Ættu Íslendingar þá ekki að láta banna Pathfinder?

photo_02_hires 

Vissulega eru sögulegar staðreyndir brenglaðar í 300, en ætlunin með þeirri kvikmynd er einfaldlega alls ekki að lýsa sögulegum staðreyndum. Þetta væri svipað og ef Íslendingar reyndu að fá Pathfinder, mynd sem verið er að frumsýna í þessari viku í Bandaríkjunum, bannaða á þeirri forsendu að íslenskan sem töluð er í myndinni gefi ranga mynd af íslensku og að víkingarnir sem fram koma eru ekki nákvæm lýsing á íslenskum víkingum. Tounge

photo_04_hires

Víkingarnir eru risavaxnir villimenn sem drepa allt sem hreyfist. Þeir tala alla íslensku bara í nefnifalli. Dæmi: "Þú vera vondur villimaður ég drepur þú upphrópunarmerki."

Gagnrýni mín á 300: 300 (2007) ****


mbl.is Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á „300"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

heheh verð nú að segja að þetta sé virkilega gott dæmi hjá þér
Án efa það skemmtilegasta sem ég hef lesið í dag.



Hans Jörgen Hansen, 24.4.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

já rétt þetta..... bara banna þetta...!!

að það skuli vera haldið fram að íslenskir víkingar myndu tapa orustu við einhverja Indíána er bara alger firra og gæti valdið því að fólk fái ranga ýmynd af okkur

Finnur Ólafsson Thorlacius, 24.4.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég vera ánægð með þetta pistil.

Steingerður Steinarsdóttir, 25.4.2007 kl. 09:40

4 identicon

áhugavert að kíkja á þessa mynd

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:47

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér skilst að Pathfinder verði frumsýnd á morgun. Ég ætla að sjá hana um helgina og mun svo láta vita hérna á horninu hvort að þetta sé eitthvað sem varið er að verja tímanum í. Ég er fyrirfram ekki ýkja bjartsýnn, og hálfpartinn kvíði fyrir, en ég fer með góðum vini mínum Sancho sem heldur geðheilsunni nokkurn veginn í lagi verði myndin slök. 

Hrannar Baldursson, 26.4.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Svo er þetta kanski bara fullt af kvennfyrirlitningu eða hvað hefur Dr. Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir um þessa mynd að segja?

Hlynur Jón Michelsen, 2.5.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband