Er Moggabloggið algjör ruslakista?

DALL·E 2023-04-09 11.42.18 - dumpster full of newspapers 3d art

"Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör ruslakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð." - Egill Helgason, Facebook, 8. apríl 2023.

Þannig orðar Egill Helgason, starfsmaður RÚV, færslu á Facebook vegg sínum, og vísar í grein eftir Arnar Sverrisson, sem ég ætla ekki að leggja mat á, en við snögga yfirsýn sýnist mér pistillinn vera í stíl ógeðfelldra samsæriskenninga og vekur því engan áhuga hjá undirrituðum.

Þessi orð Egils komu mér töluvert á óvart, þar sem hann hefur yfirleitt beitt hófsemi og skynsemi í orðavali, eftir því sem ég best veit. En ég set spurningamerki við að stimpla allan hóp Moggabloggara sem tóma vitleysinga. 

Hér beitir Egill tilfinningalegri rökvillu, þar sem hann alhæfir um alla útfrá einu dæmi sem honum þykir ógeðfellt. Vel má vera að fleiri höfundar skrifi skoðanir sem ekki falli í kramið hjá honum. Samt er það ekki nóg til að dæma hópinn sem slíkan. Að sjálfsögðu vill maður ekki tilheyra ruslakistu.

Það að einn einstaklingur skrifi pistil sem fellur ekki að geði lesanda, þýðir ekki að allir aðrir pistlar eða höfundar skrifi pistla af sama tagi. Reyndar ber mbl.is ábyrgð á hvaða pistlahöfundar birtast á forsíðu blaðsins og þó ritstjórnin hafi ekki nein áhrif á hvað fólk skrifar, má meta hvers lags efni á erindi til lesenda.

Sjálfum finnst mér Moggabloggið vera skemmtilegur miðill og þykir vænt um hann, þó að eigendur hans séu ekkert endilega með sömu stjórnmála- eða samfélagsskoðanir og ég. Ég kann í það minnsta betur við að setja færslur inn hérna heldur en á Facebook.

En ég svaraði Agli þannig á Facebook vegg hans:


Egill, með fullri virðingu, af hverju ertu að birta þessa grein á Facebook síðu þinni ef hún er óþverri? Gerir það þá ekki Facebook síðu þína að jafnmikilli ruslakistu og þér finnst Moggabloggið vera?

Kannski mætti með sömu formerkjum og þú notar segja: "Það er margur óþverrinn sem birtist á Netinu/Facebook/Twitter/Snapchat/TikTok/Instagram – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Netið/Facebook/Twitter/Snapchat/TikTok/Instagram er algjör ruslakista."

Ég tek þetta svolítið til mín því eini staðurinn þar sem ég birti eitthvað af því litla sem ég skrifa, fyrir utan Facebook, er á Moggablogginu og mér þykir svolítið vænt um það. â¤

 

Sendi ykkur lesendum Moggabloggsins hlýjar páskakveðjur!

 

Mynd: DALL-E

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála þér að þarna skaut Egill yfir markið. Hann hefur verið í vondu skapi þegar hann skrifaði þetta, hefði átt að pústa út og skrifa annað seinna og málefnalegra um þetta. Annars er það merkilegt að umdeildur pistill Arnars hefur fengið meiri lestur eftir DV umfjöllun og reiðilestur, þannig að hann auglýsti þennan boðskap sem hann fordæmir bezt sjálfur. 

Eitt sinn viðurkenndi Egill Helgason það í gömlu Silfri fyrir meira en 10 árum, að áhugi hans á öfgastefnum, hægriöfgum og vinstriöfgum væri eins og klámáhugi hjá öðrum - og hló að því sjálfur. Enda fékk hann menn á jaðrinum í Silfrið fyrir hrunið, sjálfan Jóhannes Björn Lúðvíksson til dæmis, það voru miklu fróðlegri og skemmtilegri Silfursþættir.

Ingólfur Sigurðsson, 9.4.2023 kl. 12:21

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kannkski 78% er bara rugl.

Jón Þórhallsson, 10.4.2023 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband