Til hvers að biðja menn um afsökunarbeiðni ef þeir skilja hvorki né viðurkenna að þeir breyttu rangt?
16.8.2009 | 19:03
"Manneskjur þrá ekki aðeins að verða ríkar, heldur að verða ríkari en aðrar manneskjur." John Stuart Mill
Fólk hagar sér samkvæmt eigin sannfæringu. Ef það breytir rangt, er það vegna þess að það veit ekki hvað er rétt. Ef það framkvæmir illvirki, er það vegna þess að það þekkir ekki hið góða.
Ég efast um að þeir sem hafa komið íslenskri þjóð í alvarlegustu klípu frá upphafi, telur sig ekki hafa gert neitt rangt, að þau hafi verið að fylgja eftir ferlum og farið eftir reglum sem voru viðurkenndar sem eðlileg viðskipti. Það er eins og kerfið hafi orðið að viðmiði fyrir því sem er gott eða illt.
Ég leita hamingju. Hamingja kemur frá hinu góða. Hið góða felst í gróða. Það er gott að vera ríkur. Þá get ég jafnvel útdeilt hamingju.Ég held að hugsunarhátturinn sé ekki flóknari en þetta.
Þetta er nytjahyggjan í sinni hreinustu mynd. Útkoman skiptir öllu máli, og þó að þurfi að fórna eins og einu samfélagi, þá er það í lagi, því að á endanum getur það komið heildinni vel, ef heildin er maður sjálfur og vinir manns.
Af hverju er siðfræði ekki skyldufag í skólum, þar sem hægt er að gefa fólki tækifæri til að hugsa af dýpt meðal annars um nytjahyggju og afleiðingar hennar sem lífsstefnu?
"Ef þú ættir skammt eftir ólifað og gætir aðeins hringt eitt símtal, í hvern myndirðu hringja og hvað myndirðu segja? Og af hverju ertu að bíða?" (Stephen Levine)
![]() |
Bíður eftir afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær er trúnaður ekki lengur trúnaður, og leynd orðin að yfirhylmingu?
16.8.2009 | 09:02

Segjum að þú skutlir vini þínum út í banka, og þér að óvörum kemur hann til baka í bílinn með grímu yfir andlitið og fullar hendur fjár. Hann biður þig að segja engum frá. Ef þú samþykkir, ertu samsekur. Ef þú samþykkir ekki, og lætur lögregluna vita, ertu þá að rjúfa trúnað við vin þinn, eða einfaldlega gera það sem er rétt?
Fólk misnotar leynd og trúnað í daglegu lífi og áttar sig ekki á greinarmuninum á leynd og yfirhylmingu. Til dæmis ef unglingur kemst að því að besti vinur hans er kominn á kaf í dóp, en lofar þessum vini sínum að segja engum frá. Hvað er rétt fyrir unglinginn að gera, segja frá til að koma vini sínum til hjálpar, og reynast þannig sannur vinur, eða þegja yfir vandanum og viðhalda þannig sambandi sem byggir ekki lengur á heilindum, heldur óheilindum, og mun þannig fyrr eða síðar falla um sjálft sig?
Þessar spurningar eru sjálfstætt framhald af færslu gærdagsins, þar sem ofsóknir á hendur þeim sem fjalla um bankaleyndarmál eru gagnrýndar:
Á að krossfesta íslenska rannsóknarblaðamenn fyrir að grafa upp sannleikann?
"Ef þú brýtur einu sinni gegn trausti meðborgara þinna, muntu aldrei njóta virðingu þeirra og halda mikilvægri stöðu. Það er satt að þú getur blekkt alla stundum; þú getur jafnvel blekkt suma alltaf; en þú getur ekki blekkt alla, alltaf." (Abraham Lincoln)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)