Undirbúningur hafinn: Heimsmeistaramót í Tékklandi 2007
28.6.2007 | 01:29
Besta leiðin til að gera drauma þína að veruleika er að vakna.
Paul Valery
Þá er maður búinn að ná sér af flugþreytunni eftir Ameríkuflugið. Á morgun byrja ég að þjálfa fimm ungmenni sérstaklega fyrir heimsmeistarakeppni barnaskólasveita í skák sem haldin verður í Tékklandi í næsta mánuði. Síðustu þrjú árin höfum við félagi minn, Tómas Rasmus, þjálfað þau saman í Salaskóla. Fyrir mína tíð þjálfaði Smári Teitsson börnin í skólanum ásamt honum Tómasi; þannig að ég kom að góðu búi. Skólastjórnendur hafa stutt sérstaklega vel við skákina; og hafa töfl í öllum skólastofum, auk þess að halda töflum við á ganginum þar sem að nemendur geta sest niður í rólegheitum og teflt.
Á síðustu æfinguna í vetur mættu 18 stúlkur og 16 strákar.
Þau hafa náð gífurlega góðum árangri í vetur.
- Á Íslandsmóti grunnskólasveita lenti Salaskóli í 3. sæti á eftir Rimaskóla og Laugalækjaskóla, en í kvöld lenti Laugalækjaskóli í 2. sæti á Evrópumóti grunnskólasveita. Aðrar sveitir Salaskóla voru einnig verðlaunaðar fyrir góðan árangur.
- A-sveitina skipuðu:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Patrekur Maron Magnússon
- Eiríkur Örn Brynjarsson
- Páll Snædal Andrason
- Varamaður: Ragnar Eyþórsson
- Á Íslandsmóti barnaskóla lenti Salaskóli í 2. sæti á eftir Grunnskóla Vestmannaeyinga þrátt fyrir að okkur hafi vantað lykilmann í A-liðið. Vestmannaeyingar tefla á Evrópumóti barnaskólasveita.
- A-sveitina skipuðu:
- Eiríkur Örn Brynjarsson
- Páll Snædal Andrason
- Birkir Karl Sigurðsson
- Ómar Yamak
- Á Íslandsmóti barnaskóla, stúlknaflokki, lenti Salaskóli í 2. sæti á eftir Rimaskóla.
- A-sveitina skipuðu:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Selma Líf Hlífarsdóttir
- Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
- Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir
- Fimm börn og unglingar úr Salaskóla kepptu á Landsmóti í skólaskák. Það er met, aldrei hafa fleiri þáttakendur verið með á landsmóti úr einum og sama skólanum. Þau tefldu sem fulltrúar Reykjaneskjördæmis, sem telur Kópavog, Garðabæ, Hafnafjörð, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og restina af Reykjanesinu. Með það í huga er þetta einstakur árangur.

Páll Snædal Andrason, einn af liðsmönnum sveitarinnar hefur sett upp bloggsíðu fyrir keppnina.
Þau sem keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu eru:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Patrekur Maron Magnússon
- Páll Snædal Andrason
- Guðmundur Kristinn Lee
- Birkir Karl Sigurðsson
Athugasemdir
Gangi ykkur vel
Mér finnst einmitt svo frábært hvað skákin er að vaxa! Er rosalega sátt við að minn 7 ára sé í skák í rimaskóla.....þetta er svo fínt með fótboltanum, svona aðeins til að kúpla sig niður!
mongoqueen, 28.6.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.