Bohemian Rhapsody (2018) ****

Bohemian-Rhapsody-Movie-Character-Posters-Queen-Song-Lyrics

Hafir þú gaman af tónlist Queen er "Bohemian Rhapsody" mynd sem þú verður að sjá í kvikmyndasal. Af gagnrýnendum hefur hún verið gagnrýnd töluvert fyrir að vera ekki eitthvað annað en hún er. Einhverjir vildu dökka sýn í sálarlíf Freddy Mercury, gera þetta að tragedíu þar sem Freddy verður á endanum að gefast upp gegn banvænum sjúkdómi. Þetta er ekki þannig mynd.

"Bohemian Rhapsody" er meira í anda tónlistarkvikmynda Alan Parker, sérstaklega "The Committments (1991) og Evita (1996), sem gera meira af því að gefa áhorfandanum flotta tónlist undir einföldu drama, með fullt af rómantík og húmor í bland. 

Dramað fjallar um stofnun hljómsveitarinnar Queen þar sem kafað töluvert í líf og þrár Freddy Mercury (Rami Malek), ekki sem leiðtoga hljómsveitarinnar, heldur sem einn af þeim meðlimum sem gaf henni líf. Malek er stórgóður í sínu hlutverki, nær Freddy sjálfsagt betur en Freddy sjálfur hefði gert, bæði í persónulega drama, sem ein stærsta rokkstjarna allra tíma á sviði, og eins þegar hann tapaði áttum um stund.

Aðrir leikarar standa sig ljómandi vel, þá sérstaklega Lucy Boynton sem fyrsta ástin Mary, akkerið í lífi Freddy, en samband þeirra er miðsvæðis í sögunni, og miðað við þunga ástarsögunnar hefði myndin betur heitið "Love of my Life". Gwylim Lee og Ben Hardy eru einnig stórgóðir sem Brian May og Roger Taylor. Aðdáendur "Wayne's World" (1992) fá líka eitthvað fyrir sinn snúð í skemmtilegu smáhlutverki Mike Myers.

Myndin byrjar og endar á Live Aid tónleikunum þar sem Queen sló rækilega í gegn um allan heim, og klárar söguna á sterkum tón. 

Ef þig langar í rómatíska sýn á Queen og hlusta á frábæra tónlist, skelltu þér í bíó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég hata freddy Mercury vegna hans hommalífstíls.

Jón Þórhallsson, 17.11.2018 kl. 18:45

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það var leitt að heyra Jón Þórhallsson. Umburðarlyndi gagnvart ólíku fólki og lífsleiðum minnkar hatur. Mæli með því. cool

Hrannar Baldursson, 18.11.2018 kl. 15:47

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég ætla aftur á myndina og kannski enn og aftur..<3

Ragna Birgisdóttir, 19.11.2018 kl. 20:00

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góða skemmtun Ragna, held að þessi verði klassísk.

Hrannar Baldursson, 22.11.2018 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband