Samkvæmt þinni reynslu, hvort er betra að búa á Íslandi eða í útlöndum?

Ég hef heyrt fjölmarga halda því fram að betra sé að búa á Íslandi en í útlöndum, en margir af þessum fjölmörgu hafa ekki upplifað hvað það er að búa í öðru menningarsamfélagi, í annarri menningu, með öðru tungumáli.

Það er mjög spennandi að búa í ólíku menningarsamfélagi, en það getur verið mjög krefjandi og erfitt, og stundum freistandi að flytja aftur heim, einfaldlega heimþráarinnar vegna, til að geta hugsað með öðru fólki á íslensku.

Reyndar er spurning hvort að moggabloggið sé ekki einfaldlega búið að leysa þetta mál og gerir fjarlægum Íslendingum mögulegt að finnast þeir vera nálægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var í Portúgal  í tvö ár frá 1990. Það var æðislega skemmtilegt, eignaðist marga vini, kom heim á þriggja mánaða fresti og þótti það alltaf gott, en hlakkaði líka til að fara  aftur. Verð að viðurkenna að stundum fékk maður heimþrá. En þá var ekkert Moggablogg.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Hrannar.
Ég er búinn að vera á Íslandi lengri en í 16 ár núna. Ég sá margt fólk sem kom hingað en snéri aftur heim eða í annað land. Mér sýnist það sé erfitt að setja fætur á nýtt land, ef maður reynir að "velja" stað til að búa. Ég veit ekki hvort það sé betra að búa í Danmark, Svíþjóð, Kubu eða Indlandi, en ákvað ég að búa hér á Íslandi og mér liður vel her!!

Toshiki Toma, 22.6.2008 kl. 18:01

3 identicon

 Gaman að heyra það!

Með netvæðingu og bættri samgöngutækni hefur heimurinn minnkað til muna, þó svo hið síðara virðist vera að breytast ógnvænlega með hækkandi eldsneytisverði og fyrirsjáanlegum þrotum á olíu. Að búa erlendis um lengri eða skemmri tíma tel ég vera af hinu góða ef maður ber gæfu til að horfa jákvæðum augum á umhverfið. Maður kynnist menningu og siðum annarra þjóða og finnur sannleikann í máltækinu " Heimskt er heimaalið barn". Okkur ber að fagna því ágæta fólki sem flyst hingað,deilir með okkur veðri þessa harðbýla lands og víkkar og auðgar sjóndeildarhring okkar

Margrét Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Bumba

Erlendis, tvímælalaust. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.6.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Mama G

Fyrir utan að fæðast í Danmörku og flytja til Íslands þegar ég var eins árs, hef ég aldrei búið í öðru landi. Okkur manninn minn dreymir stundum um að prófa að fara út fyrir landsteinana, bara eitthvað svona safe and sound eins og Svíþjóð eða eitthvað  Systir hans fór þangað og nú er hún hálfföst þar því börnin þeirra hafa öll fest rætur í Svíþjóð og þekkja Ísland ekki sem sitt heimaland! Kannski maður þurfi líka aðeins að pæla í því áður en maður flytur - getur maður seinna farið heim og skilið börn og jafnvel barnabörn eftir úti!?

Mama G, 23.6.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband