Hvað er eiginlega að þessum varðhundum vantrúar?
11.11.2010 | 16:55
Um daginn túlkaði ég hugtakið "siðgæði" sem trúarhugtak.
Athugasemdakerfið tók kipp. Fjöldi athugasemda var svo mikill að ég treysti mér ekki til að svara þeim öllum, enda ber mér engin skylda til þess og er þar að auki frekar upptekinn við störf mín.
En þegar menn sem telja sig fulltrúaða trúlausra Íslendinga ásaka bloggara um óheiðarleika fyrir að velta hlutunum fyrir sér, krefjast þess að vita hver trúarleg afstaða bloggarans er, og krefjast svara við spurningum sínum eins og bloggarinn sé eitthvað yfirvald á launum; þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort þessir menn, hefðu þeir völd, myndu vilja ritskoða allt sem þeir eru ósammála, strika út óþægilegar hugmyndir og helst henda tjáningarfrelsinu í eitthvað verra en fangelsi og murka úr því líftóruna.
Ég hef unnið mér til sakar að sýna bæði trúuðum og trúlausum, sem og þeim sem eru þarna einhvers staðar á milli, umburðarlyndi. Þessi glæpur virðist vera það alvarlegur í augum sumra einstaklinga að hann sé verðugur að minnsta kosti klukkustundar hömrun á lyklaborð og mörgum smellum á "Birta".
Þessir blessuðu varðhundar virðast blindir á þann stóra sannleik að ekki allt fólk er með þeirra eigin gleraugu á nefinu eða útsýni yfir herbergi þeirra og tölvuskjá. Sumir virðast vera svona rándýr í eðli sínu sem þola ekkert öðruvísi en þann heim sem þeir sjálfir vilja búa í. Og þeim er sama hvað öðrum finnst, og móðgast jafnvel sé fólk ósammála þeim á forsendum sem eiga meira við trú en rök að styðjast. Þeir fatta ekki að bakvið hinstu rökin hlýtur að vera einhver óskynsamleg skoðun, einhver trú. Þeir eru jafnvel blindir á sína eigin trú og halda að hún sé ekki til.
Þessi ofsi sem einkennir sumar athugasemdirnar eru fyrirtaks dæmi um hvernig samræður ættu alls ekki að fara fram. Þetta er sams konar hegðun og ég hef gagnrýnt í umræðuhefð stjórnmálamanna. Þeir ryðjast fram fyrir alla og þola ekki þegar einhver er ósammála eða skilur tilveruna á annan hátt. Þessir menn hafa þotið fram á ritvöllinn og gert skurk á flestum bloggsíðum þar sem, án þess að hafa lesið hvert einasta rit trúarbragða eða trúleysis um þessi mál, einhver vogar sér að minnast á "trúarbrögð". Fyrir vikið hlýtur hinn þögli meirihluti að stækka, en það er þetta venjulega og skynsama fólk sem nennir ekki að bendla sig við svona rugl.
Þessir tveir menn eru að vinna málefninu "vantrú" mikinn skaða með sínu framferði, og stundum grunar mig að þeir hljóti að vera útsendarar einhvers trúfélags sem vill gera lítið úr þeim sem ekki trúa. Þeir misreikna sjálfa sig svo hrikalega að þeir eru að tryggja samúð trúlausra með trúuðum.
Hafirðu áhuga á að kíkja á þessar furðulegu athugasemdir og bera þær saman við mínar sakleysislegu vangaveltur, er þér velkomið að kíkja í heimsókn á hinar síðurnar, Eftir þjóðfund: Vill þjóðin öflugri kirkju til að styrkja siðgæðið? og Á að banna trúarbrögð í skólum?
Þessi varðhundahegðun hlýtur að eiga sér rætur í einhverjum djúpstæðum sálrænum vandamálum. Mikið vildi ég heyra skoðanir þeirra Freud og Jung á þessum ofsafengnu lyklaborðsvörgum. Sjálfsagt yrði ég samt engu nær.
Athugasemdir
Þetta er flott hjá þér. Þetta er auðvitað allt saman geðveikt lið og þú ígildi kristinna, sem forðum sem hent var fyrir ljónin. Fórnarlamb.
Ég átti von á einhverju drengilegra frá þér, miðað við allt siðgæðishjalið. Ég hvet fólk, rétt eins og þú, til að lesa þessi orðaskipti og leggja sitt mat á þau. Ætla mér ekki þá ósvífni að gefa því niðurstöðuna af þeim lestri.
Ég tek það fram að ég er ekki í Vantrú eða neinum félagsskap tengum trú eða trúleysi.
Gaman að þessari grein samt. Ég hló mikið, en sennilega á vitlausum stöðum.
Ég skal ekki plaga þig oftar á athugasemdakerfinu eða ræða nokkurn hlut við þig kallinn minn. Á það er fullreynt hvort sem er. Ég vill ógjarnan gera eitthvað píslarvætti úr þér. Þer gengur það ágætlega sjálfum.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 19:24
Jón Steinar. Þú ert ekki einn af varðhundum vantrúar, enda ræðir þú yfirleitt málin málefnalega og af skynsemi. Það gleður mig að þú hlóst. Mér var líka hlátur í huga á meðan ég skrifaði þessa grein, enda afar hamingjusamur maður.
Ef það er einhver sem ég vil að plagi mig í athugasemdum, þá ert það þú, þó að ég hafi ekki tíma eða nægilegan áhuga til að svara öllum þeim ágætu spurningum sem þú spyrð. Sumir plagarar eru verri og þeirra mun ég ekkert sakna.
Þó að ég velti fyrir mér muninum á siðgæði og siðferði, þýðir það ekki að ég hafi tekið mér ákveðna stöðu með öðru hugtakinu og gert lítið úr hinu. Reyndar tel ég að siðgæðishugtakið geti verið stórhættulegt, þar sem það er bundið afstæðum skoðunum, stefnum og straumum samfélags hvers tíma, en tel siðferðisvitund vera nokkuð sem okkur ber að rækta.
Vandinn liggur ekki í trúarbrögðum. Vandinn dvelur á miklu meira dýpi.
Virðing mín fyrir þér er ekki lítil.
Kveðjur góðar,
Hrannar
Hrannar Baldursson, 11.11.2010 kl. 19:39
Það er spurning Hrannar minn hvort þú ættir ekki halda "vangaveltum" þínum innan höfuðbeinanna, ef það er svona plagsamt að fá viðbrögð á þær svona á opnum vetvangi.
Ef þú tekur ekki afstöðu í vangaveltunum og ert bara að svona að kasta þessu fram, þá ættirðu að vera ánægður með að menn hjálpi þér með afstöðuna og ræði þetta með þér. Hvort sem það er vegna anna eða einhvers annars að þú lætur hjá líða að svara og taka þátt í umræðunum á drengilegan hátt, þá sé ég ekki pointið í þessum skrifum þínum.
Þetta er allt vert umræðu en þú ert einatt beðinn um að útskýra meiningar þínar án nokkurra viðbragða. Það upplifa menn sem dónaskap og stundum hirnar jú fólki í hamsi við slíkt. Viðbrögðim virðast líka markast af vitneskju þinni um félagskap eða sannfæringu viðkomandi, svo ekki ertu alveg hlutlaus í þessu.
Þú mættir eins gefa trúarnöttunum ofanígjöf fyrir að taka ekki þátt í umræðunni öðruvísi en að hrækja brígslum og ad hominemum framan í fólk af annari sannfæringu. Þar ertu augljóslega hlutdrægur, enda eru slík oftast smurð með skjalli um skrif þín án þess þó að ræða þau efnislega.
Lestu bara sjálfur. Ég er ekkert að segja þessa hluti út í loftið eða af einhverri óvild.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 20:57
Ég er sammála þér um afstæðni hugtakanna siðferði og siðgæði. Siðgæði er í mínum huga mælikvarði, eins og orðið felur í sér. (Gæði siða)
Siðferði er kannski meira fýsíkkt hugtak, eins og framferði, framkoma og markast af uppeldi innrætingu og reynslu. Siðferði lærist í gegnum orsök og afleiðingu að mestu. Menn fá að prófa hegðun sína og gera mistök, sem kalla fram slæm viðbrögð. Lygi, stulur, óheiðarleiki, feluleikur etc. kemur oftast í hausinn á fólki eða veldur með þeim óró og vanlíðan eins og leyndarmál gera oft. Fólk lærir og bætir vegu sína. Fólk játar brot sín jafnvel til að losna við sálræna áþján.
Ég tel afar ólíklegt að einhver skrifleg fyrirmæli komi í veg fyrir þetta og ef þú ert foreldri, þá veistu að stundum er árétting góðra siða oft hvati til að brjóta þá eða allavega ekki tekið mark á þessu fyrr en börnin hafa reynt á eigin skinni.
Þannig hefur þetta sennilega alltaf verið og löngu fyrir dogmatíska innrætingu. Foreldrar deila með börnum reynslu sinni um hvað hefur farnast vel í framkomu og hvað miður. Ef ekki, þá værum við sennilega ekki hér.
Hvað þetta aftur á móti kemmur við aðgangi misviturra klerka með súrrealískar anectódur og myndlíkingar að börnum á grunnskólastigi, sé ég bara alls ekki og fæ hvergi séð sýnt fram á að það sé til bóta.
Þú ert að mínu mati bara einn af þessum nytsömu sakleysingjum, sem trúir þessum fáránlegu fullyrðingumm um að ef kirkjan fær ekki að hafa frjálsar hendur um trúboð sitt, þá hverfi kærleikurinn og umburðarlyndið úr samfélaginu. Áttar þú þig á meglómaníunni sem í þessu felst?
Þú nærð ekki að skilja á milli þessarar tímaskekkju og þinnar persónulegu trúar af því að þú hefur verið skilyrtur þannig frá blautu barnsbeini. Það er á hinn bóginn megin ástæða barnelsku og ásóknar kirkjunnar. Þ.e. að viðhalda þessum varnarmekanisma.
Það er enginn að biðja um útrýmingu trúar eða útrýmingu kirkju og safnaða. Það dettur engin slík firra í hug, sem eitthvað hefur milli eyrnanna. Hvað þá að vantrúuðum sé svo uppsigað við kærleika og umburðarlyndi að þeir vilji helst losna við slíkt.
Þetta er í fullri alvöru málflutningur kirkjunnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 21:19
Egill Óskarsson, 11.11.2010 kl. 21:21
Ég hló allavega dátt Egill.
Þvílíkur kross að bera. Ég sá Hrannar fyrir mér blóðugan með tréð á herðum á leið upp Carl Johanns stræti. Snilldarlega máluð mynd hjá honum.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 21:44
Fyndin grein hjá Hrannari.
Fyrir mitt leyti hef ég bara gaman af að útlista hvað það er oft margt illa rökstutt, falskt, loðið og skrýtið í greinunum hans Hrannars. Greinarnar hans eru góð æfing í að sía útorðagjálfur til að sjá rökvillur og hlutdrægni. En þess á milli kemur hann með fínar hugleiðingar sem margir hafa gaman af.
Það skondna við Hrannar sjálfan er að hann getur aldrei viðurkennt að það sé neitt að því sem hann skrifar og því er ekki til neins að ávarpa hann sjálfan. Þess í stað verður maður bara að henda inn athugasemdum við skrif hans og spjalla við aðra bloggverja um þau, hafi maður áhuga á slíku.
Það er vitaskuld bara til marks um viðkvæmni hjá karlinum að fara að skrifa svona grein vegna þess eins að menn taka sig til að setja út á það sem lélegt er, en hrósa öðru. Því aldrei skammast Hrannar sín fyrir að þakka glórulaust hrós sem jámenn veita honum, en öll gagnrýni skal grátin með svona bægslagangi.
Það er bara gaman að þessu.
Komdu nú með nýja grein með einhverjum vangaveltum í, svo maður geti spreytt sig á að greina hana, í stað þess að vola svona, Hrannar. Þetta er bara skammarlegt.
Kristinn Theódórsson, 11.11.2010 kl. 21:51
Annars langar mig að hnykkja örlítið á þessu með siðgæði og siðferði ´´i samhengi þeirrar umræðu, sem þér þykir svo miður að kvikni af vangaveltum þínum.
Hent eru á loft hugtökum í þessari umræðu, sem virðastaðskilin og frábrugðin þessum grunnhugtökum, en þar á ég við "kristið siðgæði" (kristlegt) og "Kristð siðferði"
Þetta hlýtur að vera gert til aðgreiningar öðru siðferði eða siðgæðum. Það fylgir þó aldrei sögunni hvað skilur á milli í þessari flokkun. Þýðir þetta kannski að kristið siðgæi og siðferði sé ofar öðrum viðmiðum?
Kristið siðgæði, sem mælikvarði byggist væntanlega á handvöldum ritningarstöðum, sem komast fyrir á frímerki, en segir það eitthvað um gæðin? Eru þessi grunnprinsipp ekki einmitt í praksís alstaðar án tillits til flokkunnar? Ljúga, stela, etc.
Siðgæði og siðferði hljóta á endanum að ákvarðast af framkvæmdinni. Hvernig reglur og hvort og hvernig þær eru praktíseraðar. Ég get ekki fyrir nokkurn mun séð í því samhengi hvar kristnun þessara hugtaka veitir þeim forskot. Hvar kristnir hafa forskot á aðra í praksís. Mér sýnist jafnvel að kristnir séu að mörgu leyti gallaðri og brokkgengari hvað þetta varðar. Þarf raunar ekki annað en að líta á andsvör þeirra og athugasemdir þeirra til að staðfesta grun minn.
Hitchens kom oft fram með einhverskonar litmustest, sem enginn hefur viljað gangast undir enn, en það er eitthvað á þá leið að biðja fólk um að nefna einhverja dyggð eða góðverk hjá trúaðri manneskju, sem trúlaus manneskja væri í eðli sínu ófær um.
Hann hnykkir síðan á með því að biðja um þrjú dæmi um mannvonsku og illvirki, sem trúaðir hafi gert í nafni trúar og svo annað eins sem einhverjir hafa gert í nafni trúleysis. Það stendur raunar ekki á svörum þar og þú getur getið þér til um á hvorn vænginn hallast þar.
Þessum hugtökum er hent fram algerlega án skýringa og rökstuðnings um hvað gerir þau trúarleg umfram annað. Soundbite endurtekin ad nauseum í þeim eina tilgangi að gera lítið úr trúlausum eða fólki af annari sannfæringu; án þessara stofnanna utan um þessar fáu þumalfingursreglur réði upplausn og anarkí þar sem við værum að kopúlera á hverju götuhorni eins og hundar, myrðandi og rænandi.
Þetta er verulega stuðandi og móðgandi og það þýðir ekkert fyrir þig að gera þér upp undrun eða píslarvætti vegna viðbragða við þessu.+
Það eitt að segjast hafa höndlað sannleikann og vera réttlættur umfram aðra er háborin vanvirðing og hroki gagnvart saferðamönnum sínum og fólki ofbýður slíkt.
Ég tel þig vel gefinn, en þú ert heilaþveginn. ÞAð leynist engum sannfæring þín. Hún hefur marg oft komið fram og ekki rlegt af þér að segja að fólk sé að krefjast þeirra upplýsinga. Það er hlægilegt og aumkunarvert.
Ef markmið þitt er að verja Kristindóminn þá komdu hreint út og gerðu það. En ekki ætla að við sitjum þegjandi hjá garði ef örlar á þeim hroka og yfirlæti í garð annarra, sem kristnir sýna í þessu samhengi.
Staðreyndin er sú að það er enginn munur á framferði eða siðferði trúaðra og annarra og því spyr maður sig. Þarf trúarbrögð?
Ég held raunar ekki. Það geta verið stofnanir og samkomustaðir þar sem fólk leitar samhyggðar og ber saman og skerpir góð gildi, en að ætla sér að troða sjálfsréttlætingu sinni ofan í kokið á öllum og helst með formerkjumhugmynafræðilegra heimsyfirráða er gersamlega ólíðandi framferði; eða eigum við að segja siðferði?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 23:05
Athyglisverður pistill þar sem mörgu skemmtilegu er blandað saman.
Sérstaklega hjó ég eftir því um þetta að trúlausir væru eltandi trúfólk sem væru eiginlega bara með vangaveltur og þeir ættu helst að þeigja þar til þeir gætu komið út úr´sér sannleikanum.
Kristindómurinn er óverjandi og ég vildi bara að ég gæti staðhæft þetta í nógu mikilli auðmykt. Að ég segi það vegna þess að það eru engar afsakanir til fyrir kenningunum, frekar enn sannleikanum um flata jörð.
Að ræða kristindóm við íslendinga er eins og að reyna að biðja yfirvöld í Pakistan að þyrma lífi konu sem guðlastaði. Hún verður hengd og það vita næstum allir þar í landi að þetta er sannleikurinn sem talar.
Og viðhorf fólks sem hefur náð að verða háð fílósófíu ser til trausts er byggð á sama grunni. Íslensk kristni er ekkert hættuleg lengur, nema fyrir börn að sjálfsögðu.
Hún er mest hvimleið, að mínu mati ekkert tengd Guði frekar enn símaskráinn eða sagan um Hróa Hótt.
Kristni og önnur trúarbrögð hafa tafið andlega þróun mannsins með skelfilegum afleiðingum, eða er þetta allt vitleysa í mér?
Ég ætti kanski að fara að lesa Biblíunna, banka og dyr og frelsa fólk á færibandi. Trúa öllu sem þar stendur og fara að safna fyrir verkjastillandi til að taka með sér í eilifðarloganna. (Veit einhver hvað eilífð er margir mánuðir?)
Að vitna í hvað kirkjur geta verið fallegar og að maður eigi að virða heilaga hluti, er elstar trixið í bókinni. Með þessari aðferð hafa prestar haldið völdum í þúsundir ára. Það er ekkert ekta við kristindómin og því fyrr sem fólk skilur það, því betra fyrir það sjálft.
Enn ég trúi á Guð.
Óskar Arnórsson, 11.11.2010 kl. 23:50
Það er ekki hægt að segja annað en þú framkallir tilfinningaleg viðbrögð hjá trúlausum Hrannar. Jón Steinar láttu ekki svona að segja Hrannar vera heilaþveginn og "sakleysing". Hann hlýtur að mega velta hlutunum fyrir sér án þess að fá yfir sig dónaskap. Og þótt Hrannar væri einhver sérstakur verjandi kristinna (sem hann er ekki eins og hann hefur margoft sjálfur bent á) þá væri það bara allt í lagi svona sem eðlilegt mótvægi við trúleysisblogg (nokkurn veginn daglegir pistlar frá Hjalta og annan hvern frá Kristni). Mér er fyrirmunað að skilja ofsafengin viðbrögð ykkar vantrúarstrákanna gagnvart Hrannari. Þegar menn eru farnir að nefna menn ítrekað ónöfnum og gera lítið úr viðmælandum er orðið lítið um rök ekki satt? Er ykkuur algerlega fyrirmunað að eiga siðuð skoðanaskipti við Hrannar?
Guðmundur St Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 00:05
Jæja, rennum yfir þessa grein til gamans og sjáum hvort leynist í henni hálfkveðnar vísur og misvísandi skilaboð.
Hrannar gerðu nú fleira en það. Hann gaf sér að fólkið á Þjóðfundinum gerði sama greinarmun á siðgæði og siðferði og hann sjálfur var að brydda upp á. Í framhaldi kom hann með þá langsóttu ályktun að orðnotkunin í niðurstöðunum bentu til þess að fólk væri þreytt á umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju.
Ég benti honum góðlátlega á að þetta væri langsótt ályktun. En hann nennti ekki að svara öðruvísi en að benda mér á að hann sæi heiminn öðrum augum en ég. Síðan er hann að kvarta yfir gæðum samræðna!
Matti kom með stuttar hnitmiðaðar spurningar sem Hrannar hefði getað svarað ef hann vildi. Þess í stað klappaði hann vinum á bakið.
Ég er nú bara fulltrúi sjálfs mín á þessum vettvangi og er ekki í Vantrú.
Hrannar var ekki sakaður um óheiðarleika fyrir að "velta hlutunum fyrir sér", heldur fyrir hluti eins og að gangast ekki við orðum sínum, fyrir útúrsnúninga og fleira í þeim dúr.
Annars vitaskuld merkilegt að Hrannar skuli álíta sín eigin skrif vera vangaveltur sem enginn þurfi að taka til sín, en álit annarra á þeim vera árásir, en ekki vangaveltur sem hann þurfi ekkert að taka til sín.
Klassískt Hrannarssvar við svona nokkru væri eitthvað eins og: "ásökunum þessum botna ég ekkert í, þar sem fiðrildi virðist vera sakað um að flökta í stað þess að sveima eins og örn. Hvar er sökin þar?"
Hann á gott með sleggjudómana hann Hrannar. Kallar menn "varðhunda" og gefur sér að þeirra viðhorf geti ekki verið skynsamlegra en hans og gefur sér að menn "fatti ekki" einfalda hluti ef þeir fjalla ekki um þá á sama hátt og hann gerir sjálfur. Er þetta ekki m.a. það sem Hrannar er að kvarta yfir í fari "varðhundanna"? Stundum sjá menn bara ekki bjálkann í eigin auga.
Að hafa einhverja ósannaða skoðun þarf ekki að vera það sama og að trúa vísvitandi einhverju sem vitað er að er ósannað. Slíkt er hugsanlega önnur tegund trúar og því vel hægt að gera þarna greinarmun á. Þegar Hrannar fjallar um svona hluti eru það vangaveltur, en ef einhver veltir vöngum og fullyrðir annað en hann, þá er það yfirgangur. Enn er Hrannar ekki að sjá bjálkann.
Vissulega er allur gangur á þessu og sumt miður gott. Það má þó deila um það eins og annað hvort rökstuddar langlokur mínar t.d. eða afvísandi orðagjálfrið hans Hrannars sé betra dæmi um hvernig samræður ættu ekki að fara fram.
Nú veit ég ekki hvort ég er annar þessara tveggja manna, því það kemur ekki alveg skýrt fram, en gagnrýni mín á málflutning Hrannars hefur öll verið rökstudd og útlistuð. Auk þess er ég alltaf tilbúinn að útskýra afstöðu mína betur ef hún þykir óljós, svo það mætti einfaldlega segja að Hrannar þoli hreinlega ekki mótlæti, að þessi skrif séu lýsandi fyrir það eitt að hann vilji bara fá að útlista óljósar skoðanir sínar í friði og að einungis jákór komi þar að málum. Vilji Hrannar að ég geri ekki athugasemdir við skrif hans virði ég það að sjálfsögðu við hann og hef mig á brott undir eins. Hann þarf bara að segja það berum orðum og það verður niðurstaðan.
Hrannar kallar vangaveltur sínar sakleysislegar þótt þær innihaldi stundum einkennilegar langsóttar ályktanir, aðdróttanir, dylgjur og skrýtna undirtóna sem hann fæst ekki til að svara fyrir þegar hann er spurður. Kannski ber Hrannar bara ekki skynbragð eigin skrif og sér þau alltaf sem rósrautt koddahjal við elskendur sína á blogginu. Hver veit. En sé það haft í huga hvað hann er duglegur við að halda því fram að öll álit séu gild og engu hægt að slá föstu, þá getur hann eiginlega heldur ekki slegið því föstu að hans mat á greinum hans sé það besta, kannski ætti hann að fagna álitsgjöf annarra - hversu hvöss sem hún kann að vera.
Þessar dylgjur og nafnaköll eru áhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess að hann segist skrifa þetta brosandi með sjálfum sér. Á hann þá ekki að taka dylgjum og nafnaköllum fagnandi, fyrst hann leyfir sér slíkt sjálfur og hlær góðlátlega yfir?
En öll þessi skrif mín eru einmitt hugsuð sem tilraun til að vekja Hrannar og aðra til umhugsunar um efnið. Samræður. Ein afstaða gegn annarri. Þeir hér sem kalla það ofstopa að benda á vankanta á málflutningi og leggja til aðrar skýringar með rökstuðingi, virðast bara ekki hafa gaman af öðru en letilegu jammi.
(set alltaf einn svona neðst á þessu eina bloggi, svo menn muni að brosa)
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 00:06
Góð grein og teiknimyndaserían um stærðfræðitrúleysingjann er snilld.
Ég legg til að næsta grein þín fjalli um einelti á blogginu, sem ég tel að þú hafir orðið fyrir. Tel að þú sért vel til þess fallinn þar sem þú reynir að skoða málin frá mörgum hliðum, ólíkt rörsýnarliðinu sem heldur upp i árásum á þig og ýmsa fleiri.
Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 00:09
Geturðu útlistað í hverju einelti felst og hverjir hér eru sekir um það, Theódór Norðkvist? - sem átt nú ekki flekklausan feril frekar en aðrir.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 00:15
Guðmundur St. segir:
Hvaða skoðanaskipti hafa ekki verið siðuð? Hrannar hefur lýst yfir ánægju með Jón Steinar. Matti hefur bara spurt stuttra spurninga og Dokksi er bara eins og hann er. Ég hef síðan útlistað í löngu máli það sem ég tel vanta upp á í málflutningi Hrannars og hvergi fullyrt neitt ljótt um hann, heldur aðeins velt vöngum.
Ég held að samskiptin hafi bara verið þræl-siðuð, en hér er einhver viðkvæmni í gangi sem verður að umræðu um einelti og ofstopa.
Af hverju haldið þið að það stafi?
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 00:28
Ég tel það vera einelti sem Hrannar varð fyrir. Hvort það var skipulagt eða ekki er ég ekki viss um, en treysti Hrannari til að meta það fyrir sjálfan sig hvort hann telur sig hafa orðið fyrir því.
Ég segi bara menn skrifa ekki svona greinar þar sem þið vantrúarfélagarnir (er ekki að tala um félagið sjálft) eruð kallaðir varðhundar, nema þeim sé brugðið vegna þess sem þeir hafa orðið fyrir.
Hvar hef ég stundað einelti? Jú ég hef verið harðorður í garð ykkar trúleysingja allavega sumra, en er það einelti þegar einn maður ræðst gegn mörgum? Ég tel þau orð ekki hafa verið án tilefnis.
Ef það eru einhver sérstök orð sem hafa farið fyrir brjóstið á þér máttu gjarnan nefna það.
Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 01:07
"Af hverju haldið þið að það stafi?" spyr Kristinn.
Hmmmm ... Kannski af því að þið Vantrúarmenn* hafið gert ykkur margseka um einelti og ofstopa í gegnum árin gagnvart trúuðu fólki og þeim sem andmæla málflutningi ykkar?
*Já, já, ég veit að sumir ykkar eru ekki í Vantrú en ég flokka ykkur með félagsskapnum alveg eins og sjálfstæðismaður er flokkaður með Sjálfstæðisflokknum þótt hann sé ekki skráður í flokkinn.
Grefill, 12.11.2010 kl. 01:09
Hvað efni greinarinnar varðar þá finnst mér það að mörgu leyti ágætt ef talsmenn trúleysis skemma fyrir sinni afstöðu með ofstopa, því ég tel vantrúna vera mannskemmandi. Ég er að gera það af umhyggju að skrifa til að menn losni úr þeim greipum.
Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 01:09
Ég telst víst í hópi "vantrúaðra" eins og sagt er, þótt ég vilji frekar kalla þetta "að vera laus við trú á hvers kyns guði" (langt og óþjált reyndar). En þessi svokölluðu "skoðanabræður" mínir hér - mikið asskoti eru þetta leiðinlegir menn upp til hópa. Þar fer Jón Steinar fremstur í flokki - talandi niður til viðmælandans og reynir að vera fyndinn á hans kostnað til að gera lítið úr honum. Ojbjakk...
Sveinn (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 01:42
Það er ákveðinn ofstopi falinn í því að sitja fyrir trúarumræðum í slíkum hjörðum að greinarhöfundar verði að eyða mörgum klst. til að verja eigin hugleiðingar sem eru kannski frekar sakleysislegar og fjarri því nokkrum manni skaðandi.
Sértaklega finnst mér leiðinlegt að sjá vel gefna og vel ritfæra menn eins og Jón Steinar og Kristinn hjakka í því daginn út og inn að sýna vitsmunalega yfirburði sína með síendurteknum flugeldasyningum fyrir blinda kálfa.
Við hin hugsum, hvaðan kemur orkan og eru þeir atvinnulausir og díla svona illa við það? Hvaðan kemur uppspretta síendurtekinnar árasargirni sem er ætlað að staðfesta yfirburði hinna vantrúuðu, dag eftir dag.
Manni er bara spurn.
Menn kunna að þræta fyrir að vera árásargjarir en hitt liggur alveg fyrir að trúað fólk skynja sem réttur þeirra til frjásrar trúhugsunar sé véfengdur.
Er það framkoma sem fyllir Jón Steina og Kristinn stolti? Var það tilgangurinn og er smá smuga að það megi beita þroskaðri aðferðafræði í skrafi um trúmál? Telja þeir að framkoma sín hafi aflað trúlausu fólki fylgis svo einhverju nemi og geta þeir staðfest að svo sé.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 01:43
Sveinn, það er ánægjulegt að það taka ekki allir trúlausir undir ofsann í þessum mest áberandi skriffinnum og hafa jafnvel andstyggð á honum.
Rétt að ítreka þetta, að ekki eru allir trúleysingjar undir sama hatti hvað þetta varðar, frekar en allir trúaðir séu barnaníðingar.
Hef enda lengi haft á tilfinningunni að þetta sé mjög þröngur hópur sem gengur fram með svona offorsi.
Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 01:55
Guðmundur: Kannski er orðnotkun mín í einni málsgrein full dæmandi, en mér datt ekkert annað í hug til skýringar þessum díalog Hrannars. Blammeringar hans um geðbilun vantrúaðra eru nú ekki beint fallnar til að kalla fram eitthvað koddahjal er það?
Trúarafstaða hans er öllum löngu ljós og víst hefur hann viðurkennt hana. Þarf eitthvað að fara í grafgötur með það?
Finnst þér ég annars ekki reyna að vera málefnalegur og ræða vangaveltur hans? Ég legg mig fram við að plægja framhjá öllu kjaftæðinu um umræðuna sjálfa og hala mig við efnið, sem varð kveikjan að skrifunum.
Finnst þér innlegg Theodórs og Grefilsins vera til fyrirmyndar eða vitræn á nokkurn hátt? Það er elltaf sami söngurinn og aulagangurinn. Fórnarlömb vondu trúleysingjanna sem voga sér að leggja orð í belg. Er þetta svona Man U / lLiverpool dæmi fyrir þér?
Þú fyrirgefur. Ég bara botna ekkert í þessari móðursýki. Ég ræði málin ítarlega við Hrannar og þú skannar textann til að finna eitthvað sem réttlætir heilaga hneykslan þína.
Það er kannski betra að ég leyfi ykkur að hafa þetta vefvæði undir skjall og mæringar ykkar á meðal. Kannski nær þetta jafnvel góðu flugi með Christian glitter og alles.
Þá verður nú kátt í höllinni.
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 01:56
Ekki fara Jón. Við elskum þig öll, bara ekki í því magni sem þú mælir sjálfur með
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 02:04
Ég þekki fullt af trúleysingjum sem er nákvæmlega sama hverju aðrir trúa eða trúa ekki.
Vantrúarmenn (Kiddi, Matti, Hjalti) ásamt smá aðstoð frá Jóni R og DrE og fleirum, eru í vanheilagri krossferð á blogginu.
Þeir sérhæfa sig dálítið. Kiddi skrifar oft fínar greinar, en er stundum óendanlega þrasgjarn sem er kostur ef þú ert í stuði til að tuða. Kiddi skrifar líka oft árásir á málflutning presta, en Hjalti sér samt aðallega um þá hlið enda síðan hans ein ormagryfja.
Hjalti kemur oft með einfaldar spurningar á öðrum bloggum, þar sem hann heldur að höggstað sé að finna á málflutningi viðkomandi en lætur samt aldrei greindarskort aftra sér í því að koma með háfleygar semi-fræðilegar yfirlýsingar.
Matti kemur inn með stirðbusaleg skot annað slagið en virkar oft afar ókurteis og hrokafullur. Hann á það til að taka fólk fyrir á eigin heimasíðu.
Jón R er orðin sníkjubloggari (hefur lokað eigin bloggi) og á það til að koma með margar athugasemda-langlokur í röð sem margir gefast upp á að lesa og gerir þræðina leiðinlega. Hann er líka oft óheflaður og hvatvís.
DrE er auðvitað toppurinn á "varðhunda" genginu nema að hinum varðhundum finnst oft nóg um. Kosturinn við hann er að hann er stuttorður.
Hér að ofan hafa nokkrir gert athugasemdir sem eiga um sárt að binda eftir gengið. Grefill var flæmdur burtu af blogginu, Gylfi G fékk á sig atvinnuróg og nú kvartar þú Hrannar yfir atganginum í þessum piltum.
Ég hef skrifað blog um vantrú mína á vantrú og málflutningi þeirra, Það hafði lítið að segja en þeir komu þar samt allir til að kveða mig í kútinn, rétt eins og er að gerast hérna.
Nú verð ég að fara í bloggfrí. Mér verður ekki vært hérna eftir allar þessar Ad hominem villur hjá mér :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2010 kl. 02:41
Til að það komi fram: þá hef ég áhuga á að fylgjast með umræðunni á eigin bloggi og er þakklátur þeim sem nenna að ræða málin hérna. Ef ég væri sár þeim sem gagnrýna mig frekar en mínar skoðanir á einhvern hátt myndi ég þurrka út athugasemdir þeirra. Þess í stað finnst mér afar áhugavert að velta fyrir mér hvernig viðkomandi koma málum frá sér.
Vissulega er það slæmt þegar fólk upplifir einelti á bloggi, og verður að meta hvert dæmi fyrir sig. Sumir eru viðkvæmari en aðrir.
Ég vildi bara óska þess að ég hefði meiri tíma til að greina umræðuna sem birtist hér, en þarf því miður að stökkva á hjólið innan fárra mínútna og koma mér til vinnu og á meðan ég sit að störfum skoða ég ekki eigið blogg, enda er það aðeins eitt af áhugamálum mínum.
Ég er ykkur öllum þakklátur fyrir þátttökuna, sérstaklega varðhundum vantrúar, sem hafið á eigin hátt fyllt grein mína af merkingu.
Það er dæmi um ad-hominum að ráðast að einstaklingi frekar en málefninu. Það má finna ýmis dæmi um slíkt á athugasemdum þessarar síðu, og væri huganslega þarft verkefni að greina hvar það kemur fyrir.
En nóg um það. Verð að skella mér á reiðfákinn.
Kær kveðja,
Don Breiðholt
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 06:40
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 07:10
Jólasveinninn vs. guð Calvin & Hobbes eru mínar uppáhalds teiknimyndapersónur
En mikið vildi ég óska að sumir bloggarar hefðu aðeins harðari skráp. Það gerist allt of oft að bloggari skrifar grein um eitthvað (oftast trúmál samt, enda "viðkvæmt" mál), er gagnrýndur, og skrifar fljótlega aðra grein þar sem hann kvartar yfir mannvonsku gagnrýnenda sinna og skerðingu á málfrelsi.
Gagnrýni er ekki sama og skerðing á málfrelsi. Þú hefur líklegast rekið augun í fréttir frá Pakistan, þar sem kristin kona hefur verið dæmd til dauða fyrir guðlast, og trúlaus Pakistani fær að öllum lífstíðarfangelsi fyrir að halda úti bloggsíðu um trúleysi. Þetta tvennt eru góð dæmi um öfgar og málfrelsisskerðingu. EKKI hin saklausa gagnrýni sem fer fram á íslenskum bloggsíðum.
Kæru bloggarar, gyrðið upp um ykkur og snýtið ykkur vandlega. Hættið að væla yfir "varðhundum", "öfgasinnum", "einelti" og særðum tilfinningum. Geltið frekar á móti og verjið málstað ykkar með föstum rökum! Hættið þessari viðkvæmni, lesið vandlega það sem gagnrýnendur ykkur segja og komið með mótsvar. Þetta heita rökræður. Leikskólaárin eru búin.
Rebekka, 12.11.2010 kl. 07:19
Guð minn góður, strákar! Getið þið vælt meira?
Endilega haldið áfram að gráta og snökta utan í hverjum öðrum. Það blasir þá við hversu illa í stakk búnir þið eruð til að verja orð ykkar - sem er vitaskuld dálítið dapurlegt.
Ef þið væruð nú færir um að sjá hvað þið eruð samdauna trúarlegum dylgjum og dónaskap sem tíðkast í þessu samfélagi, þá hefðuð þið e.t.v. ekki lyst á að láta svona. Sem dæmi má nefna sorann sem Theódór Norðkvist leggur fyrir land og þjóð hér og þar um netið, allt í nafni trúar hans á fegurð kristninnar.
En ég skal ekki trufla tárasamkomuna.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 07:30
Ágæti Hrannar, það hlaut að koma að því !
Í gær var ég að hugsa hvernig þú gætir umborið allt þetta orðafargan og hártoganir. Hafði bara miklar áhyggjur af þér vegna þessa.
Það er gott að þú skulir hafa blásið út og sagt - hingað og ekki lengra -
Bestu kveðjur frá Hafnarfirði.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 12.11.2010 kl. 09:16
Hvað er eiginlega að þessum varðhundum strámanna og hopp-og-skopp rökræðu?
Af hverju talar Hrannar um gagnrýnendur kirkju og trúar sem grimma erni þegar þeir eru rökföst og málefnanleg fiðrildi?
Skeggi Skaftason, 12.11.2010 kl. 10:30
Þú heldur ekki haus þegar þú talar um trúmál Hrannar; Bara sorry en þetta er að skemma fyrir þér, alveg rosalega.
Þó svo að það komi einhverjir krissar og styðji skrif þín, þá gerir það málið bara enn vandræðalegra fyrir þig.
Ég er ekki að gera varðhundaárás á þig, bara vinsamleg ábending; Að auki er það mikill óheiðarleiki að blása upp og styðja við fyrirbrigði eins og trúarbrögð, er eiginlega hámark óheiðarleikans
doctore (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 10:30
Kristinn; þú talar um að fólk eigi að verja orð sín, -það sem margir vantrúaðir hér virðast vilja er að rökræða um trúna- en það er í raun ekki HÆGT að rökræða um trú hvers og eins, annaðhvort trúirðu eða ekki. Trú er sannfæring hjartans. Ef þeir vilja að trúaðir aðilar eigi að fara að vera meðvirkir og verja biblíumenn eins og Abraham því hann átti að fórna synis ínum - Davíð fyrir að drepa mann konunnar sem hann vildi eiga- ofl. þá er það frásinna. Enda eru menn biblíunnar - ekki Jesús sem kristnir menn trúa á. Það er til fullt af virleysingum sem þykjast boða kristna trú en eina sem þeir gera er að vinna henni skaða með hegðun sinni og hroka. En svo virðast líka vera vitleysingar á öllum sviðum í mannlegu samfélagi ... margir t.d. á moggablogginu...
Adeline (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 10:32
Adeline
Margir trúmenn halda því sjálfir fram að trú þeirra sé rökrétt og verjanleg. Það verður því rökrætt af þeim sem það vilja.
Fullyrðingar Hrannars eru síðan ekki allar trúarlegar, hann tekur bara sjaldnast á málefnalegri gagnrýni hvort heldur sem er.
Vilji menn ekki rökræða þurfa þeir ekki annað en að segja það, þá held ég mig a.m.k. til hlés.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 10:48
Ég hnoðaði saman smá hugleiðingu um þessi mál og ólátabelginn Norðkvist handa ykkur: Aðeins um frelsislindina hans hr. Norðkvist
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 11:13
Kristinn: ég skoðaði glaðhlakkalega grein þína, og er ekki frá því að þú sért ansi nálægt einelti þarna, en einelti er ekki hlutur, heldur fyrirbæri sem skilgreint er út frá upplifun þess sem fyrir því verður.
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 15:34
Ég er ekki sammála því að einelti sé skilgreint út frá upplifun þess sem fyrir því verður. Slík skilgreingin gæti orðið ansi mikil froða að ég held.
Einelti á Regnbogabörn.is:
Hef ég endurtekið eða viðstöðulaust áreitt Norðkvist? Nei. Hann hefur auk þess sjálfur lýst því yfir að það sé í lagi að vera "harðorður" ef menn "tel[ja] þau orð ekki hafa verið án tilefnis. Ég tel mig hvorki hafa verið harðorðan né sagt eitthvað um hann án tilefnis.
En ég er sem sagt ansi nálægt einelti þarna að þínu mati, Hrannar. Ertu þá ekki ansi nálægt því sjálfur með því að gera mig m.a. að því er virðist að umfjöllunarefni þessarar greinar hér?
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 16:32
Skilgreining Vinnueftirlitsins á einelti er betri:
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 16:46
Það er fólk í landinu sem er illa farið af einelti. Foreldrar hafa misst börn sín vegna eineltis. Hvernig væri, Hrannar, að hætta þessu væli og hætta að vanvirða hugtakið einelti? Ef þú ert svona viðkvæmur fyrir skoðunum annara þá geturðu einfaldega tekið fyrir athugasemdir við færslur þínar. Það hefur mikið verið rætt um samskipti Vantrúar og Gylfa Gylfasonar og hefur Gylfi víst verið mikið fórnarlamb í því öllu saman. Hann vílar samt ekki fyrir sér hér fyrir ofan að vera með persónulegar aðdróttanir um vinnuhag manna.
Ég held að þessir "varðhundar" eins og þú kallar þá séu svona beittir einfaldlega vegna þess að þeir hafa staðið í skrifum við raunveruleikafirrta trúmenn í langan tíma. Þar er ég að tala um menn sem líta á Biblíuna sem einhvers konar sannindi.
Sannkristnir velja sér hluta úr biblíunni til að réttlæta eigin fordóma. Þannig hefur t.d. forstöðumaður Krossins alið á fordómum gegn samkynhneigðum á meðan hann lítur fram hjá öðrum lögum biblíunnar (eins og t.d. lög um hjónaskilnaði). Biblían og kristin trú hefur aðstoðað hópa á borð við K.K.K og nýnasista við að breikka stuðningshóp sinn.
Ég held að ef menn ætla að ræða siðgæði og siðferði af einhverri alvöru þá ættu þeir ekki að bendla trú inn í þá umræðu.
Ég vil svo taka fram að ég er ekki í Vantrú og þekki engan sem er í Vantrú :)
Pétur Harðarson, 12.11.2010 kl. 16:52
Ég get varla talist vera að gera neitt af þessu með því að fjalla um orð sem Norðkvist segist standa keikur við að séu sönn og réttlætanleg - eða má ekki annars skilja það af honum?
En auðvitað má honum gjarnan finnast þetta pínulítið óþægilegt, allavega nægilega svo til að leiða hugann að því hvort hann sé ekki einfaldlega sjálfur með ofstopa. En það er tæpt að kalla það tilraun til að valda vanlíðan.
En hvað með þig, Hrannar, ertu ekki ansi nálægt þessu sjálfur með því að gera mig m.a. að því er virðist að umfjöllunarefni þessarar greinar hér og nota um mig niðrandi orð og gera mér upp öfgafullar skoðanir sem ég hef ekki, sbr. það að vera á móti tjáningarfrelsi.
Ef við ætlum að fara að kasta til höndunum við notkun orðanna einelti og ofstopi, þá hljóta þau líka að eiga við um þig sjálfan að mér sýnst.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 16:59
Kristinn: Hafi ég á einhvern hátt sært þig með mínum skrifum bið ég þig afsökunar. Það er ekki ætlun mín.
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 18:01
Pétur: Það litla sem ég hef skrifað um einelti í þessum athugasemdum var tilraun til að skilgreina hugtakið. Vissulega hlýtur fjöldi fólks mikinn skaða af einelti og dettur mér ekki í hug að gera lítið úr því. Hins vegar getur einelti verið alvarlegt sama á hvaða formi það er og sama hvernig því er miðlað.
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 18:04
Sigurður Herlufsen: Ég er nokkuð slakur yfir þessu, en undrandi enn sem áður yfir gái varðhundanna.
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 18:05
Hrannar, góður pistill að vanda og ekki ástæðulaus. En svo virðist sem ástandið hér á þinni eigin síðu sé orðið jafn slæmt og þú hefðir hætt þér inn á yfirráðasvæði varðhundanna.
Það gerði ég. Dæmi um móttökurnar: "Þú geltir hér hrækir spýtir og snýrð útúr eins og smákrakki í frekjuflogi" og "...þú og fólk af þínu tagi er mér algjör ráðgáta". Þessi voru viðbrögðin við einfaldri spurningu minni um "hver væri ímynd trúlausra?" sem hinn orðprúði hafði nefnt í innleggi á undan.
Rebekka #26 hér að ofan ráðlagði okkur að gelta á móti. En það verður okkur erfitt ef okkur er ekki slíkt gelt tamt. Ætli við þurfum að tileinka okkur aðferðir "the bullies in the schoolyard"?
Kolbrún Hilmars, 12.11.2010 kl. 18:57
Hér er umræðan sem Kolbrún vísar til. Þar segir Kolbrún sjálf að hún hafi verið að "ögra" viðmælendum sínum. Það skýtur því skökku við þegar hún kemur hingað og kvartar undan viðbrögðunum.
Hrannar hefur skrifað það oft með neikvæðum hætti um mig og aðra trúleysingja að það jaðrar við einelti ef við notum skilgreiningu hans.
Matthías Ásgeirsson, 12.11.2010 kl. 19:04
Matthías, ég féll á merkingarfræðinni þarna og viðurkenni það að annað sagnorð hefði átt betur við. Ekki síst þegar ég mátti búast við að allt mitt mál yrði tætt og krufið eins og raunin varð. En þú viðurkennir semsagt að viðbrögðin hafi verið réttlát???
Við Hrannar eigum það sameiginlegt að vera meira í pælingum en trúarsannleika og hvorugt okkar er að berjast fyrir neinu öðru en tjáningarfrelsi.
Kolbrún Hilmars, 12.11.2010 kl. 19:29
Kolbrún. Vantrúarúlfarnir taka öllum spurningum eða beiðnum um útskýringar sem til þeirra er beint sem árás. Það er í raun ekkert hægt að "ögra" þeim því þeir eru hvort eð er alltaf tilbúnir að ráðast á alla sem eru ekki sammála þeim í einu og öllu og berja þá niður í svaðið.
Móttökurnar sem þú fékkst hjá Jóni Steinari efir að hafa beðið hann um nánari útskýringu á orðum hans um "ímynd trúlausra" voru dæmigerðar um þann ofstopa, hroka, heimsku og taumlaust æðið sem býr í þessum mönnum og rennur á þá við minnsta tilefni.
Og hann Matti hér fyrir ofan ... hann er ekki viðræðuhæfur, svo sannfærður er hann um að allir (nema hinir vantrúarúlfarnir) séu "out to get him", sama hvað sagt er við hann.
Auðvitað eiga þessir menn bara bágt ... en ástæðan fyrir því að það má ekki láta þá í friði er að þeir ganga lausir um netheima og finna sér bara ný og ný fórnarlömb um leið og þau síðustu hrökklast frá. Þá er nú betra að við sem erum farin að þekkja þetta lið og viðbrögð þeirra haldi þeim við efnið.
Það er auðvelt því þeir æsast upp við minnsta tilefni.
Og ég lít þannig á að á meðan ég er að atast í þeim og er farinn að kunna upp á tíu að fá þá alla til að froðufella upp á háa c-ið þá hafa þeir minni tíma til að ráðast á annað fólk, til dæmis börnin okkar.
Grefill, 12.11.2010 kl. 19:31
"Hrannar hefur skrifað það oft með neikvæðum hætti um mig og aðra trúleysingja að það jaðrar við einelti ef við notum skilgreiningu hans." Matthías Ásgeirsson
Heyrðu Matthías. Ég veit ekki einu sinni hver þú ert.
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 19:53
Kolbrún. Ég sé þetta á sama hátt. Það er nefnilega hægt að troða á tjáningafrelsi hátt með þeim yfirgangi sem við höfum til dæmis séð á þessari bloggsíðu í dag.
Það er töluvert um það að farið sé í manninn frekar en boltann, sjálfsagt þar sem enginn dómari er á svæðinu.
Grefill: ég vorkenni varðhundum vantrúar líka, en hinum vantrúuðu fiðrildum vorkenni ég ekki neitt, og held þeir hafi það bara gott.
Hrannar Baldursson, 12.11.2010 kl. 19:56
Fiðrildin eru fín, enda ekkert að æsa sig yfir annarra manna skoðunum og ráðast á engan.
En eymingja úlfarnir. Nú eru þeir allir að missa sig.
Grefill, 12.11.2010 kl. 20:02
Ætli það sé ekki kominn tími til þess að útiloka varðhundana?
Við þurfum ekkert að vera dónaleg við þá, bara segja "sama og þegið" ef þeir heimsækja okkar bloggsíður og leyfa þeim svo að hallelúja sjálfa sig á sínum eigin síðum.
Ef þeir óska eftir vitrænum og kurteisislegum viðræðum á öðrum bloggsíðum - ja, þá mætti endurskoða málið.
Kolbrún Hilmars, 12.11.2010 kl. 20:23
Vandamálið er það að um leið og maður lætur þá í friði þá finna þeir sér bara ný fórnarlömb til að lúskra á, níða og niðurlægja. Það er mín reynsla alla vega.
En auðvitað má manninn lengi reyna og auðvitað er maður alltaf að vona að þessir menn hætti þessum stanslausu árásum á trúað fólk og aðra með önnur sjónarhorn en þeir hafa.
Gerðu þeir það, þá léti maður þá í friði.
En á meðan þeir halda uppteknum hætti þá verður maður að mæta þeim. Ég vil ekki sjá að þessum mönnum takist að draga fleiri út í eineltið og ofbeldið með sér en þeir hafa þegar gert og mun berjast á móti því meðan ég get.
Grefill, 12.11.2010 kl. 20:56
Styð þig í þessu, Grefill.
Hélt reyndar að þessir fuglar myndu láta sér segjast eftir yfirhalninguna sem þeir eru búnir að fá á þessum þræði, því maður var hálfpartinn farinn að vorkenna þeim.
Ég ofmat greinilega dómgreind þeirra. Kristinn sýndi mér þann heiður að helga mér sérstaka færslu og fékk auðvitað jábræðurna í hrönnum með athugasemdir. Er hægt að kalla þetta einbeittan brotavilja?
Tek eftir því að þótt blogg Kristins, Matta og Hjalta séu ofarlega á listum eru það nánast eingöngu jábræður sem setja athugasemdir. Aðrir sennilega búnir að gefast upp á þeim. Nema Grefillinn en það er í jákvæðum tilgangi.
Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 21:11
Já, það er taktík hjá Kristni að þegar hann er kominn í vandræði á öðrum bloggum þá skrifar hann sína eigin grein og reynir að fá alla yfir á sitt blogg eins og hann gerir hér fyrir ofan. Hjörðin fylgir í kjölfarið.
Þar ræður hann nefnilega öllu og getur strokað út þau ummæli sem fara mest í taugarnar á honum og svo lokað á þá sem bíta hann fastast til baka. Það hefur hann margoft gert gagnvart mér.
Ég er mjög feginn að á þessum nýja þræði sínum þar sem Kristinn er að reyna að höggva þig Theódór skuli engin af okkur hafa kommenterað. Þeir bíða nefnilega eftir að einhver komi sem þeir geta tætt í sig, allir saman.
Ef enginn fellur í gildruna þá lognast þráðurinn bara út af í þeirra eigin einróma væli og ýlfri.
ps. Vil taka það fram fyrir þá sem þekkja ekki til að Vendetta er ekki einn af úlfunum. Hann er fiðrildi sem þrátt fyrir trúleysi, sterkar skoðanir og afburðaþekkingu vill engum mein og tekur aldrei þátt í árásum.
Grefill, 12.11.2010 kl. 21:26
Sammála með Vendetta, hef ekki séð annað frá honum en hann væri málefnalegur.
Theódór Norðkvist, 12.11.2010 kl. 22:09
@Grefill
Er það rétt skilið hjá mér að þú heldur því fram að ef þú ert ekki að "atast" í umræddum mönnum þá muni þeir ráðast á börn?
Sveinn Þórhallsson, 13.11.2010 kl. 00:01
Hvað köllum við það þegar hópur fólks níðist á mér og Kristni eins og hér er gert? Einelti?
Matthías Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 00:24
Erum við bara ekki að tala um hið fornkveðna, já-bræður munu berjast?
Það er gott að sjá að grátkórinn hefur fengið nýjar raddir í sorgarsönginn sinn þó kvenröddin sé frekar veik þegar kemur að rökfærslum. Trúað fólk hefur alltaf haft einstakt lag á að kasta grjóti í aðra en væla svo og barma sér þegar einhver svarar á móti. Yfirlætið hefur einnig náð ákveðnu hámarki og það er augljóst að grátkórinn telur sig nokkuð yfir aðra hafinn. Það hefur líka verið einkenni trúaðra í gegnum aldirnar. Kannski er það vegna þess að guð almáttugur er með þeim í liði.
Grefillinn fær samt verðlaun fyrir mestu veruleikafirringuna þegar hann setur sjálfan sig í hlutverk einhvers konar ofurhetju sem er hérna meðal annars til að vernda börnin okkar. Samt virðist hann ekki vilja kvitta undir þá stefnu að leyfa ekki perrstum að predika yfir börnum.
Pétur Harðarson, 13.11.2010 kl. 01:44
Hæ Matti, kannski ekki einelti en sýnishorn af því sem trúað fólk kvartar yfir. Spurning hvort það sé vilji hjá ykkur til að enduskoða samskipataktíkina en fólk skynjar sem á því sé troðið á báða bóga.
Hvað finnst ykkur réttast í stöðunni?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 02:09
Ekkert leiðinlegra heldur en þetta tuð og væl sem margir vantrúarmennirnir hafa tileinkað sér (held að það sé einmitt stór ástæða fyrir því hvað það finnast fáir kvenmenn í þessum tuðhópi).
Ég hef rætt við marga mjög skynsama og skemmtilega trúleysingja um trúmál en nánast enginn þeirra hefur verið Íslenskur.
bibsi bops (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 02:25
Eftir að hafa lesið þetta hljóta allir að TRÚa á LEIÐINDI.
Ómar Ingi, 13.11.2010 kl. 02:37
Athyglisverð ábending. Reyndar man ég eftir einum trúlausum blogg-kvenmanni í fljótheitunum. Tinna...
En það bráðvantar húmoríska trúleysingja. mikið rétt. Þeir gætu lyft umræðunni
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 02:38
Maður hefur ekki beint orðið var við húmor hjá trúuðum heldur nema kannski hjá Greflinum. Hann er samt meira hlægilegur en fyndinn.
Pétur Harðarson, 13.11.2010 kl. 03:44
Persónulega finnst mér Grefillinn alveg drepfyndinn þegar hann vill svo og Jón Steinar reyndar líka en hann er bara svo stíflaður af gremju á köflum.
Það hefur enginn húmor fyrir því að vaðið sé yfir lífsgildi þess með mógðunum og kröfum um vísindalegt réttmæti. Né vilja trúlausir að gildi þeirra séu talin skörinni lægri eins og stundum sprettur upp úr gremjupotti heimagerðum af lélegri umræðuhefð.
Aðferðarfræði gott fólk, aðferðafræði....
Það er alveg virkilegur vanþroski að taka ekki mark á framkomnum leiðindum og sorglegt að sjá annars vel gefið fólk haga sér eins og tilfinningalausar skepnur ef trúað fólk er nærri.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 04:50
Skynsamlega mælt Gylfi. Það sorglega við þetta er hvernig sumir trúlausir sjá trúaða sem andstæðinga og sumir trúaðir sjá trúlausa sem andstæðinga. Þessir einstaklingar gera sig að einhvers konar jaðarverum sem verða að nota vafasama tjáskiptatækni til að koma skoðunum sínum að.
Einnig er það rétt hjá þér að það er algjört aukaatriði hvað þessi gölluðu samskipti eru kölluð, hvort þetta sé einelti eða andlegt ofbeldi, en sumir upplifa þau þannig að þessi orð fyrir valinu. Það er nóg til að staldra við og velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að bæta samskiptin.
Hin 99.9% þjóðarinnar virðast lifa ágætlega saman, enda yfirleitt skynsamt og hófsamt fólk.
Ómar Ingi: Hvernig er annað hægt?
Hrannar Baldursson, 13.11.2010 kl. 06:56
Hrannar, mér finnst að þú mættir aðeins kíkja í spegilinn.
Til dæmis byrjarðu þessa umræðu á því að spyrja "Hvað er eiginlega að [X]?". Er það málefnalegt að segja: "Hrannar, hvað er eiginlega að þér?"
Síðan eru þessar vangaveltur þínar yfir því að annað fólk hérna aðhyllist fasískar skoðanir frekar lúalegar. Að reyna að afsaka það með því að þú sért bara að velta því fyrir þér er líka afskaplega slappt málflutningsbragð sem á eiginlega bara heima í Yes, minister þáttunum.
En ég bara trúi því ekki að þið séuð að líða kvalir vegna þessa hræðilega "eineltis" sem þið segist þurfa að þola. Nú kallaði Svanur mig heimskingja (þrátt fyrir að ég sé örugglega betri en hann í eina sanna gáfnamælikvarðanum, skák! ), og ég bara fann ekki neitt fyrir því. Sama ef að hann myndi segja trúleysi orsaka siðleysi og ég veit ekki hvað. Eruð þið svona svakalega viðkvæm lítil blóm að þið brotnið saman ef fólk gerir athugasemdir við trúarskoðanir ykkar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.11.2010 kl. 07:12
Hjalti Rúnar: Þú hlýtur að vita jafnvel og ég að skák hefur ekkert með gáfur að gera.
Ég kannast ekki sjálfur við að vera lagður í einelti í þessum athugasemdum. Hins vegar get ég séð að sumir einstaklingar gætu upplifað það þannig, væri skotunum beint gegn þeim. Það að einhver upplifi sig sem beittan einelti er alvarlegt mál, enda sú upplifun afar alvarleg.
Tja, þetta eru bara vangaveltur. Þetta er blogg! Það er ekki eins og ég sé að birta þetta í fjölmiðlum, hringja í fréttamenn eða ná athygli alþingismanna. Ég velti alvarlega fyrir mér hvað sé eiginlega að varðhundum vantrúar, þegar ég sé athugasemdir streyma inn allan liðlangan daginn með kröfum um að spurningum þeirra sé svarað. Sjálfur hef ég ekki tíma í að svara öllum spurningum sem einhvern langar að spyrja en með glöðu geði skil ég athugasemdakerfið eftir galopið þannig að fólk geti rætt málin.
Trúleysi orsakar ekki siðleysi. Það er enginn að segja það. Hins vegar er hugtakið "siðgæði" gildishlaðið hugtak og á Íslandi yfirleitt til að vísa í kristna trú eða þegar rætt er um kynferðislega hegðun, spillingu og tvöföld viðmið, nokkuð sem ég tók fram í fyrstu greininni, en af einhverjum ástæðum geystu varðhundar vantrúar fram á ritvöllinn og gerðust algjörlega blindir gagnvart meiningunni í grein minni, og trúðu blint á eigin dóma um hvað ég hafði að segja, án þess að hlusta vandlega.
Varðhundar vantrúar og varðhundar trúar eru nákvæmlega sama fyrirbærið.Hrannar Baldursson, 13.11.2010 kl. 07:26
Ég hafði nú broskall með skák-ummælunum mínum. En ég viðurkenni það að ég er haldinn smá skák-fordómum.
Það er gott að þú takir ekki þátt í þessum eineltis-grátkór. Ég held svo að það sé ekki við trúleysingja að sakast ef eðlileg gagnrýni þeirra er túlkuð sem einelti af einhverjum trúmönnum, þá þarf viðkomandi líklega að líta í eigin barm.
Svo held ég að "Þetta eru bara vangaveltur." dugi ekki þegar þú ert að tala um fullyrðingar eins og "X er fasisti." Að mínu mati er það bragð sem er á sama stigi og taktík slúðurblaðanna: "Heyrst hefur að Hrannar Baldursson sé á móti trúfrelsi."
Við skulum nú ekki ýkja Hrannar. Athugasemdirnar streyma ekki inn allan liðlangan daginn. Og er verið að heimta, krefja þig um að svara spurningum í þessum athugasemdum?
Mér finnst afskaplega eðlilegt að fólk biðji mann um að útskýra hvað maður eigi við í skrifum sínum, og ég túlka það ekki sem aðför gegn tjáningarfrelsinu.
Ég var heldur ekki að segja það að þú værir að segja það Þetta var bara dæmi um svæsna fullyrðingu sem ég myndi ekki taka nærri mér, alveg eins og ég tek það ekki nærri mér að kurteisismaðurinn Svanur kalli mig greindarskertan.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.11.2010 kl. 08:32
Það er ekki til snefill af sönnunum fyrir því að það eigi að taka lífið alvarlega.
Upp með broskallana og húmorinn.
Hjalti. Núna tefli ég aðeins Fischer skák. Fékk eins og Fischer leið á fyrirsjáanlegum opnunum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.11.2010 kl. 13:26
Hjalti, skoðaðu eigin kröfur og hvernig þær bistast í raun
Mér finnst afskaplega eðlilegt að fólk biðji mann um að útskýra hvað maður eigi við í skrifum sínum, og ég túlka það ekki sem aðför gegn tjáningarfrelsinu.
Við erum að tala um 4-8 gamma sem leggjast yfir umræðuna, dæla inn fullyrðingum, spurningum, háði og jafnvel niðurlægingum. Þeir skapa svo mikla vinnu fyrir greinarhöfund að hann þarf að vera atvinnulaus til að tækla svona mál a virkum dögum.
Hitt er enn ljósara að trúað fólk og vantrúað býr við grundvallarágreining og hvorugur hópanna mun vart skipta um lið eftir rifrildi á blogginu. Eða þekkir þú slík dæmi Hjalti
Skynsamleg afstaða hins upplýsta skákmanns ætti því að vera sú að vera sammála um að vera ósammála en láta fólk ekki finna til þess að á því sé troðið þegar við körpum í eðlilegum magntölum.
Í daglegu tali er það kallað virðing.
Kristinn segist aðhyllast siðrænan húmanisma, má ekki flokka virðingu undir slíkt og skynjar hann ekki eigin bresti þegar hann fer í ritkeppnitil að jarða viðhorf hinna rangtrúuðu.
En skákmannasamlíkingin var dálítið skemmtileg því ég þekki nokkuð vel til þeirrar íþróttar í gegnum skáksnilling fjölskyldunnar.
Mjög gáfaðir á sínum sérsviðum en geta verið bjánar í samskiptum og njóta því ekki alltaf sérgáfu sinnar sem persónur.
Svona eru sumir af trúleysingjunum. Sterkir rökfærslumenn innan sérsviðsins en alveg vonlausir í mannlegum samskiptum.
Og sérgáfa þeirra virðist ekki hjálpa þeim við að sjá flísina í eigin auga.
En maður hefði haldið að þeir ættu greind til þess
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 13:29
Hér hafa allir á einum eða öðrum tíma skrifað eitthvað heimskulegt óheiðarlegt og rætið um hina. Það eru flísar og bjálkar um allt. Sumir treysta sér til að ræða slíkt aðrir augljóslega ekki.
Hættið þessu tuði og farið að skrifa eitthvað skemmtilegt til að fjasa um. Allir á sín blogg að brjóta heilan um lífið. Svona grátkór er of hallærislegur til að við getum látið þetta viðgangast.
Mín innlegg eru löng og mörg. Ef menn vilja ekki sjá þau, þá segja þeir það bara og ég læt það vera að skrifa. Það hefur enginn beðið mig að hætta að tjá mig neins staðar. Ergo - vandinn er ekki stærri en það.
Slakið nú á.
Kristinn Theódórsson, 13.11.2010 kl. 15:03
Ég hef miklar mætur á þér Kristinn og þú veist það. Þú hefur sett skemmtilega vínkla á umræðuna og oft spunnið góða þræði.
En mér finnst það þér ósæmandi að leggjast niður á svið götuskráka og taka þátt í hópstemmingu þeirri sem líka má við einelti út frá skynjun fórnarlambanna.. Þu átt að vita betur og hugsa beitur um eigið nafn sem á betra skilið.
Þú ættir frekar að ganga fram með því góða fordæmi að efla rökræðusnilld og reyna að feta þann vandaða veg að gagnrýna án þess að særa eða móðga.
Hann er vandfetaður en leiðir af sér vandaðri umræður sem eru síður smitaðar af skaðgerðarbrestum og fjandskap.
Og finnst þér þetta eitthvað óeðlileg krafa?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 15:23
Málið er nú einmitt að það eru áhöld um hver er með skapgerðarbresti og fjandskap, nú eða að leggja í einelti. Þessi heimskulega einhliða útlistun sumra á vandanum sem "hjörð vantrúarhunda" er fyrir neðan allra virðingu og getur einfaldlega ekki verið þungamiðja þessara umræðna - þótt það megi vissulega vera hluti af þeim.
Það er sjaldan sem aldrei sem menn eins og Hrannar og fleiri hér fást til að taka undir að fjandsamlegt tuð í kristilegum dulbúning sé það sem færði umræðuna á heitari slóðir. Þess í stað er alltaf brugðist ókvæða við svari vantrúaðra sem ekki er klætt helgislepju.
En það hefur heilmikið þokast í þessum efnum á blogginu síðasta árið. Þið eruð bara orðnir dálítið mikið hörundssárir sumir og sjáið það ekki.
Hrannar á það einfaldlega til að vera með asnalega stæla og stundum fær hann að heyra það. Slíkt eiga þó fleiri til og þá er baunað á þá. Hættið bara að láta eins og þið eigið aldrei skensið skilið, stundum er bara um rotinn óheiðarleika að ræða og þá verða gerða tilraunir til að skjóta orð manna niður. Það er síðan hvernig menn bregðast við slíku sem ræður því hvort umræðurnar verði hatrammar eða ekki, en ekki bara í valdi einhverra meintra varðhunda.
Ég skal reyna mitt besta til að gera umræðuna skemmtilega, en látið þið pungar ekki eins og þið séuð ekki oft búnir að úða skítnum í allar áttir sjálfur. Þú Gylfi ert til dæmis ekki í neinni aðstöðu til að siða aðra góðlátlega til eins og þú hefur sjálfur látið á köflum og það á við um fleiri.
Hrannar hefði getað svarað innleggjum mínum hvenær sem er með því að segja t.d. að hann sjái vel að grein hans geti mjög vel skilist sem innlegg í Mannréttindaráðsumræðuna, en þess í stað var hann með afvísandi yfirlæti og ég baunaði góðlátlega á hann fyrir það, sem hann greinilega þoldi ekki betur en raun ber vitni.
Ég hef því bókað hjá mér eina vísbendinguna til um hvernig beri ekki að fara að Hrannari þegar hann skrifar ómerkilega þvælu, en ég tek það fram að hann skrifar oft vel og skilmerkilega og þarf ekkert að vola yfir því að eitthvað af því sem hann segi geti talist lélegt. Ekki frekar en mínar greinar eru allar einhver rjómi. Svo jú, ég tek þessu tiltali alveg og læri á því.
En hættið nú þessum klíkuskotnu og yfirlætislegu umræðum. Einstaka trúamaður hér á blogginu er skíthæll og það er einstaka trúleysingi líka. Nefnum engin nöfn, en hættum að láta eins og þessu sé aðeins þannig farið á annan veginn.
Ég er nú hættur að taka þátt í þessari dramatík og kem bara næst með innlegg hjá Hrannari þegar mér lýst vel á að henda inn áliti á því sem hann er að segja. Ef hann svarar með útúrsnúningum og skætingi á ég eflaust eftir að útlista það betur sem ég á við, en reyni kannski að láta 2 innlegg eða svo duga svo þið félagarnir fáið ekki hjartaáfall yfir því að ég hafi skrifað meira en tvö þrjú orð um hvað Hrannar sé fínn gæi og hvað ég vorkenni honum mikið að þurfa að þola gagnrýni á skrif sín.
Hluti af skemmtilegum umræðum er nú líka að kunna að bregðast skemmtilega við gagnrýni og eilíft vol um ofstopa og einelti er alveg að gera útaf við trúartuðið okkar blessaða.
Kristinn Theódórsson, 13.11.2010 kl. 16:06
Alveg rétt Kristinn, ég er enginn engill eða tilsiðunarmeistari heldur valdi ég að hrauna yfir vantrúarhjörðina sem réðist á fyrirtækið mitt og gera það eins áberandi og ég gat til að taka þátt í að sprengja upp óþolandi ástand sem hafði áhrif á miklu fleiri aðila en mig, Og hluti minna markmiða hefur þegar náðst vegna þess að ég spilaði ekki vörn heldur agressífa sókn.
Það er samt engin afsökun að henda skít því aðrir geri það.
En ég deili þeirri skoðun með trúfólkinu að vilja fá umræðuna uppúr drullupyttinum og þú virðist vera að samþykkja það, en ekkert sérlega hress yfir því sýnist mér.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 16:31
1. Þú réðst á Vantrú áðir en nokkur talaði um fyrirtæki þitt.
1b. Þar af löngum stundum undir dulnefni.
2. Ég skrifaði um að ég ætlaði ekki að versla við fyrirtæki þitt, grófari var árásin ekki.
3. Hættu að endurtaka þessar lygar ef þér er alvara með því að fá umræðuna upp úr drullupyttinum.
Matthías Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 18:19
Þessi umræða fer þér ekki Matti
1. Vantrú og þú skiptu sér af sálasíðunni af fyrra bragði áður en ég sagði orð við ykkur og umræðan var um gagnsemi nálastungu sem þið höfnuðuð alfarið og sögðu alla kínverku þjóðina haldna hugvillu einhverskonar. Auðvitað vakti þessi afstaða áhuga minn á rétttrúarjhörðinni sem eyðilagði umræðuna með kjaftæði.
1b. Ég held að ég hafi þrívegis notað sálanafnið í umræðum við ykkur, þú kvartaðir yfir nafnleysi og ég hef notað mitt nafn í síðustu 2 ár. Hvað eru að væla...Sáli hefur ekki kommentað í allan þenna tíma.
3. Þú stjórnaðir þræði sem snérist um að skíta fyrirtækið mitt með aðstoð Google. Viðurkennir það stundum en stundum ekki og þetta liggur allt fyrir.
Svo vel að formaður Vantrúar kom í fyrirtæki mitt til að reyna að stilla til friðar því hann vissi um óskunda þinn. Það mistókst því þú helst áfram að ausa skít í allar áttir, viðurkenna takmarkað og efna til leiðinda hvar sem þú gast.
4. Þú lætur eins og lítll krakki sem reynir að fela skömmustustrik í geymslunni en það vita allir hvað þú gerðir. Ég hef margoft boðið þér að láta málið niður falla gegn afsökun á óviðeigandi hegðun.
En áfram heldurðu að eyðileggja málstað trúlausra,.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 18:51
Gylfi, hafðu vit á því að hætta.
1. Vantrú skipti sér ekki af Sálasíðunni þinni, ég gerði ósköp málefnalegar athugasemdir þar.
1b. Nei, þú notaðir það oftar, skrifaðir meðal annars færslur um Vantrú á Sálarbloggið. Þeirri færslu eyddir þú síðar.
3. Ég stjórnaði engum þræði, ég skrifaði bloggfærslu þar sem ég tók m.a. fram að ég myndi ekki eiga í við skiptum við þig. Þú hefur gert nákvæmlega það sama á þínu bloggi.
Formaður Vantrúar átti leið hjá búð þinni og ákvað að reyna að prófa að tala við þig. Hann hélt að það gæti gert gagn. Það virkaði ekki. Það var ekki ég sem hélt áfram að ausa skít, það varst þú. Það eina sem ég gerði var að vekja athhygli fólks á drullunni þinni.
4. Gylfi, það er hægt að rekja þetta allt. Ég var löngu hættur að tjá mig um þig og þín mál þegar þú ákvaðst að draga málið upp aftur og aftur.
Dró ég þig inn í umræður hér hjá Gylfa? Nei. Dróst þú mig inn í þessar umræður? Já.
Matthías Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 23:34
"umræður hjá Hrannari" átti að standa í síðustu málsgrein.
Matthías Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 23:35
Komið þið sælir deilendur.
Ég veit ekki nákvæmlega um hvað deila ykkar snýst en ég sé greinilega að hún er komin í þann farveg að hvorugur aðilinn vill eða mun bakka. Hér stendur orð á móti orði, meining á móti meiningu og greining á móti greiningu.
Það eru tvær leiðir út úr svona aðstæðum að mínu viti.
A) Dómstólaleið, þ.e. að gera það sem gera þarf til að fá dæmt um hvort hér hafi einhver skaði orðið og þá um leið hverjum beri að bæta þann skaða og hvernig. Til að leiðin opnist þarf sá sem telur sig hafa orðið fyrir skaða að kæra málið og lýsa kröfum um skaðabæðtur á hendur hinum aðilanum.
B) Láta málið niður falla.
Þriðja leiðin er að halda karpinu áfram. Sú leið liggur hins vegar alltaf aftur að A eða B.
Með ósk um velfarnað.
Heiðar Sigurðarson, 14.11.2010 kl. 00:21
Ég svara þegar Gylfi dregur málið fram og dylgjar um mig. Það geta allir séð. Auk þess kem ég með vísanir til að styðja mál mitt og sýna að hann hefur rangt fyrir sér. Gylfi færir aldrei rök fyrir máli sínu.
Ef Gylfi hættir að draga þetta mál fram fellur það niður. Svo einfalt er það.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 00:26
Ég skil ekki hvernig þú nennir þessu Matti. Þú veist hvað þú gerðir og setur þig í fórnarlambsgír þegar það lúkkar betur fyrir þig.
Ég að hætta að minnast á þetta?
Ekki málið, alveg um leið og ég verð beðinn afsökunar á þessu.
En þangað til hefur þú ekkert um það að segja hvað ég segir hér eða á opineberari vettvangi
Svo þetta er þrátefli Heiðar. En bíddu bar,a Matti vill yfirleitt eiga síðasta orðið, kannski ég leyfi honum það.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 01:34
> Þú veist hvað þú gerðir og setur þig í fórnarlambsgír þegar það lúkkar betur fyrir þig.
Ég er ekkert að setja mig í fórnarlambshlutverk. Ég er bara að benda á að meðan þú dylgjar um mig mun ég svara.
Ég veit hvað ég gerði og hika ekki við að vísa á það svo aðrir geti séð hvað málið snýst um. Ég vil að fólk kynni sér ásakanir þínar, sjái þessar hroðalegu gjörðir mínar. Aldrei vísar þú á nokkuð máli þínu til stuðnings. Af hverju?
Ég mun aldrei biðja þig afsökunar. Þú getur alveg hætt að láta þig dreyma um það.
Gleymdu þessu bara og farðu að hugsa um eitthvað annað.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 01:51
Hann er pínulítill kall.. hann er oggo oggo oggo oggólítill kall.. og frúin hlær í betri bíl.. með stærri kalli.
spæjarinn (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 01:56
Matthías þú kemst ekkert hjá því að viðurkenna að þú réðist að heiðri Gylfa sem athafnamanns í síma- og tölvubransanum. Mér er alveg sama hvað hann hefur áður sagt á spjallumræðum, undir dulnefni eða réttu nafni og hef engan áhuga á að grafa það upp. Það er ómerkilegt að ráðast gegn lifibrauði manns bara af því að þú átt í persónulegum deilum við hann á netinu.
Meira að segja Teitur Atlason sem er sjálfur oft stóryrtur, hefur sagt þig hafa gengið of langt. Hvernig stendur á því að þú átt í deilum við svo marga? Oft er sagt að þegar fíflunum fjölgar í kringum mann, geti ástæðan verið að eitthvað sé að hjá manni sjálfum.
Annars legg ég til að þessi deila Gylfa og Matthíasar verði flutt á blogg annars hvors þeirra eða annan vettvang, efast um að síðuhafa sé skemmt, nógu miklu rugli hefur nú hvort eð er verið sturtað á bloggið hans.
Theódór Norðkvist, 14.11.2010 kl. 02:29
Mig hefur ekki dreymt neina sæludrauma um að þú biðjir mig afsökunar Matti minn. Myndi láta nægja að þú segðir það leitt að hafa gert mistök með því að færa fyrirtækið mitt inní skítkast með það að markmiði að skaða lifibrauð mitt.
En ég hef ekki búst neitt sérstaklega við því að þú gerir svo. Frekar finnst mér líklegra að þú haldir áfram að skaða málstað trúlausra.
Þú ert ekkert nema vesen fyrir trúleysinga. verði þeim að góðu að þurfa að díla við það.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 02:43
Já afsakaðu átroðninginn Hrannar minn. Ég hef nú ekki beint máli mínu beint til Matta í dulítinn tíma en nota atvikið stundum sem dæmisögu og Matti rýkur upp því hann er mjög tens yfir þessu
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 02:50
Gylfi: Þetta hljómar eins og málið eigi heima fyrir dómstólum sem meiðyrðamál, frekar en á bloggsíðum. Þetta kemur mér þó ekkert sérstaklega á óvart og áhugavert að heyra hversu langt gjammið getur gengið.
Hrannar Baldursson, 14.11.2010 kl. 07:12
Matti fór langt yfir strikið í þessu máli. Það er allt hugsandi fólk sammála um það enda með öllu óviðeigandi að bloggdeila leiði til þess að annar aðilinn setji upp níðsíðu um fyrirtæki hins og reyni þannig að hafa áhrif á orðspor og traust þess fyrirtækis sem andstæðingur hans vinnur hjá í því skyni að hafa neikvæð áhrif á lífsaskomu hans.
En Matti viðurkennir aldrei neitt. Hann hefur alltaf rétt fyrir sér.
Grefill, 14.11.2010 kl. 09:35
Hér er þessi meinta níðsíða. Ég hef aldrei hikað við að vísa fólki á hana þegar Gylfi kýs að draga þetta mál fram.
Ég vil svo vitna í Gylfa sjálfan:
Það er réttur allra neytenda að sniðganga fyrirtæki.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 10:22
Matti hefur afar slæman málstað að verja gagnvart Gylfa, enda hafa allir félagar hans sagt neitað að taka undir afsakanir hans eða reynt að verja hann í þessu máli.
Pjakkurinn er þver og vill ekki biðja Gylfa afsökunar sem væri drengilegt. Hann þráast við og kemur því óorði á félagsskapinn Vantrú sem hann starfar og skrifar fyrir (frekar illa) og um leið sjálfan sig.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.11.2010 kl. 12:09
> enda hafa allir félagar hans sagt neitað að taka undir afsakanir hans eða reynt að verja hann í þessu máli.
Þetta er reyndar kolrangt, en látum að það ekki þvælast fyrir okkur. Hverju á ég að biðjast afsökunar á Svanur? Því að ætla mér ekki að versla við Gylfa?
Það er mjög áhugavert að fylgjast með þessari umræðu. Staðreynd málsins er að Gylfi var netofbeldismaðurinn í þessu tilviki. Ég svaraði fyrir mig. Nú standið þið allir með ofbeldismanninum, sem n.b. hefur skrifaði mun meira um mig en ég um hann á netinu. Gylfi hefur ítrekað drullað yfir mig og dylgjað. En það skiptir að sjálfsögðu ekki máli. Eins og ítrekað hefur verið bent á, þá sjáið þið aldrei neitt athugavert við að talað sé illa um trúleysingja. Ef þeir svara fyrir sig vælið þið í einum kór.
Spurt var í einhverjum þræði af hverju varðhundar væru svona reiðir. Við því eru mörg svör. Hér er t.d. Bandarísk útskýring sem auðvelt er að heimafæra upp á Ísland þó sumt passi ekki hér.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 12:16
Matti.Gylfi álítur að þú hafir rægt hann og fyrirtæki hans með því að segja hann óheiðarlegan í viðskiptum. Á því þarft þú að biðjast afsökunar, þá er það mál úr sögunni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.11.2010 kl. 13:24
"Gylfi álítur". Einmitt.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 13:55
Skondnast þykir mér að hann hafni eigin gjörðum, geri sig að fórnarlambi undan mér og vísi fram og til baka í langlokur.
Þetta gerði ég við Matta til að losna við hann á sínum tíma af síðunni mini sem fjallaði um hin ýmsu andlega málefni án þess að ég tæki afstöðu til þeirra allra.1. Að tengja málfar Matta við félagaöflun í Vantrú og bera hann saman við Gunnar í Krosssinum sem leiðtoga er sogi að sér fylgi. Gunnar hefur auðvitað vinninginn en Vantrú aflar sér ekki 5 hræðna á ári.
2. Að líka Vantrú við ofsafenginn sértrúarsöfnuð sem væri í grunnin keyrður á samskonar rétttrúnaðarstefnu sem gerði þá engu betri en öfgatrúfólk.
Hæddu stríðnispúka og þá sérðu hve stór hann er í raun !
Trúfólk mætti alveg fara að berja meira frá sér finnst mér en það gengur ekki að það megi ekki halda uppi umræðum um trúmál án þess að eiga á hættu að verða fórnarlamb úlfahjarðar sem hefur annarlegan tilgang með veru sinni. Það má hæglega rökstyðja að Vantrú hafi haft neikævæð áhrif á skoðana. trú og ritfresli hér á blogginu og eigum við að líða þeim það?
Þeir vanvirða okkar skoðanir og eru sjálfir í félagsskap sem hafnar t.d. nálastungum Kínverja sem lækningu eða heilsubót
Þessi 100 manna örklúbbur hefur höndlað slíkan sannleika að þorri mannkyns eru hálfvitar í hugvillu. Milljónir Kínverja hafa ímyndað sér árangur í þúsundir ára. Risaatór atvinnugrein sem sáir sér hratt til vesturlanda er bara feik.
Og Matti..
Ertu virkilega fullkominn maður í rökréttum og andlausum heim sem er fullur af fávitum er þú sérð þig knúinn til að leiðrétta, aftur og aftur?
Til hamingju með sjálfsvirðingu þína Matti. Þín sérgrein er að láta fólki líða illa með rökfræðilegum yfirburðum þínum og sýna sem flestum hversu mikill bjáni náunginn sé.
Hefur þér aldrei dottið til huga að það sé smuga, bara smá smuga, að allir þeir milljarðar sem þú elskar að hæða hafi eitthvað til síns máls?
Að það sé smá smuga að trúað fólk fái eitthvað út úr trú sinni sem það geti ekki fengið með rökfræðilegum skýringum þínum á tilgangi alheimsins?
Eða ætlarðu að halda áfram að tala við okkur eins og hálfvita?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:25
Þá er gott að það komi fram að þegar formaður Vantrúar "átti leið hjá búðinni minni" þá var ákveðið að vatrúarfélagar myndu setjast niður með mér, Guðsteini, Mofa, og Sr. Þórhalli Heimissyni til að ræða bætta samskiptataktík.
Matti og Hjalti voru boðir en afþökkuðu og héldu áfram skítkasti svo ég sá ekki tilganginn með að halda verkefninu áfram. Vantrú er stjórnlaust félag.
Ég þorði að sitjast fyrir framan Matta en Matti þorði ekki að sitjast fyrir framan mig. Hvað segir það.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:32
Sitjast er auðvitað hugvilla mín. setjast kallast það víst yfirleitt
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:34
En Matti. Hvað er að því að biðjast afsökunar á því að hafa gert eitthvað á hluta annars, jafnvel þótt þú teljir ekki sjálfur svo vera? Þannig komast á sættir og málið er dautt og þú þarft ekki lengur að standa í þessu leiðindakvabbi.
Þú getur sent Gylfa texta eitthvað á þessa leiðina.
Kæri Gylfi.
Mig langar biðja afsökunar á að hafa látið orð falla um fyrirtæki þitt sem túlka má sem atvinnuróg. Ég taldi mig ekki vera að rægja fyrirtæki þitt eða gera atlögu að orðstír þínum með orðum mínum, en vill engu að síður biðjast afsökunar á þeim, þar sem aðrir tóku orð mín greinilega á rangan veg. Með von um að málið verði þá úr sögunni.
Beastu kv,
Matthías Ásgeirsson
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.11.2010 kl. 14:35
Takk fyrir þín innlegg Svanur og þið hinir. Þetta kallar á fastan afslátt handa ykkur.
Takið eftir að allir strákarnir nema Matti hafa tekið sönsum. Hann er einn að kvabba þetta.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:46
Svanur, lestu ummæli Gylfa.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 14:50
Núna er Matti kominn aftur í fórnarlambið því ég fór í söguskoðun
Sjáðu Svanur hvað Gylfi er vondur buhu
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:59
Hvað get ég sagt.
Kostur A. Þegja af mér aðförina og samþykkja
Kostur B. Verja mig með því að benda ítrekað á árasina og nudda gerandanum upp úr eigin gjörðum uns hann sér eigin mistök.
Það er ekki boðið upp á kost C Matti. Skældu bara
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:03
Hvað finnst ykkur strákar, er Matti þekktur fyrir það að víkja ef trúað fólk biður griða undan umræðuhefð hans.
Er hann bara ekki að uppskera eins og hann til sáði og á hann nokkurn rétt til að væla?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:07
Ég vil endilega að við förum að skrifa greinarflokka um Vantrú, nálastungur, heimsku Kínverja og yfirburði Vantrúar.
Byrjum á að ræða við Kínverska sendiráðið og sedum Matta on way til Kína til að frelsa þá. og Vantrú
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:09
Þetta er trúiarhæðni Matti, hvernig líkar þér so far
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:09
Þú ert ekki að gera málflutningi þínum og málstað greiða með þessum síðustu athugasemdum Gylfi.
Þeir mega eiga það í Vantrú að þeir koma með rök fyrir máli sínu og ef þeir halda einhverju fram að þá benda þeir á sannanir fyrir máli sínu.
Hvað þú ert að gera hér í athugasemdakerfinu.........ég veit ekki hvað á að kalla þetta.
Ég var á þínu bandi í þessu máli ykkar.... það er ég ekki lengur....
Áhorfandi (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:31
Heiðarlegt og skynsamt fólk sér að ég gaf töluvert mikið eftir og af tillitssemi við þig (og reyndar hræðslu við tiltekinn bloggara og ofbeldishótarnir hans) breytti ég færslu minni, tók út nafn fyrirtækis þíns og hvatningu til annarra. Löngu áður hafði ég tónað niður skrif mín. Það að þú dragir málið upp aftur og aftur sýnir að þú ert ekki maður sátta, að orð þín um slíkt eru fals.
Ég svara fyrir mig þegar um mig er skrifað, hvort sem að er beint eða óbeint.
Tja, segð þú mér. Bentu á dæmi þar sem trúað fólk biður mig að hætta að kommenta hjá sér en ég held áfram.Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 15:32
Hhvaða rök Vantrúarmanna fannst þér mæla með því að ráðast að atvinutækinu mínu áhorfandi góður
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:35
Miðað við hvað ég les hér og á fleiri stöðum er ég ekkert sérstaklega hissa á að hann vill ekki versla við þig lengur.
Hvað varðar þann hluta sem kemur að google leitarvélinni og tenginunni við Símabæ þar, að þá fannst mér það óþarfi og finnst enn.
Áhorfandi (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:47
Ég skal gera þér tilboð Matti og hef gert það áður
Taktu niður alla strengi með okkar umræðum á svæði vantrúar og þínu eigin. Láttu mál okkar hverfa í heild sinni og byrjun á núllpunkti ef við lendum í sama umræðusvæðinu. möo. Gleymum þessu
Það er lítið eftr á mínu svæði nema nýlegt karp og ég skal láta það hverfa.
Á móti skal ég ekki minast aftur á umrætt atvik, né nota það gegn vantrú eða þér persónulega.
Hvað segirðu um að díla á þessum grunni.Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 15:50
Komið þið sælir aftur deilendur.
Ég mæli með að Matthías taki þessu tilboði. Báðir aðilar bakki með allt sem þeir hafa sagt slæmt hvor um annan og taki niður þær síður sem þeir hafa vald yfir og innihalda slæm orð um hinn.
Og Gylfi, ég er sammála Áhorfanda um að þú ert að ganga of langt hér í að snúa hnífnum í sárinu. Vinsamlega hættu því.
Svo minnist þú ekki á málið framar frekar en Matthías.
Með kærri kveðju.
Heiðar Sigurðarson, 14.11.2010 kl. 16:14
Þá værir þú að fá þitt fram með ofbeldi. Ef þú færð þitt fram með ofbeldi muntu einfaldlega halda áfram að nota ofbeldi.
Það er ekki einn bókstafur um þig eða fyrirtæki þitt á síðu Vantrúar og hefur aldrei verið.
Það sem stendur eftir á síðu minni er vafasamt að túlka sem árás á þig eða fyrirtæki þitt. Þar tjái ég skoðun mína á málflutningi þínum.
Það sem eftir stendur á síðu minni eru afrit af ítrekuðum grófum ummælum þínum um mig. Ef það er eitthvað sem þú skammast þín fyrir, þá verður þú að eiga það við sjálfan þig.
Hættu þessu bara.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 16:17
Eflaust þykir mörgum ég vera þver, en staðreyndin er einfaldlega sú að ég gaf mikið eftir í þessu máli. Ég lét undan þrýstingi og breytti skrifum mínum. Allt þetta hjal um google er t.d. algjörlega fáránlegt, hafið þið prófað að googla fyrirtæki Gylfa undanfarið?
Það sem ég uppskar í staðin var ítrekað skítkast og dylgjur frá Gylfa Gylfasyni. Hann kaus að draga málið upp aftur að engu tilefni. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig. Ég hef aldrei skrifað um GG að fyrra bragði. Einungis brugðist við ögrunum hans og skítkasti.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 16:24
Sá vægir sem veit betur.
Heiðar Sigurðarson, 14.11.2010 kl. 16:40
Enda hef ég gert það :-)
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 16:46
Þá eru málin föst á þessum stað að venju en ég hef áður boðið Matta að láta undan með ofstæki sitt og láta allt um okkar samskipti hverfa.
Hann hefur ekki viljað horfast í augu við mig né losa mig undan þeim leiðindum að vera innanborðs á svæði sem ég á ekkert erindi til.
Vegna eldamennsku og gestagangs hef ég takmarkaða tíma það sem eftir lifir kvölds og hef í sjálfu sér ekki mikið við umræðuna að bæta nema eftirfarandi.
Ég met sem svo að deilur okkar Matta hafi tekið á sig óeðlilega og ógeðfellda mynd með því að beinast að einkahlutafélagi í minni eigu.
Ég áskil ég mér allan rétt til að verja starfsheiður minn og ég er stoltur af því hlutverki mínu taka þátt í því að hafna ofstæki með því að lemja ofstækismenn með þeirra eigin gjörðum uns þeir skilja alvarleika þess að færa bloggdeilu að eignum manna og starfsheiðri.
Matti skapaði sjálfur það vopn sem ég beiti að honum og hann einn getur kveðið það niður. Það eru mér vonbrigði að hann hafni því
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:14
Gylfi, hættu þessu. Þú byrjaðir (já þetta er barnalegt). Þegar þú réðst á Vantrú varst þú að ráðast á félag sem ég tók þátt í að stofna og hef unnið mikið fyrir. Ég var því, líkt og þú síðar, að verja heiður minn. Skiptu út "einkahlutafélagi" og settu í staðin "félagasamtök".
Þetta hef ég ítrekað bent þér á en þú neitar að skilja. Þá verður það bara að vera þannig.
Það sjá allir að þú hefur verið mun duglegri við að ráðast á æru mína en ég þína. Ofstækið er þitt, ofbeldið er þitt.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 17:29
Best að ég láti þessari umræðu lokið. Ég hef engan áhuga á að ræða Gylfa á þessum vettvangi frekar en öðrum.
Matthías Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 17:38
Sé leitað að Símabæ á Google eru færslur Matta þriðja og fjórða niðurstaðan. Fyrstu ef leitað er ár aftur í tímann. Strax á eftir Matta kemur annar trúleysingi, Óli Gneisti. Hann tekur undir herferð Matta og kallar Gylfa lygara.
Annars held ég að Matti hafi í raun gefið Gylfa fína auglýsingu ókeypis þegar allt kemur til alls. Allavega kemur Símabær sterklega til greina þegar mig fer að vanta nýjan GSM síma. Spillir ekki fyrir ef ég fæ fastan afslátt.
Alltaf feginn ef ég get verslað við aðra en stóru einokunarfyrirtækin í eigu þeirra sem rændu bankana innan frá og settu þjóðfélagið á hausinn. Vonandi telst þetta ekki atvinnurógur.
Theódór Norðkvist, 14.11.2010 kl. 18:55
Þakka Theódór minn, minn rekstur gengur prýðilega en á bak við það er mikil vinna og andvökunætur.
Ég er í slagsmálum á öðrum vettvangi gegn fákeppisöflum sem vilja mig feigan og finnst ég óttaleg padda á markaðnum sem trufla "eðilega verðmyndum" og leyfi risunum ekki að keyra sína álagningu í friði. Þar kemur vefurinn minn til sögunnar því hann hefur lækkað vöruverð stórmarkaða hvað eftir annað með markvissri samkeppni.
Þannig að það eru bara spennandi tíma fyrir smáfyrirtæki í dag. Okkar helsta og vanmetnasta vopn er smæð og minni kostnaður því það kostar að reka risahlöður með fjárfestingafyllerí á bakinu. Davíð getur hæglega skotist á milli lappa Golíats og gefið honum vænt högg í punginn.Og Golíat er alltof svifaseinn fyrir okkur litlu kallana.
Þessvegna þjálfa ég sölu og innkaupafólk um kvöld og helgar og kenni því m.a. að sniðganga heildsalakerfið og byggja upp rekstur í kringum þá vöruflokka sem eru álagningalega sýktir af böddídílum og fákeppni, og þeir eru margir
Og auðvitað færðu fínan díl eins og allir sem koma í búðina til að skamma mig eða hrósa fyrir bloggið. Er reyndar að minnka viðveru mína en sölumaðurinn minn veit hverjir eiga díla skilið fyrir mína hönd, og alltaf má bjalla í mig.
Margir hafa staðið við bakið á mér í orrahríð þeirri sem yfir mig gekk í því verkefni að sýna Vantrú hvernig það væri að upplifa árasir. Sumir hafa fengið af mér neikvæða mynd og það er þá bara þannig því ég gerði ekkert annað en að setja spegil fyrir framan Vantrúarskítinn sem hefur fengið að fljúga stjórnlaust um áraraðir.
Ég hef verið ég sjálfur, sagt það sem ég hef séð og skynjað og gert það heiðarlega þó ég viðurkenni að hafa lamið frá mér með látum á köflum.
Í sturru máli er niðurstaða mín þessi. Það má ræða við flesta vantrúarpiltana um að draga einhverja línu og laga umræðuhefðina en persónuleikabresti náungans lögum við ekki svo glatt.
Þeir sem hafa það sem stórt hlutverk í sínum frítíma að rakka niður og gagnrýna trúfólk og trúfélög verða að geta kyngt gagnrýni á eigin félagsskap án þess að fara á hjörunum af gremju.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 22:46
Ég er með alveg frábæra viðskiptahugmynd. Þegar fólk er að rífast og finnst það á sig hallað, þá er bara að kaupa á netinu allskonar rök fyrir lítin pening.
Þannig geta atvinnulausir sálfræðingar í samvinnu við útstúderuð illmenni, soðið saman allskonar rök bæði með og á mótti í klassískum rif´lildum um hvað sem er.
Þetta verður fyrirtæki sem kemur með alveg nýjar útgáfur á sannleikanum, það mun aldrei segja neitt ósatt enn getur lofað hvaða lýgi af beittustu gerð fyrir kunnan sem notar hana í næsta riflildi.
Sérstakir pakkar verða fyrir þá sem eru að rífast við konunna sína eða öfugt, fyrir atvinnupólitíkusa eða ódýrar góðar skammir fyrir t.d. atvinnuveitanda eða óánægðan verkamann.
Fyrir krónískt neikvæða er gefir magnafsláttur og þeir geta fengið sent reglulega góða frasa sem eru nothæfir snemma á morgnanna vill maður vera extra ergilegur...
Óskar Arnórsson, 15.11.2010 kl. 01:32
Óskar: Ertu ekki að lýsa sófistum?
Hrannar Baldursson, 15.11.2010 kl. 06:58
Hehe...Hvað er Sófisti Hrannar? Þið strákarnir eru stundum að rífast um svo háfleyga hluti að ég verð bara einmana hérna niðri á jörðinni...;)
Óskar Arnórsson, 15.11.2010 kl. 20:16
Sófistar voru kennarar í Grikklandi fyrir um 2400 árum. Þeir kenndu málflutningslist, en markmiðið var að nemendur þeirra gætu rökrætt hvaða mál sem er, jafnvel frá hvaða sjónarhorni sem var. Skipti engu máli hver sannleikur málsins var, bara að viðkomandi tækist að sigra andstæðing sinn. Svona svolítið eins og stjórnmálahefðin er á Íslandi í dag.
Platón og Sókrates voru ósáttir við sófista, því þeir töldu betra að manneskjur leituðu sannleikans með rökum og samræðu, frekar en að beita rökum sem einhvers konar kappleik.
Vandinn er að vita hvenær málflutningur er fluttur til að sannfæra eða til sannleiksleitar. Ef þú veltir aldrei þessum mun fyrir þér er hægt að fylla þig af alls konar "þekkingu" sem hentar sumum betur en öðrum.
Hrannar Baldursson, 15.11.2010 kl. 22:23
Þannig að sófistar er annað orð yfir íslenska alþingismenn...?
Pétur Harðarson, 15.11.2010 kl. 22:34
,Ok, athyglisvert. Hef reyndar tekið þát í svona keppni án þess að vita um Sófista.
Málið er að það getur verið gaman að allskonar keppni. Trúmál er einmitt það svæði sem gefur svigrúm í allskonar keppnir...hér eru dæmi um umræður:
...Enn það er svo margt bannað í umræðu í dag, sérstaklega innan vísinda og þekkingar. Íslendingar eru sérlega viðkvæmir í vali á umræðuefni og eru engar sérstakar hetjur að velja tema. Til þess eru þeir of miklar skræfur. Þeir nota gjarna trúarrök á móti vísindum og eigin trú sem byggir oft á lokuðu hugarfari...
...Ég tel að það sé vegna einangrunnar landsins, djúpri hræðslu við álit annara og endalausri þörf að gera öðrum til hæfis, og að sjálfsögðu almennum skorti á þekkingu á vísindum...
...aðalveikleiki íslensks hugvits er að þeir sjálfir eru sannfærðir að þeir standi framalega, líta allt of stórt á sig og kemur það helst fram í þegar þeir neita staðreyndum eins og þessum með skætingi og hroka...
...þessu til sönnunar þegar ég ætlaði í kappræður við íslending um plejaderna og hélt að sjálfsögðu að það væri hægt. Nei, þá fór umræðan sem var pínlegt eintal um að sanna tilvist plejaderna! Ég meina, ég er sjálfur frá plejaderna og umræðan átti að vera hvers vegna við erum hér tugþúsundum saman, og ekki hvernig við eru skráðir á Hagstofu...
...svo hvernig skammtafræðin sannar tilvist Skaparans er umræða sem er fyrirfram ónýt ef hugur fólks eru myrkvaðir af biblílegum rökvilluhugsunum...
Óskar Arnórsson, 16.11.2010 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.