Hvar varstu fyrir 10 árum þegar árásin á tvíburaturnana var framkvæmd?

WTC-019S

Ég sá seinni flugvélina fljúga inn í bygginguna í beinni útsendingu á CNN, en var staddur í Merida, Mexíkó. Á sama tíma sendi systir mín mér skilaboð gegnum MSN frá Íslandi um atburðinn. Hvorugt okkar trúði eigin augum. Ég fór til New York mánuði síðar og upplifði þar Ground Zero.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú sagt þér hvar ég var 11 sept fyrir 12 árum. Þá skal ég segja þér var ég staddur í Mosfellskirkju þar sem ég gekk að eiga konuna mína.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 14:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrir 29 árum var ég á fæðingardeildinni að fæða son minn en fyrir 10 árum var ég í stofunni heima og sat límd við skjáinn allan daginn og fram á nótt.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 17:27

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

það virðast allir sem voru komnir til vits og ára muna hvar þeir  voru þegar fréttin barst  um eins og eldur í sinu. Meira að segja unglingar 15 ára og eldri muna hvar þeir voru.

Hörður Halldórsson, 11.9.2011 kl. 20:46

4 identicon

Ég var í vinnunni þegar einn starfsmaður hrópaði: Þau flaug flugvél á WTC; Ég man þennan dag algerlega. Þetta breytti líka mínum framtíðarplönum mjög mikið.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 21:18

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég var að keyra Skúlagötuna,á leið í Fiskistofu að fá áritaða pappíra. Heyrði fréttina í útvarpi bílsins,hélt að um gabb væri að ræða eins og ,,heimsenda,, gabbið Orsons Wells um árið?? Ég bað Jón Þ. Ólafsson (fyrrum hástökkvara)að opna útvarpið,þá komumst við að því að þetta var fúlasta alvara.

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2011 kl. 01:10

6 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég var að skrúfa niður þjófavarnarhlið í verslun Skífunnar í Kringlunni og uppi undir lofti í búðinni voru nokkrir sjónvarpsskjáir sem allir voru stilltir á sömu stöðuna.  Ég fór að heyra einhvern undarlegan klið í kring um mig og sá þá að allir störðu á skjáina.  Það ver semsé verið að sýna fyrri turninn í logum og mikil spenna í loftinu.  Svo kallaði einhver í hópnum, "Þarna kemur önnur!"  Svo sá ég hana skella á hinum turninum í beinni útsendingu og hugsaði með mér að nú væri skollið á stríð.

Reyndar man ég líka í hvaða sporum ég stóð þegar mér bárust fregnirnar af morði Kennedy forseta Bandaríkjanna, en þá hef ég verið 9 ára.

Theódór Gunnarsson, 12.9.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband