Undirbúningur hafinn: Heimsmeistaramót í Tékklandi 2007

 Besta leiđin til ađ gera drauma ţína ađ veruleika er ađ vakna.

Paul Valery

 

Ţá er mađur búinn ađ ná sér af flugţreytunni eftir Ameríkuflugiđ.  Á morgun byrja ég ađ ţjálfa fimm ungmenni sérstaklega fyrir heimsmeistarakeppni barnaskólasveita í skák sem haldin verđur í Tékklandi í nćsta mánuđi. Síđustu ţrjú árin höfum viđ félagi minn, Tómas Rasmus, ţjálfađ ţau saman í Salaskóla. Fyrir mína tíđ ţjálfađi Smári Teitsson börnin í skólanum ásamt honum Tómasi; ţannig ađ ég kom ađ góđu búi.  Skólastjórnendur hafa stutt sérstaklega vel viđ skákina; og hafa töfl í öllum skólastofum, auk ţess ađ halda töflum viđ á ganginum ţar sem ađ nemendur geta sest niđur í rólegheitum og teflt. 

Á síđustu ćfinguna í vetur mćttu 18 stúlkur og 16 strákar.

dsc00139web

Ţau hafa náđ gífurlega góđum árangri í vetur.

  • Á Íslandsmóti grunnskólasveita lenti Salaskóli í 3. sćti á eftir Rimaskóla og Laugalćkjaskóla, en í kvöld lenti Laugalćkjaskóli í 2. sćti á Evrópumóti grunnskólasveita. Ađrar sveitir Salaskóla voru einnig verđlaunađar fyrir góđan árangur.
    • A-sveitina skipuđu:
      • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
      • Patrekur Maron Magnússon
      • Eiríkur Örn Brynjarsson
      • Páll Snćdal Andrason
      • Varamađur: Ragnar Eyţórsson
  • Á Íslandsmóti barnaskóla lenti Salaskóli í 2. sćti á eftir Grunnskóla Vestmannaeyinga ţrátt fyrir ađ okkur hafi vantađ lykilmann í A-liđiđ. Vestmannaeyingar tefla á Evrópumóti barnaskólasveita.
    • A-sveitina skipuđu:
      • Eiríkur Örn Brynjarsson
      • Páll Snćdal Andrason
      • Birkir Karl Sigurđsson
      • Ómar Yamak
  • Á Íslandsmóti barnaskóla, stúlknaflokki, lenti Salaskóli í 2. sćti á eftir Rimaskóla.
    • A-sveitina skipuđu:
      • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
      • Selma Líf Hlífarsdóttir
      • Ragnheiđur Erla Garđarsdóttir
      • Guđbjörg Lilja Svavarsdóttir
  • Fimm börn og unglingar úr Salaskóla kepptu á Landsmóti í skólaskák. Ţađ er met, aldrei hafa fleiri ţáttakendur veriđ međ á landsmóti úr einum og sama skólanum. Ţau tefldu sem fulltrúar Reykjaneskjördćmis, sem telur Kópavog, Garđabć, Hafnafjörđ, Mosfellsbć, Seltjarnarnes og restina af Reykjanesinu. Međ ţađ í huga er ţetta einstakur árangur.
Kópavogsbćr er helsti styrktarađili sveitarinnar til ţátttöku á heimsmeistaramóti barnaskólasveita í nćsta mánuđi. Ţessi börn eru ekkert annađ en frábćr, ţau ćtla ađ láta drauma sína rćtast og hafa vaknađ.  Kunnum viđ Kópavogsbć bestu ţakkir fyrir.

Páll Snćdal Andrason, einn af liđsmönnum sveitarinnar hefur sett upp bloggsíđu fyrir keppnina. 

Ţau sem keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu eru:

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  2. Patrekur Maron Magnússon
  3. Páll Snćdal Andrason
  4. Guđmundur Kristinn Lee
  5. Birkir Karl Sigurđsson 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mongoqueen

Gangi ykkur vel

Mér finnst einmitt svo frábćrt hvađ skákin er ađ vaxa! Er rosalega sátt viđ ađ minn 7 ára sé í skák í rimaskóla.....ţetta er svo fínt međ fótboltanum, svona ađeins til ađ kúpla sig niđur!

mongoqueen, 28.6.2007 kl. 19:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband