Á að stofna sérstakan dómstól vegna Hrunsins?

Hrunið er að einhverju leyti sambærilegt við nasisma í Þýskalandi. Á Íslandi kúventist siðferðið og allt virtist réttlætanlegt í nafni gróða og arðs, þessi hegðun átti jafnvel að koma þjóðinni vel, skapa góðæri, leysa öll okkar vandamál. Í Þýskalandi nasismans var svipað upp á teningnum, þar sem rutt var miskunnarlaust úr vegi öllum hindrunum sem gætu orðið á vegi þýsku þjóðarinnar. Það er þó eitt að drepa milljónir, og annað að valda hundruðum þúsunda varanlegum fjárhagslegum skaða.

Það er stigsmunur þarna, ekki eðlismunur, því að sama höfuðviðmið var leiðarljósið: tilgangurinn helgar meðalið. Og: það er í lagi að gera hið ranga því við komumst upp með það, og stjórnvöld leggja blessun sína yfir slíka hegðun. Það er ekkert siðferðiviðmið jafn mikilvægt og þroskuð samviska. Þegar fólk hefur ekki slíka samvisku og stendur á sama um siðferðileg viðmið og lögmál, þá erum við í vanda stödd.

Í kjölfar síðari heimstyrjaldar var settur á sérstakur dómstóll þar sem skýrt var að fyrning væri ekki inn í myndinni og allir þeir sem áttu hlut í máli skyldi draga til ábyrgðar. Þarna á ég við Nuremberg réttarhöldin.

Hrunið jafnast samt ekki á við nasismann í alvarleika, þó að alvarleiki Hrunsins sé mikill. Ég tel rétt að setja á sérstakan dómstól þar sem ákærðir verða þeir sem brutu af sér allt frá tímum einkavæðingar, það er að fyrningarákvæði muni ekki eiga við um Hrunið, þar sem um landráð, hryðjuverk eða síendurtekin rán er að ræða, nokkuð sem fyrnist ekki samkvæmt almennum hegningarlögum í íslenskri stjórnarskrá.

Annars gott að heyra Jóhönnu loks finna tóninn sem kom henni í stöðu forsætisráðherra.

„Við hljótum að gera afdráttarlausa kröfu um uppgjör við refsivert athæfi. Þeir sem tæmdu bankanna verða dregnir fyrir dóm og allt gert til þess að þeir geri upp við samfélagið sem þeir fórnuðu á altari græðgi og skefjalausrar áhættusækni.“


mbl.is Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eiga að víkja?

 

wood_bus_l

Íslenska stjórnkerfið er ónýtt. Hefur verið mótað til að atvinnupólitíkusar geti setið á þingi alla ævi og fengið síðan ljómandi eftirlaun. Þessu kerfi hefur tekist að gleypa lýðræðishugsjónina, sem gengur út á það að fólk spillist við völd, og því verði að skipta fólki reglulega inn og út. Miklu oftar en gert er á Íslandi. Til dæmis mætti takmarka hámarkssetu á þingi við 8 ár. Bara sú regla gæti stórbætt kerfið.

Það þýðir aftur á móti að reynsluboltar í pólitík yrðu ekki lengur til og sífellt viðvaningar við völd. Það er varla eðlilegt að tvíhöfði ríkisstjórnarinnar hafi setið samtals um 60 ár á þingi? Erfitt að segja hvort sé betra: spilling eða reynsluleysi. Ég kýs reynsluleysið og minni völd ríkisins.

Lýðræðið varð til sem svar við einræði og spillingu sem slíku tengist. Eftir því sem stjórnmálamenn sitja lengur, færist lýðræðið nær einræði. Kerfið seilist sífellt til einræðis, því það virkar svo miklu betur, er hraðvirkara og þarf ekki mikla skriffinnsku. Lýðræðið er hins vegar afar þungt í vöfum, en það er einmitt til þess að koma spillingunni fyrir kattarnef, gera henni eins erfitt fyrir og mögulegt er. Gagnsæi og allt upp á borði. Það er hin lýðræðislega hugsjón. Lýðræði er ekki skemmtilegt. Það er hundleiðinlegt, og fólk sækist ekkert sérstaklega í það. En það virkar þegar grundvallarreglum er fylgt eftir: að stokka reglulega upp (fyrir alvöru) og skrásetja öll embættisverk.

Íslenskir stjórnmálamenn eru eins og strætóbílstjórar sem keyra vélarlausan vagn á tréhjólum sem dreginn er áfram af embættismönnum, skattborgurum og farþegum. 

 

Mynd: I Want A Volkswagen Bus

 

E.S. Þannig hófst færslan upphaflega en ég ákvað að klippa hana svolítið til:

Loksins þegar sannleikurinn er kominn í ljós á þá Þorgerður að víkja?

Er Þorgerður ekki manneskja sem sjálfstæðismenn kusu á þing? Eiga þeir ekki að standa við bak hennar gegnum þykkt og þunnt? Væri ekki einnig betra að Björgvin og Illugi yrðu áfram á þingi til að viðhalda þeim pirringi sem nærvera þeirra veldur?

Einmitt að leyfa Þorgerði að sitja áfram og sjá hvernig málið leggst í kjósendur. Það væri verra að fá manneskju í staðinn sem enginn veit neitt um. Svona rannsóknarskýrslur verða líklega ekki gefnar út á hverju ári, en nóg er af efnivið í tug sambærilegra skýrsla á næstu tiu árum, reikna ég með.

 


mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband