Undirbúningur hafinn: Heimsmeistaramót í Tékklandi 2007

 Besta leiðin til að gera drauma þína að veruleika er að vakna.

Paul Valery

 

Þá er maður búinn að ná sér af flugþreytunni eftir Ameríkuflugið.  Á morgun byrja ég að þjálfa fimm ungmenni sérstaklega fyrir heimsmeistarakeppni barnaskólasveita í skák sem haldin verður í Tékklandi í næsta mánuði. Síðustu þrjú árin höfum við félagi minn, Tómas Rasmus, þjálfað þau saman í Salaskóla. Fyrir mína tíð þjálfaði Smári Teitsson börnin í skólanum ásamt honum Tómasi; þannig að ég kom að góðu búi.  Skólastjórnendur hafa stutt sérstaklega vel við skákina; og hafa töfl í öllum skólastofum, auk þess að halda töflum við á ganginum þar sem að nemendur geta sest niður í rólegheitum og teflt. 

Á síðustu æfinguna í vetur mættu 18 stúlkur og 16 strákar.

dsc00139web

Þau hafa náð gífurlega góðum árangri í vetur.

  • Á Íslandsmóti grunnskólasveita lenti Salaskóli í 3. sæti á eftir Rimaskóla og Laugalækjaskóla, en í kvöld lenti Laugalækjaskóli í 2. sæti á Evrópumóti grunnskólasveita. Aðrar sveitir Salaskóla voru einnig verðlaunaðar fyrir góðan árangur.
    • A-sveitina skipuðu:
      • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
      • Patrekur Maron Magnússon
      • Eiríkur Örn Brynjarsson
      • Páll Snædal Andrason
      • Varamaður: Ragnar Eyþórsson
  • Á Íslandsmóti barnaskóla lenti Salaskóli í 2. sæti á eftir Grunnskóla Vestmannaeyinga þrátt fyrir að okkur hafi vantað lykilmann í A-liðið. Vestmannaeyingar tefla á Evrópumóti barnaskólasveita.
    • A-sveitina skipuðu:
      • Eiríkur Örn Brynjarsson
      • Páll Snædal Andrason
      • Birkir Karl Sigurðsson
      • Ómar Yamak
  • Á Íslandsmóti barnaskóla, stúlknaflokki, lenti Salaskóli í 2. sæti á eftir Rimaskóla.
    • A-sveitina skipuðu:
      • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
      • Selma Líf Hlífarsdóttir
      • Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
      • Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir
  • Fimm börn og unglingar úr Salaskóla kepptu á Landsmóti í skólaskák. Það er met, aldrei hafa fleiri þáttakendur verið með á landsmóti úr einum og sama skólanum. Þau tefldu sem fulltrúar Reykjaneskjördæmis, sem telur Kópavog, Garðabæ, Hafnafjörð, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og restina af Reykjanesinu. Með það í huga er þetta einstakur árangur.
Kópavogsbær er helsti styrktaraðili sveitarinnar til þátttöku á heimsmeistaramóti barnaskólasveita í næsta mánuði. Þessi börn eru ekkert annað en frábær, þau ætla að láta drauma sína rætast og hafa vaknað.  Kunnum við Kópavogsbæ bestu þakkir fyrir.

Páll Snædal Andrason, einn af liðsmönnum sveitarinnar hefur sett upp bloggsíðu fyrir keppnina. 

Þau sem keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu eru:

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  2. Patrekur Maron Magnússon
  3. Páll Snædal Andrason
  4. Guðmundur Kristinn Lee
  5. Birkir Karl Sigurðsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mongoqueen

Gangi ykkur vel

Mér finnst einmitt svo frábært hvað skákin er að vaxa! Er rosalega sátt við að minn 7 ára sé í skák í rimaskóla.....þetta er svo fínt með fótboltanum, svona aðeins til að kúpla sig niður!

mongoqueen, 28.6.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband