LÝÐVELDIÐ eftir Platón: 327 - Hvernig get ég fengið þig til að hlusta á mig ef þú hefur engan áhuga á því?

 

BÓK I

1. kafli - Árás á hefðir

 

327a

Í gær fór ég til Piraeus með Glákoni, syni Aristons, til að tilbiðja gyðjuna og líka vegna áhuga mínum á að sjá hvernig þeir stjórna hátíðarhöldunum, fyrstu sýningunni. Ég var vissulega hrifinn af glæsileika skrúðgöngu bæjarbúa, en ég verð að segja að Þrasíumenn stóðu sig jafnvel og bæjarbúar í þeirri göngu.

327b

Þegar tilbeiðslu okkar og áhorfi lauk lögðum við aftur af stað til bæjar, þegar Pólemarkús sonur Sefalusar, tók eftir okkur úr fjarlægð og sendi þræl á eftir okkur. Drengurinn kom aftan að mér, greip í jakka minn, og sagði, "Pólemarkús vill að þú bíðir eftir honum."

"Allt í lagi, við skulum gera það," sagði Glákon.

327c

Pólemarkús var fljótur að ná okkur. Í för með honum voru bróðir hans Adeimantus, Níkeratus sonur Níkíasar, og nokkrir fleiri; þeir höfðu greinilega allir verið í skrúðgöngunni. 

"Sókrates," sagði Pólemarkús, "mér sýnist þið tveir vera að leggja af stað í bæinn."

"Það er rétt," svaraði ég.

"Nú," sagði hann, "sérðu hvað við erum margir?"

"Auðvitað."

"Þú ættir því að velja," sagði hann, "á milli þess að yfirbuga okkur og vera hérna áfram."

"Nú, það er enn einn möguleiki til staðar," benti ég á. "Við gætum sannfært ykkur um að leyfa okkur að fara."

"Geturðu sannfært fólk sem hlustar ekki?" spurði hann.

"Ómögulegt," svaraði Glákon.

"Þú ættir að gera þér grein fyrir að við munum ekki hlusta á þig."

 

Spurningar:

  1. Þegar einhver vill ekki hlusta, er vit í að þvinga viðkomandi til hlustunar?
  2. Hvaða afleiðingar ætli það hafi að þvinga eigin skoðunum upp á annað fólk?
  3. Hefur stjórnarþingmaður rétt til að þvinga eigin skoðunum yfir á þjóð sína?
  4. Hefur trúfélag rétt til að þvinga eigin skoðunum yfir á meðlimi sína?
  5. Hefur kennari rétt til að þvinga eigin skoðunum yfir á nemendur sína?
  6. Hefur foreldri rétt til að þvinga eigin skoðunum yfir á börn sín?
  7. Hafa börn rétt til að þvinga eigin skoðunum yfir á jafnaldra sína?
  8. Hefur skólakerfi rétt á að þvinga námsskrá yfir á nemendur?
  9. Hefur ríkisstjórn rétt á að þvinga eigin úrlausnum yfir á þegna sína?
  10. Hafa fréttastofur rétt til að takmarka sjónarhorn á sannleikann?


Mynd: Jim Guittard's Place

Hverjir eiga banka og skilanefndir?

Ég velti þessu fyrir mér vegna afskrifta auðmanna og það að þeir hafa sumir fengið tapaðar eignir sínar til baka á silfurfati.

Getur verið að þessir auðmenn eigi bankana í dag? Hefur það verið rannsakað?

Ég get ekki ímyndað mér að nokkrir aðrir hefðu áhuga eða hag af því að kaupa íslenska banka sem hafa hrunið.

Annað eins hefur gerst.


Haiku um ICESAVE

Æ say f... og Æ say f...
Æ say f... og Æ say f..., Æ say f...
og Æ say f... ICESAVE

Bloggfærslur 20. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband