Hetjudáð í háloftunum: flugstjóri Iceland Express nauðlenti til að bjarga mannslífi

 


 

Því miður eru fréttir líklegri til að benda á hið neikvæða en hið jákvæða. Hugsanlega vegna þess að hið neikvæða vekur meiri athygli og er auðveldar í sölu. Einnig getur verið að fólk finni sig ekki knúið til að láta fjölmiðla vita af jákvæðri frétt. Ég hef lesið alltof mikið af neikvæðum fréttum af töfum Iceland Express vélar á Kastrup, en ekkert um þá jákvæðu frétt sem fylgir hetjudáð flugstjóra í ferðinni frá Barcelona. 

Manneskja fékk hjartaáfall um borð í vél Iceland Express á leiðinni frá Barcelona til Íslands í gær. Flugstjórinn mat ástandið það alvarlegt að hann ákvað að lenda vélinni í Basil í Sviss, til að manneskjan kæmist sem allra fyrst undir læknishendur, sem er hárrétt ákvörðun því að hver mínúta er dýrmæt þegar um hjartaáfall er að ræða. Þetta þýddi að vélinni þurfti að leggja yfir nótt, vegna þess að starfsmenn vélarinnar voru sprungnir á leyfilegum flugtíma yfir sólarhringinn.

 

 


 

Einhverjir farþegar mótmæltu og voru ósáttir við að flugvélinni væri lent, en aðrir farþegar sýndu meiri skilning. Um kvöldið fengu farþegar góðan kvöldverð í boði Iceland Express, fengu gistingu á lúxushóteli og síðan morgunverðarbuffát um morguninn. 

Ég hef kíkt eftir fréttum um þetta en engar séð, aðeins fréttir af fólkinu sem var í öngum sínum á Kastrup, og mér finnst rétt að benda á það að Iceland Express er að gera góða hluti. 

Eina vandamálið snýst kannski að upplýsingaöflun, en upplýsingar um komutíma og hvernig aðstandendur gætu náð sambandi við farþega var erfitt að finna. 

Þessi flugstjóri tók góða ákvörðun sem hann þarf að réttlæta, en ég vil bæta um betur og leyfa mér að hrósa honum fyrir snarræðið. Það þarf stundum hugrekki til að taka rétta ákvörðun, sérstaklega ef einhverjir snúast gegn henni. Ef einhver mér nástaddur fengi hjartaáfall í flugvél myndi ég vilja hafa svona flugstjóra við stýrið.

 

Myndir:

Hjartaáfall: Advanced Safety Training Services

Iceland Express vél: flickr


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um undirstöður hamingjunnar: Sköpun, þjónusta og þekking

 


 

 

Svanur Gísli Þorkelsson skrifaði flottan pistil í gær: Það sem ég held um hamingjuna; heimatilbúin heimspeki.

Ég reyndi að byggja aðeins á honum og tengja hugmyndir hans hugmyndum Matthew Lipman um barnaheimspeki og hverju hún skilar manneskjum út í lífið, en Lipman heldur því fram að heimspekileg ástundun barna hjálpi þeim að móta gagnrýna og skapandi hugsun, sem þyrfti að vera stutt af umhyggju til að vera einhvers virði í veruleikanum, (og leiða þar af leiðandi til raunverulegrar lífshamingju, en ekki hamingju úr stöðlum og plasti).

Ég setti saman þennan stutta lista og teiknaði mynd til að sýna samsvörun milli þess sem Svanur var að velta fyrir sér og þessara kenninga. Mér finnst hugtakanotkun hans afar góð, og enn betri en mínar eigin þýðingar á þessum hugtökum.

 

 

  • Sköpun = Skapandi hugsun = Creative Thinking
  • Þjónusta = Umhyggja = Caring Thinking
  • Þekking = Gagnrýnin hugsun = Critical Thinking

Svanur hugsar með sér að sköpun, þjónusta (ást) og þekking séu undirstöður hamingjunnar.

Jón Steinar Ragnarsson svarar með þeirri kenningu að best sé að lifa í núinu (sem er reyndar liðið þegar þú lest þetta - hvað tekur þá við, annað nú? Felir núið í sér fortíð og framtíð á einhvern hátt?)

Óskar Arnórsson bendir á þá fegurð sem felst í því að gefa sér tíma til að velta svona löguðu fyrir sér. Er lykillinn að betri heimi kannski einfaldlega sá að fólk þarf að vilja betri heim og nenna að velta honum fyrir sér?

 

Hvað segir þú?

 

 

Mynd af brosum: The Doc Whisperer


Bloggfærslur 9. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband