Hver er munurinn á vel heppnuðu og misheppnuðu aprílgabbi?

joker

Í gærkvöldi, rétt eftir miðnætti, fékk ég skilaboð frá fyrrum nemanda mínum um að annar fyrrum nemandi hafi orðið fyrir bíl og óvíst væri um líf hans. Ég spurði hvort hann væri að grínast, enda kannast ég við (mis)skilning hans á húmor. Hann svaraði játandi, að ég hefði hlaupið 1. apríl vegna þess að ég spurði.

Ég sagði honum að mér þætti þetta ekki fyndið. Hann sagði að víst væri þetta fyndið. Dýpra fórum við ekki.

Nú spyr ég þig, lesandi góður, var það sem ungi maðurinn gerði gott aprílgabb?

silly_cat

Dæmi um gott aprílgabb:

Árið 1957 var tilkynnt á hinum virðulega miðli BBC að vegna hagstæðs veðurfars liðinn vetur og útrýmingu á spaghettí-arfa, væri Spaghettí uppspretta í Sviss einstaklega góð. Sýnt var myndband þar sem svissneskir bændur týndu spaghettí af trjám. Margir áhorfendur hringdu til BBC og vildu fá að fræðast meira um hvernig þeir gætu ræktað eigin spaghettí tré. BBC svaraði þessum spurningum með þeim hætti að best væri að setja nokkur spaghettístrá í dollu með tómatsósu og vona það besta. Myndbandið fyrir neðan sýnir gabbið:


 

Kannt þú einhverjar sögur um vel eða illa heppnuð aprílgöbb?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Já hér er ein tegund gabbs.  - SMS til manneskju á fjarlægum stað.: "Kíktu út um gluggann og sjáðu hver veifar þér "  -  þetta vakti sárindi en ekki lukku þar sem viðkomandi hefði brugðist glaður við manneskjunni sem átti að veifa.  Þetta var sem sagt í kvikindislegri kantinum.

Anna, 1.4.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Ómar Ingi

Held að það gæti smá miskilnings í þessum göbbum stundum hjá Fjölmiðlum til dæmis.

Vegna þess að það er ekki bara nóg að Ljúga að fólki eða gabba það , þú þarft að fá fólk til að hlaupa 1 Apríl.

Það er alvöru 1 April gabb , man til dæmis alltaf eftir því þegar sagt var að öll Laugarnesfjara væri þakin brennivín og bjór sem var smygl sem hefði skolast á land og það varð allt full niður í fjöru af fullorðnu fólki að leita ´ser að ókeypis brensa , fyndið sérstklega þegar maður sjálfur var bara stráksi sem fannst þetta of gott til að vera satt sjálfum en svo sá maður fullorðið fólk skammast sín alveg svakalega þegar það koma að auðrí fjörunni en á móti þeim tóku myndvaélar og fréttamann skellihlæjandi enda hafði fólk rokið til og hlaupið 1 Apríl.

Ómar Ingi, 1.4.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir með Ómari því aprílgabb á að snúast um að fá fólk til að hlaupa apríl. Ekki bara að ljúga að því heldur vera svo sannfærandi að það geri sér sérstaka ferð vegna gabbsins. Mörg góð dæmi eru til um það.

Haraldur Bjarnason, 1.4.2008 kl. 10:59

4 identicon

Svo er hægt að ganga apríl. Hér er lítið um göbb, menn fara bara í sund.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

EKKI FYNDIÐ AÐ LJÚGA SVONA ALVARLEGU ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2008 kl. 12:00

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Skilningur minn á gabbi er einmitt sá að fólk eigi að hlaupa, a.m.k. fara yfir þröskuld.

Ég man eftir mörgum fjölmiðlagöbbum, eins og þegar afruglarar með Stöð 2 voru nýjung og þá þóttist eitthvert fyrirtæki hafa hannað þrívíddargleraugu sem gerði afruglarana óþarfa. Þangað kom margt fólk, ekki hvað síst frá Keflavík sem vildi í snatri fá eitthvað í staðinn fyrir Kanasjónvarpið.

Svo hefur fólki verið talin trú um að ísbirnir hefðu komið á land, m.a. svamlað upp Ölfusá. Þá man ég líka eftir nokkrum dæmum um að fólk hefur verið boðað í leik- eða söngprufur hjá frægum leikurum - sem óvart voru bara ekkert á landinu.

Ef maður fer úr fjölmiðlunum þekki ég líka mörg vel heppnuð prívatdæmi um fólk sem er kallað í símann eða inn á/út af kaffistofu á vinnustöðum.

Og í dag líst mér vel á gabbið um að Björn Ingi ætli að árita bókina sína um REI-málið fyrir áhugasama kaupendur!

Berglind Steinsdóttir, 1.4.2008 kl. 13:55

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það var nú ein sem sendi fjölskyldu og vinum að hún væri komin upp á spítala til að eiga.  Held að þeir sem stóðu henni næst fannst það ekkert fyndið.

Ljótasta gabbið var samt minnir mig í rússlandi þar sem var auglýst fría matarmiða fyrir fátæka.  Ekki mikið hlegið af þeim brandara held ég. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.4.2008 kl. 16:45

8 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 1.4.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Steinn Hafliðason

Alltaf gaman að láta fólk hlaupa apríl  en það má auðvitað ekki nota til þess alvarlega neyð annara s.s. slys eins og í þessu tilviki.

Steinn Hafliðason, 1.4.2008 kl. 18:01

10 Smámynd: Neddi

Mér fannst nú bíógrínið hjá moggamönnum nokkuð fyndið.

Er það ekki með aprílgöbb eins og allt annað. Með tímanum breytast þau og þó svo að menn hlaupi kannski ekki lengur apríl í eins miklu mæli og áður var þá getur grínið alveg verið gott og gilt engu að síður.

Hins vegar finnst mér grín eins og Doninn segir frá ekki vera mjög fyndið og finnst það vera mjög lágkúrulegt að gera grín að svona löguðu.

Neddi, 1.4.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband