The Exorcism of Emily Rose (2005) ***1/2


Kaþólskur prestur  (Tom Wilkinson) er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Ákærandinn telur hann hafa drepið unga stúlku þegar hann reyndi að særa úr henni illan anda, en læknar höfðu gefist upp á að finna leiðir gegn kvillum hennar, og því var leitað til prests.

Verjandi hans er trúlaus lögfræðingur (Laura Linney) sem hefur áhuga á fáu öðru en eigin frama. Við rannsókn málsins fara dularfullir hlutir að gerast sem vekja hana til umhugsunar um eigin trúleysi.

Í málsvörn prestsins er fjallað um heim þar sem púkar, englar, Guð, píslarganga og andsetning eru raunverulegir hlutir; en þessi hugmyndaheimur tekst á við veruleika réttarins sem fjallar um sannleika, trú, sannfæringu, persónulegar og faglegar ákvarðanir.

Það er spennandi að fylgjast með hvernig þessir tveir heimar takast á í leit að sameiginlegum umræðugrundvelli. Var stúlkan í raun og veru andsetin, eða er presturinn bara einhver klikkaður gaur sem drap stúlkuna við að framkvæma vafasamar særingar? Getur verið að presturinn hafi bjargað sál stúlkunnar með því að losa hana undan þrælkun líkamans? Hvort er meira virði, sál eða líkami? Eru sál og líkami kannski eitt og hið sama?

Til að auka við spennuna verður ekki aðeins presturinn, heldur lögfræðingurinn skotmark þessa illa anda, hvort sem hann er raunverulegur eða sálrænt fyrirbæri.

Laura Linney og Tom Wilkinson leika sín hlutverk sérlega vel. Myndinni er leikstýrt af Scott Derrickson. Þetta er önnur mynd hans í fullri lengd. Sú fyrsta hét Hellraiser: Inferno, og fékk frekar slaka dóma. En næsta mynd hans mun líklega ákvarða feril hans, en hún verður jólamynd árið 2008 með Keanu Reeves í aðalhlutverki, en það er endurgerð hinnar klassísku The Day the Earth Stood Still.

The Exorcism of Emily Rose er alls ekki fyrir börn og viðkvæmar sálir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

.. en er hún góð?? ok, sé hún fékk þrjár og hálfa. sem er gott auðvitað.

sá hana ekki því ég hélt þetta væri krapp. svona wannabe exorcist. sem var jú bara ótrúleg. vatnaskil í hryllingsmyndum. horfði á hana eitt sinn og svo carrie á eftir. einn heima og kornungur. þorði varla að fara að pissa.....

 en laura linney er frábær leikkona. og ég ætla að sjá þessa. kannski á aðfangadag bara. nú eða ekki. þá horfi ég á aliens seriuna, svona yfir jólin.

arnar valgeirsson, 24.10.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, hún er mjög góð. Það er nú líka alltaf klassískt að kíkja á Die Hard yfir jólin.  

Hrannar Baldursson, 24.10.2007 kl. 00:54

3 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Þetta á að vera sönn saga og hún á að hafa gerst í Bæjaralandi í Þýskalandi. Satan talaði þýsku. Ég sá þýska heimildarmynd um þetta með öðru auganu á arte þýskalandi.

Gunnhildur Hauksdóttir, 24.10.2007 kl. 07:23

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þeir taka fram að myndin sé byggð á sönnum atburðum. En það er samt ekki sterkasta hlið hennar. Hún er einfaldlega vel gerð og spennandi. 

Hrannar Baldursson, 24.10.2007 kl. 07:56

5 identicon

Mér fannst hún hreint ömurleg að öllu leiti: 0 stjörnur

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:44

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér fannst þetta ömurleg mynd og ömurlegt að hún skuli vera byggð á sönnum atburðum.   Meðferðin á stúlku greyinu var hrikaleg og ömurlegt að sjá hvernig trúin á hið illa getur farið með fólk.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband