Riftum samningum vegna forsendubrests?

Húsnæðislán hafa hækkað mikið síðustu árin, sérstaklega rétt fyrir og eftir Hrun. Húsnæðisverð hefur fallið. Skýrar ástæður er hægt að finna í rannsóknarskýrslunni.

Bankamenn undir slöku eftirliti tóku stöðu gegn krónunni og ollu margvíslegum efnahagslegum hermdarverkunum í samfélaginu, sem hafa skilað sér í gengisfellingu, hækkun vöruverðs, hækkun verðtryggðra lána, og þar fram eftir götunum.

Væri óeðlilegt að rifta lánasamningum við banka, á þeim forsendum að bankinn hefur ekki staðið við sína hlið skuldbindingarinnar og hefur markvisst grafið undan þeim grunni sem upphaflegur samningur var byggður á?

Hver er réttur einstaklinga gegn þessum ferlíkjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband