Af hverju eru varðhundar vantrúar svona reiðir?

cnh2

Ofbeldi birtist í ólíku formi.

Fyrr á öldum þótti sjálfsagt að karlmaður réði algjörlega yfir konu sinni á heimilinu. Í dag kallast slíkt heimilisofbeldi. Áður fyrr gátu kennarar agað nemendur sína með líkamlegum refsingum. Í dag kallast slíkt ofbeldi. Áður fyrr fengu konur ekki að kjósa. Í dag myndum við kalla það ranglæti, og hugsanlega ofbeldi.

Í dag þegar einhver bloggari vogar sér að nota hugtakið "trúarbrögð" í fyrirsögn, getur sá hinn sami átt von á miklum straumi athugasemda frá varðhundum vantrúar sem láta eins og á þá hafi verið ráðist og verið sé að vaða yfir þá með skítugum skóm. Þessir varðhundar eru yfirleitt ekki kurteisir og blindir á önnur sjónarhorn en sín eigin, þó að þeir séu duglegir að spyrja lokaðra spurninga, sem gerðar eru til að leiða ímyndaða andstæðinga í einhvers konar gildru.

Sumir þeirra eru þó heiðarlegir og kraftmiklir einstaklingar, en eru svo blindaðir í einhvers konar reiði og heift, að það er erfitt að hafa skýr samskipti við þá. 

Það sem ég á erfitt með að skilja er hvaðan öll þessi heift sprettur. Kemur hún undan djúpstæðum vonbrigðum vegna þess að þeir höfðu einhverjar annarlegar væntingar til trúarbragða sem síðan reyndust ekki á rökum reistar? Hafa viðkomandi einstaklingar orðið fyrir einhvers konar ofbeldi af hendi trúarbragða? Gera þeir ekki greinarmun á trúarbrögðum og stofnunum trúarbragða?

Ég upplifi dónalegt orðbragð sem tjáningu á reiði. Kannski er það bara einhver misskilningur hjá mér, sem væri ágætt að fá leiðréttan.

Gaman væri að heyra hvað varðhundum vantrúar finnst um þetta mál. Eins og áður er ég svolítið upptekinn við aðra hluti í dag, en mun lesa allar athugasemdir, án þess að ég geti lofað að svara þeim öllum.

 

Þetta byrjaði allt hérna: Eftir þjóðfund: Vill þjóðin öflugri kirkju til að styrkja siðgæðið? (svarið virðist vera nei) og hélt svo áfram með þessum tveimur greinum og tugum athugasemda:

 


Bloggfærslur 13. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband