20 mögulegar hugsanir sjálfhverfrar manneskju

egocentricHaldið hefur verið fram að heil kynslóð Íslendinga sé sjálfhverf. Sjálfhverfan er frekar heillandi hugtak, þar sem að hinn sjálfhverfi telur sjálfan sig alltaf hafa rétt fyrir sér, óháð rökum og aðsæðum; fær mikið út úr því að gera lítið úr öðru fólki, því þannig upphefur hann sig; elskar að fá athygli, því þannig fær hann staðfestingu á eigin ágæti.

Öll lendum við á sjálfhverfuskeiði einhvern tíma á lífsskeiðinu, yfirleitt á barnsaldri, en svo vöxum við upp úr henni. Mörg okkar, alls ekki öll. Þar sem að hin sjálfhverfa manneskja er líkleg til að trúa að hún sjálf hafi rétt fyrir sér í flestum hlutum, eru stjórnmál sjálfsagt eðlilegasti starfsvettvangur slíkrar manneskju, þar sem að flestir þeir stjórnmálamenn sem ná árangri, eru ekki þeir sem gefa eftir, heldur standa á sínu, hvað sem það kostar - nema kannski þegar það hentar þeim illa - og þá hafa þeir ekki skipt um skoðun, heldur aðeins gefið eftir til að vinna með öðrum. Sem er í sjálfu sér svolítið sjálfhverft. 

Mig langar að velta þessu fyrirbæri aðeins fyrir mér, og reyna að setja mig í spor sjálfhverfrar manneskju og reyna að átta mig á hvernig hugsanir skjótast í huga hennar - hugsanir sem hún er ólíkt þeim sem ekki eru sjálfhverfir, tilbúin að fylgja eftir í riti og verki. Það reynist mér afar auðvelt verk, þar sem ég fell inn í mengi Íslendinga á aldrinum 25-45 ára, og er þar af leiðandi sjálfhverfur samkvæmt skilgreiningu. Frown

Hér eru dæmin. Veltu þessu fyrir þér. Ef slíkar hugsanir eru afgerandi í þínum huga, þá ertu sjálfsagt sjálfhverf manneskja. Ef ekki, þá ertu kannski samhverf manneskja, sem er ekkert skárra. 

  1. "Allir hugsa eins og ég."
  2. "Ég er miðja alheimsins."
  3. "Ég fyrst."
  4. "Ég elska mig."
  5. "Allir eru að horfa á mig."
  6. "Öllum finnst merkilegt það sem ég segi."
  7. "Ég get stjórnað heiminum."
  8. "Ég er best(ur)."
  9. "Ég skapaði Guð."
  10. "Ef ég hef mína eigin skoðun, þá hlýtur hún að vera rétt."
  11. "Það er engin manneskja eins og ég."
  12. "Það er engin manneskja mikilvægari en ég."
  13. "Allir verða mér sammála á endanum, ef ég bara nenni að sannfæra þá."
  14. "Öll fegurð heimsins er falin í mér og ég er sá eini sem veit það."
  15. "Allir hinir eru heimskir."
  16. "Ég hlusta á engan sem hugsar ekki eins og ég."
  17. "Þau halda að ég sé vitleysingur, en sjá ekki að það eru þau sjálf sem eru vitlaus."
  18. "Allt sem fer úrskeiðis hlýtur að vera einhverjum öðrum að kenna en mér."
  19. "Djöfull eru flestir vitlausir að fatta ekki að það er ég sem segi sannleikann allan."
  20. "Pirrandi allir þessir bloggarar sem kunna ekki að skrifa almennilega íslensku, eins og ég."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klisja Bullari

Er ekki líka vert að athuga af hverju þetta kemur svona við kaunin á fólki? Getur ekki verið að Sighvatur sitji heima hjá sér glaður í bragði yfir viðbrögðunum sem hann hefur fengið?

Fýlubombur hafa þann tilgang að skapa sundrung, við reytum á okkur hárið í bræði í stað þess að afgreiða þetta sem lytkarlaust prump. 

Bæjæbæbæbæbæ

Klisja Bullari, 23.11.2012 kl. 17:12

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Hrannar, ég tók þetta sjálfhverfu krossapróf þitt og aðeins síðasta fullyrðingin á listanum á við mig.  Er ég þá 5% sjálfhverfur að þínu mati og er það löstur að láta sig tunguna varða?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2012 kl. 17:36

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Miðað við hvað margar af þessum "mögulegu hugsunum" eru skýr endurómun af því sem vinsælt er í dag að innræta börnum, er ekki að furða að samfélagið verði sjálfhverft.

Sjálfsagt er þessum uppeldisklisjum ætlað að vera uppörvandi og mótvægi við neikvæða speglun samfélagsins en  þær eru einnig útrás fyrir duldar hugmyndir uppalandans sem óskar sér að skapa einskonar framlengingu af eigin sjálfi í barninu. Úr verður útbólgið ego og samfélagsgerðin eftir því.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2012 kl. 19:22

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sjálfvherfa er blinda gagnvart hinu stærra samhengi hlutanna.

http://www.huffingtonpost.com/alison-rose-levy/buddhist-teachings-the-da_b_587460.html

"Undoubtedly, on what Buddhist teachings call the "conventional' level, when I get up every morning there I am. My self is my most familiar companion, the one who's always there, accompanying me through life. Yet on an ultimate level, that cherished self, so special, so individual, so charming, (and sometimes a real pain) -- that "me"-- is a construct, a wispy illusion, say the Buddhist teachings.

Instead of creating my own reality or being the architect of my life and destiny, I am nothing. That precious self to whom I cling and for whom I labor to make a good and worthy life, in the mirror of Buddhism face its essential emptiness. A blank void stares back at me in place of that cherished and familiar old face of mine -- my identity"

 http://www.thebigview.com/buddhism/emptiness.html

"If this is the case for a simple object, such as a cup, then it must also apply to compound things, such as cars, houses, machines, etc. A car, for example, needs a motor, wheels, axles, gears, and many other things to work. Perhaps we should consider the difference between man-made objects, such as cups, and natural phenomena, such as earth, plants, animals, and human beings. One may argue that lack of inherent existence of objects does not imply the same for natural phenomena and beings. In case of a human being, there is a body, a mind, a character, a history of actions, habits, behaviour, and other things we can draw upon to describe a person. We can even divide these characteristics further into more fundamental properties. For example, we can analyse the mind and see that there are sensations, cognition, feelings, ideas. Or, we can analyse the brain and find that there are neurons, axons, synapses, and neurotransmitters. However, none of these constituents describe the essence of the person, the mind, or the brain. Again, the essence remains elusive."

Hörður Þórðarson, 23.11.2012 kl. 19:34

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sammála, Svanur.

Hörður Þórðarson, 23.11.2012 kl. 19:36

6 identicon

Takk fyrir þetta. Allir menn eru að stóru leyti sjálfhverfir/egóistar, skuggahlið sjálfhverfunnar birtist í eigingirni, sem er hún rót alls ills, og öll djúp fræði, sönn andleg speki og dulspeki allra trúarbragða, sem og aðrar tilraunir til að smíða mannkyninu björgunarhringi af ýmsu tagi, svo við förumst sökum eigingirni okkar, snýst um að umbreyta og síðan, þegar best gengur, uppræta, því maðurinn getur verið svo mikið meira og fegurra en þetta. Gyðingar hafa áhugavert máltæki úr kabbala fræðum sínum sem er svona: "Sérhver maður ætti að hafa tvo miða í sitt hvorum vasanum. Á öðrum stendur "Ég er aðeins ryk og aska" ....en á hinum "Heimurinn var skapaður fyrir mig"." Hvorugtveggja er satt,...já, við erum öll einstök á vissan hátt, mikilvægir hlekkir í keðju sköpunarverksins hvert og eitt okkar, og það er mikill tilgangur með lífi okkar...en um leið erum við smá, dropar í hafi með takmarkaða skynjun, þekkingu og vit, og ef við gleymum því þá mun hrokinn blinda okkur sýn á allt það sem mikilvægast er, koma því til leiðar við förum á mis við mestu fjársjóði lífsins, og skortur okkar á auðmýkt og undrun mun rúa lífið fegurð sinni.

ítið brot af alheiminum. (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:31

7 identicon

*svo við förumst EKKI sökum eigingirni okkar.

 Við lifum á tímum byltinga og það eru aðeins árdagar þeirra stærstu og mestu. Ríkisstjórnum er vellt úr sessi og kerfin sem við notumst við, í fjármálalífinu og á fleiri sviðum, eru að verða úrelt. Ef við tökum ekki höndum saman og förum að láta velferð náungans okkur varða upp að því marki sem hún á skilið, skiljum að við erum ein heild og eitt mannkyn, bræður og systur, sem berum líka ábyrgð á jörðinni okkar, þá er ekki langt eftir og styttist í algjöra útþurrkun okkar vegna mengunnar, kjarnorkustyrjalda og annarra birtingarmynda eigingirninnar.

Við erum eitt mannkynið, við öll, og þar eru engar undantekningar á. Við þurfum að finna leiðir til að virða hvert annað, sýna umburðarlyndi og lifa í friði og sátt. Ef við förum ekki að viðurkenna þennan sannleika styttist í endalok okkar, eftir hörmungarskeið sem mun ganga yfir okkar eigin barnabörn, nema mannkynið snúi baki við eigingirni sinni.

lítið brot af alheiminum (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:36

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er náttúrulega spurning hvaða merkingu fólk leggur í orðið ,,sjálfhverfa". En orðið narcissismi hefur stundum verið þýtt á þann veg og það var Freud sem fyrstur kom með upp með það til að lýsa ákv. þroskaskeiði barna þar sem barnið skynjar sig sem miðpunkt heimsins og hefur þörf fyrir að ráða og upplifir mikilvægi annara aðallega útfra því hvernig þeir uppfylla þarfir þess. (Í mjög stuttu máli). Freud taldi að í ákv. tilfellum gæti einstaklingur fest í þessu ástandi eða leitað í þetta ´stand aftur og var það kallað ,,seinni narcissismi", minnir mig. Og það einkennist af að einstaklingur sé yfir aðra hafinn og mikilvægur auk þess sem hann á í erfiðleikum við að mynda tilfinningasambönd við aðra einstaklinga. (Í mjög stuttu máli. þetta taldi Freud að væri óhófleg og skaðleg sjálfsást. Síðan er liðinn langur tími og fræðimenn á eftir Freud hafa túlkað þetta á ýmsan veg og sumir td. mótmælt því að um sjálfsást sé að ræða sem veldur þessum ,,seinni einkennum" heldur væri málið í raun djúp minnimáttarkennd og mikilmennska og sjálfsaðdáun væri þá varnarviðbrögð við vanmætti og minnimáttarkennd.

Varðandi stjórnmálamenn og að aðeins þeir sem ekki eða aldrei gefi eftir nái árangri - að þá þarf það ekki að vera. Góður stjórnmálamaður í lýðræðisþjóðfélagi er einmitt sá sem kann þá list að gefa eftir. Leiða saman ólík sjónarmið - og ná samkomulagi. Síðan þegar viðkomandi stofnanir og ráðandi flokkar hafa komist að niðurstöðu - að fylgja þá niðurstöðunni eftir og koma málum í framkvæmd. Steingrím Hermannson mætti nefna í þessu sambandi. það var með ólíkindum hvernig hann gat alltaf mjatlað ólíka hópa niður á sameiginlega niðurstuðu. Og altaf bara í rólegheitunum.

Hitt er svo sem rétt að ef maður horfir á marga þingmenn núna, og þá sérstaklega núv. stjornarandstöðu - þá er eins og þeir starfi eftir því prinsippi að gefa aldrei eftir og aldrei nokkurntíman komi til greina að vera sammála andstæðingi og ekki einu sinni 1% sammála.

þetta er þá líklega bara vanmáttarkennd hjá þeim blessuðum.

Almennt um efnið, að þá finnst mér athyglisverðara með þessa sjálfhverfu að skoða að útfrá ,,þjóðinni" eða hvernig ,,íslenska þjóðin" lítur á sig í samhengi við umheiminn. Hvað er mikilvægast? Jú, sterkustu mennirnir og fallegustu konurnar (í samá tíma mestu fjármálasnillingarnir). Og það er ekki bara þessi atriði. það má sjá í framsetningu flestra fjölmiðla á málum er snúa að íslendingum og umheiminum. Framsetningin er oft svo sérstæð. það er stundum, í mjög stuttu máli, eins og hérna uppi sé eitthver frábærleiki - svo þarna úti er barasta myrkur og frekar vont fólk og/eða asnalegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2012 kl. 02:13

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skemmtilegar athugasemdir.

Narsisismi er meira sjálfsdýrkun en sjálfhverfa, hefði ég haldið. Það er þegar manneskja dáir svo eigið útlit og eigið sjálf að ekkert jafnast á við það.

En góðir punktar.

Búddha hugsaði þetta svolítið skemmtilega líka.

Hrannar Baldursson, 24.11.2012 kl. 11:42

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, ýktasta form sjálfhverfu eða algjör sjálfhverfa. Sighvatur sagði ,,sjálfhverfasta kynslóð íslands" þ.e. að ákv. kynslóð væri meira sjálfhverf en áður hefði þekkst. þ.e. merkingin var að sjálfhverfan væri yfir meðallagi en ekki í sínu ýktasta formi. Ákveðin sjálfhverfa er, má segja, alltaf til staðar að einhverju leiti. Má hugsa þetta sem kvarða frá vinstri til hægri.

Að Sighvatur skilgreinir aðeins hvað hann á við með orðinu: ,,Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og "keyptu" ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum - allt í skuld.“

það sem hann lýsir - má ekki kalla það svona ,,light-narcissisma"?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2012 kl. 12:29

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegar pælingar og skrif hér, takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2012 kl. 13:14

12 identicon

Númer 9. . er það til trúaðra sem telja sig vera spes í alheiminum, skapaða í mynd master of the universe, er það ekki toppur sjálfhverfunnar, eða hvað :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband