Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 20. sćti: Pitch Black
30.10.2007 | 22:37
Ţá er listinn yfir ofurhetjumyndirnar búinn, og sá nćsti tekur viđ. Sérstakar ţakkir fá ţeir Arnar og Hafliđi Sancho fyrir ađ plata mig út í ţetta. Nú eru ţađ bestu vísindaskáldsögur í kvikmyndum sem taka viđ. Ţessi listi endurspeglar fyrst og fremst mínar eigin skođanir og smekk á vísindaskáldsögum. Sumar af ţeim myndum sem almennt teljast međal allra bestu vísindaskáldsagna komast ekki inn á ţennan lista. Ađal mćlikvarđi minn fyrir gćđi slíkra mynda er hvort ađ ég sé tilbúinn ađ horfa á viđkomandi mynd aftur, og hugsanlega aftur og aftur.
Vísindaskáldsögur fá mann til ađ hugsa um heiminn á nýstárlegan hátt; sumar, ţeirra kanna endamörk alheimsins, framtíđ mannkyns, möguleikann um líf á öđrum hnöttum, hugsanlegar tilfinningar vélmenna, tímaflakk, og ţar fram eftir götunum. Til eru fjölmargar góđar vísindaskáldsögur sem komast ekki inn á listann, og vonandi heyrist í lesendum sem hafa ólíkar skođanir og verđa jafnvel svekktur yfir ađ mér hafi yfirsést einhver gersemi.
Ég ćtla ađ nota tćkifćriđ og horfa á allar mínar uppáhalds vísindaskáldsögur, og fjalla svo ađeins um ţćr. Ţannig ađ vel má vera ađ ţessi listi verđi gerđur á nokkrum mánuđum. Ég vona bara ađ mér takist ađ klára hann eins og ađra kvikmyndalista sem ég hef byrjađ á.
Pitch Black (2000) ***1/2
Flutningageimskip lendir í loftsteinaregni sem drepur meirihluta farţega og áhafnar um borđ. Skipiđ brotlendir á plánetu ţar sem ţrjár sólir skína. Međal ţeirra sem lifa af eru flugkonan Carolyn Fry (Radha Mitchell), mannaveiđarinn William J. Johns (Cole Hauser), heilagi mađurinn Abu al-Walid (Keith David) og unglingsstúlka sem ţykist vera strákur og kallar sig Jack (Rhiana Griffith). Ţeim stafar öllum mikil ógn af fanganum Richard B. Riddick (Vin Diesel) sem var hlekkjađur um borđ í skipinu á leiđinni í rammgirt fangelsi eftir misheppnađa flóttatilraun.
Hópurinn upplifir margar ógnir. Fyrst ţurfa ţau ađ finna skjól yfir höfuđiđ og nćringu. Ţau finna yfirgefnar búđir og fara ţá ađ hafa áhyggjur af Riddick. En ţá kemur fram enn meiri ógn. Á plánetunni búa verur sem halda sig ađeins í skugga og myrkri. Vogi sér nokkur inn á svćđi ţeirra er viđkomandi samstundis étinn međ húđ og hári. Ţađ sem verra er, er ađ plánetan er viđ ţađ ađ ganga inn í fyrstu nóttina í 22 ár; nótt sem mun vara í mánuđ. Ţessi óargadýr sleppa engu lifandi úr klóm sínum og kjafti, og ţau eru virkilega svöng.
Ţegar myrkriđ skellur á snýr hópurinn sér ađ Riddick, ţar sem hann virđist sérstaklega útsjónarsamur og jafnvel minna illmenni en Johns, mađurinn sem handsamađi hann og ćtlar sér ađ grćđa vel á honum. Riddick er ţeim eiginleika gćddur ađ hann getur séđ í myrkri og verđur ţannig ađ augu hópsins sem ţráir ekkert heitar en ađ sleppa lifandi af plánetunni. Til ţess ţarf hópurinn ađ koma eldsneyti úr skipinu sem fórst yfir í annađ skip sem ţau finna í búđunum, en ţau eru ađ falla á tíma, myrkriđ er viđ ţađ ađ skella á og óvćttirnar búnar ađ finna af ţeim nasaţefinn.
Pitch Black er vel leikstýrt, tćknibrellur flottar og passa inn í söguna, leikurinn góđur og samtölin oft snjöll. Sérstaklega er Riddick vel heppnađur karakter, en ljóst er ađ eitthvađ meira býr í honum en grimmdin ein.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 2.11.2007 kl. 00:47 | Facebook
Athugasemdir
Algerlega sammála ţér međ ađ ţetta er snilldarmynd. Hefđi kannski sett krítík á ţessa mynd saman međ The Riddick sem er must see leiđ og ţessi klárast. Fylgist spenntur međ framhaldinu á ţessum lista. Kv. Svenni
Svenni Jons (IP-tala skráđ) 31.10.2007 kl. 17:30
Blessađur gamli félagi. Ritdómur um The Chronicles of Riddick er komin inn eins og ţú stakkst upp á. Tkak fyrir ađ fylgjast međ.
Hrannar Baldursson, 1.11.2007 kl. 19:42
Ţetta verđur skemmtilegur listi, ćtli Star Trek mynd komist inn á listann?
Ég hlakka til ađ fylgjast međ ţessu.
Gerđa M (IP-tala skráđ) 3.11.2007 kl. 23:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.