Hvað er "Guð"?

Creaci%C3%B3n_de_Ad%C3%A1n

Þegar rætt er um trúarbrögð, á blogginu sem annars staðar, poppar upp orðið "Guð" öðru hverju. Ég hef tekið eftir að fólk skilur þetta hugtak á afar ólíkan hátt.

Sumir telja að verið sé að tala um einhvern mann með hvítt skegg í himnaríki sem fylgist náið með öllu sem gerist í hinu mannlega lífi. Aðrir telja að Guð sé huglægt fyrirbæri, skapað af mönnum, til að átta sig á tilverunni. Enn aðrir telja að Guð sé öll þau lögmál sem heimurinn fylgir eða öllum heiminum stjórnar, og í þeirri merkingu er Guð samt algjörlega afskiptalaus, fyrir utan að við finnum fyrir honum í fyrirbærum eins og þyngdaraflinu eða ljósi, og svo framvegis. Enn aðrir telja Guð vera alls ekki neitt, ekki til, ekkert; en virðast stundum ekki átta sig á hversu ofar okkar skilningi ekkertið getur verið.

En flestir virðast tengjast þessu hugtaki sterkum tilfinningaböndum. Af hverju er mér ráðgáta.

Svo eru það rifrildin sem skapast í kringum Guð. Einn hópurinn skilgreinir Guð á sinn eigin hátt, eða réttara sagt skilur "Guð" á sinn hátt og kærir sig ekki um neinar skilgreiningar þar sem einn skilningur lítur út fyrir að vera allur skilningur, og fullyrðir síðan að hann sé til. (Og þegar ég nota "hann" gæti "það" eða "hún" verið jafn réttmæt hugtök). Annar hópur skilgreinir Guð síðan á annan hátt, eða kærir sig ekki um skilgreiningar frekar en hinn hópurinn, og fullyrðir að hann sé ekki til, og geti ekki verið það.

Hvorugur hópurinn virðist átta sig á að stundum þegar við notum sama orðið, erum við að tala um alls ólík fyrirbæri. Svona misskilningur fer stigvaxandi, sérstaklega þegar annar hópurinn telur sig hafa algjörlega rétt fyrir sér og útilokað að annað sé mögulegt; og beitir kaldhæðni eða íroníu, vegna þess að sumir félagar fatta djókið, á meðan hinir gera það ekki. Oft gleymist að hundur þýðir eitt fyrir eina manneskju og eitthvað allt annað fyrir aðra manneskju, eftir því hvernig og hvort viðkomandi hafi kynnst hundi, og þá hvernig reynslan hafi verið.

Þannig verður til menningarheimur um þá sem eru inni og þá sem eru úti. Því miður virðist nauðsynlegt fyrir þá sem eru inni að skilgreina restina sem úti. Þá hópa vil ég skilgreina sem sértrúarhópa. Svo eru það aðrir hópar, sem vilja að allir séu meðtaldir, og vilja enga útiloka; en þessir hópar eiga á hættu að fá yfir sig flæði af háðsgusum og óvild fyrir að þvinga trú sinni yfir á annað fólk, fólk sem vill bara vera í friði; og þessa hópa vil ég kalla trúarbrögð.

Þegar þú lest orðið "Guð", hvað þýðir það í þínum huga?

 

Mynd: Sköpun Adams eftir Michelangelo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

ÞETTA ER GÓÐ SPURNING:

1.Það er hægt að flokka "GUÐ" á margan hátt.

2.Það er þessi stóri ósýnilegi andi sem er allt mögulegt./Að hann sé í öllu sem lifir.

3.Að við séum öll neistar guðs/sálarkjarninn í okkur.

(Við erum bara á mismunandi þroska"levelum").

4.Hugmyndin um guð í mannslíkama/ævisaga krists.

/Þann sem er komin lengst andlega á meðal jarðarbúa hverju sinni.

=Hver er heilagastur/hver stendur næst "GUÐI".

=Hver hefur bestu svörin sem leiða til góðs fyrir heildina?

>Væri ekki hægt að koma á samkeppni í heilagleika?

Jón Þórhallsson, 22.10.2012 kl. 19:51

2 Smámynd: Ómar Ingi

Af hverju ertu að tala um mig ?

Ómar Ingi, 22.10.2012 kl. 23:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir mér er þetta orð um ljós og kærleka í sinni tærustu mynd, Guð þarf að vera innra með þér, jákvæð orka sem við þurfum öll að tileinka okkur til betra lífs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 11:40

4 identicon

Hefur enga meiningu fyrir mig nema kannski það að guð er ímyndað snuð fyrir vælukjóa :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 12:10

5 identicon

Ef Guð hefur enga meiningu fyrir þig, DoktorE, hvers vegna ertu þá alltaf að lesa og skrifa um hann?

Nóhann (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 14:59

6 identicon

"...flestir virðast tengjast þessu hugtaki sterkum tilfinningaböndum. Af hverju er mér ráðgáta," segir Don Hrannar og á þessum punkti langar mig að koma inn í umræðuna.

Ég get náttúrlega ekki talað fyrir neinn nema sjálfan mig þegar ég segist líka við eða jafnvel elska nokkurn mann. Samskipti við einstakling eru og verða misnáin og enda á að maður verður háður honum eða henni. Í mínu tilfelli á þetta við Guð (eða það áreiti sem ég segi að sé Guð í mínu lífi).

Ég hef ýmsar skýringar á því hvernig þessi tengsl eru til komin og hvers eðlis þær eru, en þær eiga það allar sammerkt að þær eru eftirá skýringar og leiðir til að reyna að botna í sambandi sem þegar er til staðar. Túlkun á sambandi, túlkun á atburði.

Ein þessara túlkunarleiða er að skilgreina sambandið sem vímu sem maður verður háður. Ekki verri skýring en hver önnur. Önnur leið er að segja sem svo að Guð sé, persóna, elskuleg og sambandsfús, til staðar og að sambandið sé manninum (mér!) eðlilegt enda gerður til að geta staði í því sambandi.

Milli þessara tveggja andstæðra póla (eða hvað) er hægt að sjá og skilja hvað og hver Guð getur verið. En eins og ég skrifaði áður, þá verður eiginlega hver að segja fyrir sig. Ég get t.d. ekki talað fyrir neinn annan, þótt ég sjái stundum líkindi milli minnar reynslu og reynslu annarra af því sem við köllum Guð.

Carlos (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 06:48

7 identicon

Well Nóhann, trúarbrögð eru það versta sem mannkynið hefur fundið upp, ekkert kemst nálægt í heimsku, fáfræði,viðbjóði..

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 13:03

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

DrE: Þarna ýkirðu aðeins. Hvað um kommúnisma, nasisma, fasisma, kjarnorkusprengjur, efnavopn, jarðsprengjur, öfgahópa, sjálfsmorðssprengingar, hryðjuverk, morð, nauðganir, skipulagða glæpastarfsemi, þjóðarmorð, verðtrygginguna?

Og þessi upptalning er bara rétt að byrja.

Trúarbrögð víða um heim hafa stuðlaðnað einingu, sameiginlegum gildum og friði, en þó með einhverjum undantekningum sem oftar en ekki eiga sér rætur í fáfræði, spillingu, valdagræðgi og öfgum.

Einhver er á villugötum. Ómögulegt fyrir mig að sjá hvaðan slík viðhorf spretta, enda ekkert sýnilegt á bakvið þau annað en innantómir og órökstuddir frasar.

Hrannar Baldursson, 29.10.2012 kl. 15:51

9 identicon

Ég spyr mig í hverju trúarbrögð eru frábrugðin stjórnmálum, viðskiptum og sálfræði? Menn hafa hneppt aðra í fjötra vegna stjórnmála, gert menn gjaldþrota í viðskiptum og eru það ekki sálfræðingar sem standa á bak við pyntingar í Guantanamo og víðar?

Allt sem mannveran kemur nálægt er hægt að misnota. Líka bestu óskir hennar, sbr. bók Viktor Hugo's, Vesalingarnir.

Carlos (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 19:58

10 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Svo heppilega vill til, að mínu mati, að Jón Þórhallsson byrjar að lýsa sinni sýn á þessa spurningu og hún er alveg eins og ég hefði viljað lýsa henni!

Við hana þarf ég engu að bæta, en samþykki hana eins og hann setur hana fram.

Takk fyrir Jón!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 8.11.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband