Erum við orðin nógu klár til að þekkja fordóma og áróður?

Síðustu daga hafa birst frekar slakar greinar á Vísi þar sem orðið "sjálfhverft" er ofnotað, sem síðan hefur verið dreift með hneikslihrópum um Facebook, en fyrrverandi þingmaður setur sig í Hitlerstillingar og hrópar yfir mannfjöldann að allir sem tilheyra ákveðnum hópi séu á einn hátt og að allir sem tilheyra öðrum hópi séu á annan hátt. Hann kastar þar glösum úr glerhúsi.

Eins og við hefðum mátt læra af áróðursmaskínum síðari heimstyrjaldarinnar, og ýmsum pólitískum áróðursstríðum eftir það, þá felst öflugasti áróðurinn í því að skella skuldinni á hópa sem minnst mega sín. Þar voru gyðingar sakaðir um að stela öllum viðskiptatækifærum, fatlaðir sakaðir um að kosta samfélagið of mikið, samkynhneigðir sakaðir um að brengla siðferðisvitund þjóðarinnar, og þar eftir götunum.

Nú sakar þingmaðurinn fyrrverandi alla Íslendinga á ákveðnu aldursskeiði um að vera sjálfhverfir og bæði sökudólgar hruns og orsök þess að lífeyrisréttindi eldri borgara skerðist. Þessu staka spjóti sínu beinir hann gegn þeim sem verst hafa orðið úti vegna hrunsins. 

Þetta er ekkert annað en hatursáróður. Innsæi mitt segir, eða mig grunar, án þess að geta sannað það, að maðurinn beiti þessum áróðri til að tryggja pólitíska framtíð einhverra vina sinna, sem eru þá væntanlega af sama sauðahúsi.

Það eru því miður alltaf einhverjir sem hlusta illa, og hugsa með sér að þetta geti verið satt, að einhver sannleiksbrot hljóti að felast í þessu, þar sem ekkert afsannar slíkar úthrópanir. Ekkert sannar þær heldur. Ekki frekar en að nokkur sönnun er til staðar fyrir grun mínum eða innsæi, sem varð þess valdandi að ég skrifaði þessa grein.

Slíkt er eðli fordóma og áróðurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sighvatur á að skammast sín, góður pistill hjá þér. Skil bara ekki hvað manninum gengur til með þessu, nema af pólitískum toga sé eins og þú segir.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2012 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband