér spáir hann í kerfið og að úrslit kosninga hafi verið ráðin fyrir löngu síðan þar sem að demókrataflokkurinn og repúblikanaflokkurinn sé í raun stjórnaður af sama fólkinu:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góð færsla eins og svo oft áður

Ómar Ingi, 26.6.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Mama G

Hvað með að halda bara áfram að tæma hjá mið austurlöndum og eiga sínar eigin birgðir til góða þegar allt er upp urið á hinum staðnum?

Fátt sem kæmi í veg fyrir að Ameríka myndi viðhalda stöðu sinni sem leiðandi heimsveldi þegar þeir ættu ónýttar olíubirgðir og allt orðið tómt og tappalaust í austurlöndum... Bara að spá

ps.
Svo finnst mér við bara hafa gott af því að hafa hátt olíuverð. Þetta þvingar fram umhverfisvænni hugsun sem mér finnst vesturlönd hafa dregið lappirnar allt of mikið með.

Mama G, 26.6.2008 kl. 13:23

3 identicon

Tilgangur allra fyrirtækja, ekki bara stórra, er að græða pening. Ef þau misnota markaðsráðandi stöðu til þess að hækka verð þá eru þau að brjóta raunveruleg lög, ekki siðferðis. Siðferðislög koma fyrirtæki sem slíku ekkert við, bara fólkinu sem vinnur hjá þeim.

Skv. þínum tölum þá er bensín búið að fjórfaldast í BNA síðan '99. Til að segja að íslenska hækkunin sé öfgafyllri þyrfti verðið hérna að hafa verið 42 kr '99. Ég bara man ekki eftir að það hafi verið svo ódýrt. Ertu með e-r gögn til að styðja mál þitt?

Meiri eftirspurn = hærra verð. Bara almenn skynsemi...

Og já, Mama G, ekkert smá sammála þér. Meðan allir eru á jeppum fyrir innanbæjarsnattið þá er bensínið bara ekkert of dýrt ;)

Einsi (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: 365

Sammála Einsi í síðustu málsgrein, þegar bensín hækkar, þá fækkar þessum bensínhákum á götunum.  Umhverfisvæni hugsun.  Meðan ég man, Dollarinn var kr. 110.- 2001.  Hvaða væll er núna í gangi, er gullfiskaminnið algjört hjá landanum?

365, 26.6.2008 kl. 15:43

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég man ekki hvernig dollarinn var á Íslandi árið 2001, enda bjó ég ekki á landinu þá. Einnig veit ég ekki hvernig þróunin hefur verið á Íslandi frá 1999, enda ekki með tölur um það og heldur ekki minni þar sem ég flutti út 1998.

Það sem ég átti við er að breytingar síðustu vikurnar og mánuði virðast vera öfgafullri á Íslandi en erlendis þegar við kemur hækkun á bensínverði.

Hrannar Baldursson, 26.6.2008 kl. 16:00

6 identicon

Árið 1997 fór ég í fyrsta sinn til Bandaríkjanna að heimsækja ættingja sem búa í Nýju Mexíkó, þá kostað bensíngallonið rétt rúmleg 90 cent.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:42

7 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

ágætis pistill!

nokkur orð koma upp í hugan varðandi ástæður: Spákaupmennska, framboð & eftirspurn, fákeppni, verðsamráð..

Svo er ein kenning sem mér þykir ansi góð:

Það hjálpar ekki að náttúruverndarsinnar séu að tala niður vistvæna orkugjafa, því þá er verið að tala upp óvistvæna orkugjafa í leiðinni.

Allt tal gegn: fallvatnsvirkjunum og kjarnorkuverum, gerir olíu verðmætari sem orkugjafa.

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband