Ég kenni þeim um Hrunið

 

drowning
 

 

Ríkisstjórnin hefur bara völd í fjögur ár, og því eru það mistök að eigna henni bæði of mikil völd eða hella ábyrgðinni yfir hana. Einnig ætti hún ekki að fá lán sem næstu ríkisstjórnir þyrftu að greiða. Þetta er bara tímabundið tannhjól í miklu stærri vél.

Það eru bæði innlendir og erlendir aðilar ábyrgir fyrir því hvernig komið er fyrir þjóðinni. 

  • Það voru erlendir aðilar og Íslendingar sem tóku stöðu gegn krónunni til að láta ársfjórðungsreikninga líta betur út.
  • Tekin voru og gefin milljarðalán án veða, hugsanlega til að auka arðgreiðslur þeirra sem lánin fengu og bónusa þeirra sem lánin veittu.
  • Fjölmiðlar hafa verið í eigu þessara hagsmunaaðila, þannig að íslenskur almenningur getur varla vitað sitt rjúkandi ráð, nema það kunni leiðir að upplýsingum í kringum reykský fjölmiðlanna.
  • Ójöfn samkeppni, eignarhald viðskiptavina á bönkum, vafasöm einkavæðing banka og annarra ríkisstofnanna.
  • Hryðjuverkalög Breta á Íslendinga, sem virðast hafa verið réttlætanleg út frá því viðskiptasiðferði sem ríkti (og ríkir kannski enn) á Íslandi.

Það sem mér finnst ósanngjarnt, er að vegna þessara óreiðumanna og óábyrgra stjórnunarhátta, hefur hófsamt og gott fólk neyðst til að flytja úr landi til að geta hugsanlega greitt upp lán á íbúð. Á sama tíma sér maður milljarða afskriftir á meðan venjulegt fólk berst í bökkum til að borga skuldir sínar, sem margfölduðust vegna þessara glæpa. Það að þetta fólk sé neytt til að borga þó að það geti það ekki, jafnast á við verstu glæpi mannkynssögunnar, og þá má draga ríkisstjórnir og þá innlenda og erlendu aðila til ábyrgðar vegna þess.

En lítið er gert, vegna þess að það er minnihluti sem er að þjást vegna aðgerðarleysis meirihlutans, sem aftur á móti þjáist minna en finnst þeir þjást nóg.

Það er ljóst að sökudólgarnir gefa sig ekki fram og kunna ekki að skammast sín. Þeim finnst allt í lagi að heiðarlegt fólk þjáist vegna þeirra, að líf hafa verið lögð í rúst. Það þarf að draga þetta fólk til ábyrgðar, vegna þess að það tekur ekki frumkvæði í að taka þá ábyrgð sem það bar og fékk greitt fyrir að bera.

 

Þessi grein varð til sem athugasemd við grein Jóns Baldurs Lorange: Vondum Íslendingum að kenna

 

Mynd: Creativity Works


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki gleyma því að hér var á kaldrifjaðan hátt lagt á ráðin hvernig útrásarfléttan gæti gengið upp. Þar voru lykilþættir ítök í bönkum, flókin tengsl eignarhaldsfélaga og velþóknun löggjafans (stuðningur alþingis og stjórnvalda) allavega afskiptaleysi. Verum ekkert að flækja málin Hrannar.

Á sama hátt og Enron svindlið var útfært með fullum ásetningi, þá var íslenska hlutabréfahringekjan eitt allsherjar svindl og þeir hlutu að vita hverjar afleiðingarnar yrðu. Þetta gat ekki endað öðruvísi en með falli fjármálakerfisins og þetta vissu allir sem vildu vita árið 2006.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 15:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var óþarfi að setja þessa IceSave kröfu í farveg óleysanlegs þjóðarvanda.

Þessi krafa gat aldrei orðin lögvarin krafa á íslanska þjóð og er það ekki andilega ennþá. Hinsvegar hafa allir pólitískir grasasnar í stjórnsýslunni keppst við að viðurkenna þessa kröfu með hinum og þessum barnalegu áherslubreytingum eftir því hversu mikill populiskur ábati fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk fylgdi því.

Með því að vinna þetta svona var kröfunum vikið frá þeim sem á þeim báru ábyrgðina og hún leidd yfir saklausa borgara, gjaldendur.

Hefði þessum kröfum verið neitað í upphafi þá hefði að líkndum mikill hluti þeirra fjármuna sem ránsmenn hafa hrifsað úr bönkunum í ró og næði náðst og gerendurnir að miklum líkindum komnir undir lás og slá.

En stjórnvöld okkar völdu þessa leið og gerendurnir eru yfirlætisfullir tignarmenn í samfélaginu sem skjótast á klósettið á Cayman eyjum á einkaþotunum sínum.

En íslenskir skattgreiðendur bíða eftir reikningunum.

Semsagt gott!

Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband