A Serious Man (2009) ****

 

photo_01_hires

 

"A Serious Man" er ein af ţessum myndum sem mađur annađ hvort hatar eđa elskar. Hún er miklu meira um ferđalagiđ en endirinn, miklu meira um örlögin en hversdagslífiđ, en gerist samt á fáeinum örlagaríkum dögum í lífi háskólaprófessors í eđlisfrćđi, sem veit allt og skilur allt, en ekkert af ţví sem hann veit eđa skilur kemur honum ađ nokkru gagni í lífinu.

Lawrence Gopnik (Michael Stuhlbarg) lifir ósköp venjulegu fjölskyldulífi ţar sem nákvćmlega ekkert gerist, nema betur sé gáđ. Hann fer ekki ađ kíkja í kringum sig fyrr en besti vinur hans ýtir af stađ atburđarrás sem skekkir verulega hiđ ofurreglusama líf Gopnik. Ţessi vinur, ađ nafni Sy Ableman (Fred Melamed) er ein af ástćđum ţess ađ orđtćki eins og "međ vin eins og ţig, hver ţarfnast óvina?"verđa til.

Sy ţessi ţykist vera umhyggjusamur vinur, en í raun er hann flagđ undir fögru skinni, sem virđist öfunda Larry af lífi hans ţađ ógurlega ađ hann setur af stađ áćtlun um ađ stela konu hans og fá hann rekinn úr vinnunni. Ađ sjálfsögđu grunar Larry ekki neitt, og heldur ađ Guđ hafi snúist gegn honum, ađ líf hans sé bölvađ, en ţađ eru hugsanlega svör sem fólk finnur ţegar ţađ kemur ekki auga á sannleikann.

Larry er skrítnasta persónan af öllum, einfaldlega vegna ţess ađ hann er heiđarlegur, umhyggjusamur og afburđargreindur einstaklingur. Dóttir hans stelur úr veski hans til ađ safna fyrir fegrunarađgerđ. Sonur hans stelur frá dóttur hans, og brýtur hegđunarreglur í skólanum frá a-ö. Nágranni hans á ađra hönd er einn af ţessum hörđu gaurum sem tekur son sinn í veiđiferđir međ haglara og reynir ađ eigna sér hluta af lóđ Larrys. Nágranninn á hina höndina er hin eggjandi og hćttulega tćlandi frú Samsky, ađ ógleymdum bróđurnum Arthur sem býr inni á heimili ţeirra, međ krónískt ţvagvandamál. 

Fleiri áhugaverđar persónur, eins og eiginkonan, ţrír rabbínar, kennari stráksins og síđan einhverjir forfeđur hans og draugur úr löngu horfinni fortíđ, ađ ógleymdum lögmanni, tannlćkni og manni sem hefur orđin "Hjálpađu mér" rituđ á hebresku á gómhliđ tanna sinna, kóreskum nemanda sem reynir ađ múta Larry til ađ hćkka einkunnir sínar, og einn úr skólanefndinni sem ákveđur hvort ađ Larry verđi lífsráđinn eđa ekki. 

Allar eru ţessar persónur eru trúverđugar og sérstakar. Allar kasta ţćr ljósi, eđa kannski skugga, á líf Larry, og hjálpa honum eđa ekki ađ átta sig á hvađ er eiginlega ađ í lífi hans.

Ég skemmti mér yfir ţessari mynd. Hún minnir á eldra verk ţeirra Coen brćđra, "Barton Fink". Húmorinn er sá sami, en súrrealisminn er ekki lengur í myndmálinu, heldur ţví hvernig Larry upplifir lífiđ og tilveruna sífellt undrandi og óviss um hvađ gerist nćst.

Upphafsatriđiđ er svolítiđ spes og gefur tónninn, međ draugasögu ţar sem áhorfandinn er sjálfur látinn fylla í eyđurnar, og ţá vonandi međ eigin fordómum um drauga og hjátrú. Okkur líđur illa ţegar viđ fáum ekki útskýringu á einhverju sem skilur eftir tómarúm, og ţađ er nákvćmlega ţessi tilfinning sem aumingja Larry ţarf ađ berjast viđ - ađ finna tilgang međ lífinu til ađ fylla í ţá ógurlega stóru eyđu sem allt í einu ýtir honum út af eigin heimili og skilur heimsmynd hans eftir í rjúkandi rústum.

 

Rotten Tomatoes: 87%

IMDB: 7,4


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband