Sherlock Holmes (2009) **
8.1.2010 | 18:02
Robert Downey Jr. er frábćr "Sherlock Holmes", Jude Law frekar dapur Dr. Watson í frekar slakri leikstjórn Guy Ritchie, í handriti sem virđist hafa veriđ illilega misţyrmt eftir ađ hafa veriđ samţykkt til ađ létta tóninn í mynd sem hefđi mátt vera myrk og svöl.
Hugsađu ţér:
Sherlock Holmes er vel túlkađur sem dópisti, ömurlegur fiđluleikari og kung-fu meistari, ţar sem snilligáfa hans og ofvirk athyglisgáfa hans fćr ađ njóta sín umfram mannleg samskipti.
Í nokkrum slagsmálaatriđum í upphafi kvikmyndar er skyggnst inn í huga Holmes, ţar sem sýnt er hvernig hann reiknar út af nákvćmni hverja einustu hreyfingu sína og andstćđingsins, međ eđlisfrćđi og sálfrćđi algjörlega á hreinu, áđur en hann rotar andstćđinginn. Ţađ hefđi getađ veriđ sniđugt ađ nota ţetta í fleiri atriđum og láta hann hafa misreikna sig svolítiđ líka.
Ţví miđur er handritiđ frekar klisjukennt, og minnir satt best ađ segja meira á Scooby Doo teiknimynd en Sherlock Holmes sögu, ţar sem dularfullt illmenni ađ nafni Lord Blackwood (Mark Strong) ćtlar ađ nota sér frímúrarareglu í Englandi til ađ ná auknum völdum. Hann ţarf ađ komast í gegnum ýmsar ţjáningar á leiđ sinni til valda: dúsa í fangelsi, láta hengja sig, deyja, rísa upp frá dauđum, allt ţetta gamla góđa.
Dularfullur og vel klćddur en enginn sérstakur herramađur rćđur konuna sem Holmes elskar, Irene Adler (Rachel McAdams) til ađ fá honum verkefni. Ţessu sambandi er ćtlađ ađ bćta smá kómedíu í myndina, og ţar ađ auki er trođiđ í söguna ađ Dr. Watson (Jude Law) hefur trúlofast og hefur ţví engan sérstakan áhuga á ađ lenda í frekari ćvintýrum međ Holmes.
Ţađ er hrein synd hvađ Robert Downey Jr. er framúrskarandi góđur í ţessari mynd. Allt annađ fölnar í samanburđi. Stóru mistökin er ađ bćta léttleika í myndina sem passar einfaldlega alls ekki inn í sögu handritsins og skemmir frekar fyrir mynd sem hefđi getađ orđiđ góđ, ţví Holmes er einfaldlega ódrepanlegasti karakter í heimi bókmenntanna, sem sannast á ţví ađ höfundur hans drap hann, en neyddist til ađ lífga hann viđ nokkrum árum síđar vegna áreitis ađdáenda.
Sjáđu ţessa í sjónvarpi eđa DVD. Langi ţig í bíó, farđu frekar aftur á "Avatar".
Hvađa stjórnmálamađur í hinum vestrćna heimi getur talađ gegn frelsinu og haldiđ völdum?
8.1.2010 | 07:50
Ólafur Ragnar Grímsson hefur á snilldarlegan hátt vakiđ gífurlega athygli á alţjóđavettvangi međ ţví ađ leggja lykiláherslu á lýđrćđisleg gildi umfram efnahagslega velferđ. Honum hefur tekist ađ fćra umrćđuna yfir á hćrra plan sem allir ćttu ađ skilja.
Međ ţessari vendingu snúast málin ekki lengur um hagfrćđileg hugtök eins og prósentur, krónuna, dollarann, pundiđ, tölfrćđi, vergt ţetta og vergt hitt, heldur um siđferđileg gildi sem skipta okkur raunverulega máli í daglegu lífi, eins og frelsi, kosningarétt, virđingu og samstöđu.
Snilldarleikur Ólafs Ragnars felst međal annars í ţessari spurningu sem höfđar til allra hugsandi manneskja, hvar sem er í hinum vestrćna heimi, og er ein af grunnforsendum stjórnmálaheimspeki hins vestrćna samfélags:
Hvađa stjórnmálamađur í hinum vestrćna heimi getur talađ gegn frelsinu og haldiđ völdum?
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)