33 fyndin prófsvör
22.7.2008 | 19:52
Ég veit að þetta asnast svolítið til í þýðingu, en lestu og brostu. Flest brosin verða til út frá þessum alltof stóru orðum sem ekki er auðvelt að skilja í fyrstu atrennu. Þetta er fyndnara ef við sleppum útskýringum.
Í Egyptalandi hinu forna var múmíubyggð mikil og þær skrifuðu allar straumfræði. Þær bjuggu í eyðimörk Söru og ferðuðust um á Kamelot. Hitastigið á Söru var þvílíkt að íbúarnir þurftu að búa annars staðar.
Biblían er full af áhugaverðum persónum. Í fyrstu bók Biblíunnar, Ginness, voru Adam og Eva búin til úr eplatré. Eitt barna þeirra, Kain, spurði: "Er ég sonur bróður míns?"
Móses leiddi hebresku þrælana yfir Rauðahafið, þar sem þeir gerður sér ólyft brauð sem er brauð gert án hráefna. Móses fór upp á Blásýrufjall til að sækja boðorðin tíu. Hann dó áður en hann komst nokkurn tíma til Kanada.
Salómon átti þrjúhundruð eiginkonur og sjöhundruð broddgelti
Grikkirnir voru vel höggvið fólk og án þeirra ættum við okkur enga sögu. Grikkir höfðu líka goðsögur. Goðsaga er kvenkyns mölfluga.
Í raun og veru þá voru Hómerskviður ekki skrifaðar af Hómer, heldur af öðrum manni sem hafði sama nafn.
Sókrates var frægur grískur kennari sem var duglegur að gefa fólki ráð. Það drap hann. Sókrates dó eftir ofnotkun á eitri. Eftir dauðann varð dramatísk hnignun í starfsferli hans.
Á Ólympíuleikunum kepptu Grikkir í kapphlaupi, stökki, köstuðu kexkökum og kaffibaunum.
Loksins höfðu Rómverjar sigrað Grikki. Sagan kallar fólk Rómverja af því að þeir voru aldrei lengi á sama stað.
Júlíus Cesar slökkti á sjálfum sér á bardagavöllum Gaulverja. Ides frá Mars myrti hann af því að þeir héldu að annars yrði hann kóngur. Deyjandi, stundi hann: "Tí hí, Brútus."
Neró var grimm harðstjórn sem myndi pynta þegna sína með því að spila á fiðlu fyrir þá.
Jóhanna af Örk var brennd til steikar og var gerð að dýrlingi af Bernard Shaw. Loksins kom Magna Carta út sem bannaði að hengja sömu manneskju tvisvar fyrir sama afbrot.
Á miðöldum voru flestir ólæsir. Mesti rithöfundur tilgangslausu aldanna var Chaucer, en skrifaði mörg ljóð og erindi og líka bókmenntir.
Önnur saga segir af Vilhjálmi Tell sem skaut ör gegnum epli á meðan hann stóð á höfði sonar síns.
Elísabet drottning var "Jómfrúardrottningin". Sem drottning náði hún miklum árangri. Þegar hún afklæddi sig fyrir framan hermenn sína hrópuðu þeir "húrra!"
Þetta var tími mikilla uppgötvana og uppfinninga. Gutenberg fann upp á fjarlægjanlegu letri og Biblíunni. Önnur mikilvæg uppfinning var hringrás blóðsins. Sir Walter Raleigh er sagnfræðilega mikilvægur af því að hann fann upp á sígarettum og byrjaði að reykja. Og Sir Francis Drake umskar heiminn með 100 feta skærum.
Mesti rithöfundur endurreisnarinnar var William Shakespeare. Hann fæddist árið 1564, á fæðingardegi sínum segja þeir. Hann vann sér aldrei inn mikinn pening og er bara frægur út af leikritum sínum. Hann skrifaði harmleiki, gamanleiki og legfjarlægingar, allt með íslömskum hrynjanda. Rómeó og Júlía eru dæmi um hetjupar. Hinsta ósk Rómeós var að gera það með Júlíu.
Miguel Cervantes skrifaði á sama tíma og Shakespeare. Hann skrifaði Donkey Hote. Næsti frábæri rithöfundur var John Milto. Milto skrifaði Paradís týnd. Þá dó konan hans og hann skrifaði Paradísarheimt.
Ameríka byrjaði í endurreisninni. Kristófer Kólumbus var mikill siglingamaður sem uppgötvaði Ameríku á meðan hann sigldi yfir Atlantshafið. Skipin hans voru kölluð Nína, Pínta og Santa Fe.
Seinna fóru pílagrímarnir yfir hafið og var það kallað Framför Pílagrímanna. Veturinn 1620 var erfiður fyrir landnemana. Margir dóu og mörg börn fæddust. John Smith skipstjóri bar ábyrgð á þessu öllu saman.
Ein af ástæðum bandarísku byltingarinnar var að Englendingar settu takka í teið sitt. Þar að auki sendu landnemarnir pakka með pósti án þess að borga póstburðargjöld. Loks unnu landnemar stríðið og þurftu ekki lengur að borga skatt. Fulltrúar frá hinum upprunalegu 13 ríkjum formuðu hið Ánægða Þing. Thomas Jefferson, hreinn sveinn, og Benjamin Franklin voru tveir af þeim söngvurum sem sungu Sjálfstæðisyfirlýsinguna. Franklin uppgötvaði rafmagn með því að nudda tveimur köttum afturábak og sagði, "Hestur deildur með sjálfum sér getur ekki staðið." Franklin dó árið 1790 og er ennþá dauður.
Fljótlega var stjórnarskrá Bandaríkjanna notuð til að tryggja fjandmennsku heima. Undir stjórnarskránni hlaut fólk rétt til að ganga um með bera handleggi.
Abraham Lincoln varð mesta fordæmi Bandaríkjanna. Mamma hans dó í æsku, og hann fæddist í viðarskúr sem hann hafði byggt með eigin höndum. Abraham Lincoln frelsaði þrælanda með því að skrifa undir Tilskipun um afskurð kynfæra. Kvöldið 14. apríl 1865 fór Lincoln í leikhús og var skotinn í sæti sínu af einum leikaranna í kvikmynd. Tilræðismaðurinn var John Wilkes Booth, geðveikur leikari. Þetta gjöreyilagði feril Booth.
Á meðan í Evrópu, var upplýsingin sanngjarn tími. Voltaire fann upp á rafmagninu og skrifaði líka bók sem hét Sælgæti.
Isaac Newton fann upp þyngdaraflið. Það er sérstaklega auðvelt að verða var við það á haustin þegar eplin fara að falla af trjánum.
Johann Bach samdi mörg stórfengleg tónverk og átti gríðarlegan fjölda af börnum. Á meðan æfði hann sig á gamalli þernu sem hann geymdi uppi á háalofti. Bach dó frá árinu 1750 til dagsins í dag. Bach var frægasta tónskáld heims og líka Handel. Handel var hálf þýskur, hálf ítalskur og hálf enskur. Hann var mjög stór.
Beethoven samdi tónlist þrátt fyrir að vera heyrnarlaus. Hann var svo heyrnarlaus að hann samdi háværa tónlist. Hann fór í langa göngutúra um skóginn jafnvel þó að allir væru að kalla á hann. Beethoven gaf upp öndina árið 1827 og dó seinna vegna þess.
Franska byltingin tókst áður en hún gerðist og skaust inn í Napóleon. Napóleon vildi fá erfingja til að erfa vald hans, en þar sem Jósefína var kapall gat hún ekki eignast börn.
Sólin settist aldrei á breska heimsveldið af því að breska heimsveldið er í austri en sólin sest í vestri.
Viktoría drottning var lengsta drottningin. Hún sat á þyrni í 63 ár. Hún var siðleg kona sem æfði dygð. Dauði hennar var síðasti atburðurinn sem lauk veldi hennar.
Nítjánda öldin var tími margra stórfenglegra hugsana og og uppfinninga. Fólk hætti að fjölga sér með handafli og byrjaði að fjölga sér með vélum. Uppfinningin á gufubátnum varð því valdandi að net fljóts spratt upp. Cyrus McCormick fann upp á McCormick nauðgaranum, sem vann vinnu mörg hundruð manna.
Louis Pasteur uppgötvaði lækningu fyrir gyðingapresta. Charles Darwin var náttúrusinni sem skrifaði Líffæri Tegundanna. Brjálaði Curie fann upp á útvarpi. Og Karl Marx varð einn af Marx bræðrum.
Fyrsta heimstyrjöldin, sem var orsökuð af tilskipun aðalandar af stjórnleysingja, kom inn nýrri villu í rassgöt mannkynssögunnar.
Hálfbein þýðing af síðunni The List Universe: Lists with a twist - 33 Funny Exam Answers
Fer á The Dark Knight í kvöld
22.7.2008 | 17:37
Í kvöld kemst ég að því hvort að The Dark Knight sé jafn mögnuð og gagnrýnendur að utan segja, en hún hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og er langhæst á topp 250 lista Internet Movie Database, með 9.6 í einkunn frá 69.135 notendum sem gefa kvikmyndum reglulega einkunn.
Ég skrifa síðan gagnrýni á morgun og birti hér á blogginu, sérstaklega fyrir einn lesanda sem óskaði eftir að ég færi á frumsýningu til að flytja mínum traustu lesendum dóminn.
Vissulega fer maður svolítið litaður á þessa mynd í kvöld, þar sem að hún hefur verið alltof mikið lofuð, og ég veit að það getur haft áhrif á skoðanir mínar, en ég geri mitt besta til að sjá myndina án þess að dæma hana fyrirfram af of mikilli hörku.
Vanmáttur mannsins gegn náttúruskrímslinu: þegar við lentum í fellibyl á Yucatanskaganum
22.7.2008 | 10:19
Haustið 2002 ruddist fellibylurinn Ísídór yfir heimili mitt og borgina Merida í Yucatan. Ég og mín fjölskylda töpuðum aleigunni, og hundinum, en skóli sem við höfðum reist var lagður algjörlega í rúst af þessu ógurlegasta skrímsli sem ég hef komist í námunda við.
Daginn áður en fellibylurinn skall yfir hafði ég á tilfinningunni að eitthvað lægi í loftinu. Við fórum í dýragarðinn með börnin, og fréttum af starfsmönnum þar að allir apar, fyrir utan górillurnar, höfðu flúið úr garðinum. Þeir komu til baka eftir að fellibylurinn hafði rústað borginni.
Ég vissi ekki hvað fellibylur var. Hélt þetta væri í mesta lagi ofsarok eins og stundum er á Íslandi, en það reyndist vanmat. Ég límdi fyrir alla glugga, en þeir brotnuðu samt í óveðrinu. Ég var nettengdur á þessum sunnudegi og ætlaði að taka þátt í skákmóti sem Taflfélagið Hellir hélt reglulega á Netinu, en kl. 14:55 eða kl. 19:55 að íslenskum tíma, rofnaði netsambandið. Tveimur mínútum síðar fór rafmagnið. Við fengum rafmagnið aftur mánuði síðar.
Í fyrstu leit þetta út eins og rok, en við konan fórum með börnin og hundinn inn í svefnherbergi, sem var gluggalaust, og þar lokuðum við okkur inni með lítið vasaútvarp og vasaljós, en á meðan æstist stormurinn fyrir utan. Mér var hætt að lítast á blikuna þegar ég fór að heyra brothljóðin í gleri og ískrið þegar málmur beyglaðist saman. Eftir 10 tíma fór ég út í glugga og sá þá að allir veggir skóla okkar höfðu lagst saman og rúðurnar þotið út um veður og vind, það rigndi stanslaust eins og hellt væri úr fötu - ljósastaurar og tré lágu á hliðinni úti á götu. Þetta var fyrir utan heimili mitt, og þannig var þetta um alla borg.
Við þurftum að húka inni í 30 tíma, en þá slotaði. Börnin spurðu hvort að fellidrekinn væri farinn í burtu. Skólastofan var með vatni sem náði upp í ökkla, og í vatninu voru glerbrot og drulla. Sjónvarpið, tölvan, skólastofan: allt ónýtt.
Ég man ekki neitt eftir þessum degi, en konan mín segir að ég hafi farið út með sveðju ásamt nágrönnunum og unnið við að höggva fallin tré sem lágu á götunni, til að herinn kæmist að með sitt fólk. Daginn eftir fór ég í klakaverksmiðju sem keyrði á díselolíu, og beið í biðröð átta klukkustundir eftir einum klaka sem ég setti svo í kælibox. Þannig tókst okkar að bjarga mat sem annars hefði eyðilagst í rafmagnslausum ísskápnum. Það var líka vatnslaust, þar sem að pumpur til að ná vatni upp úr brunnum keyrðu á rafmagn, en við höfðum sundlaug í garðinum sem fylltist í fellibylnum og gátum baðað okkur upp úr þessu vatni næstu vikurnar. Einnig tókst okkur að kaupa sextíu lítra af drykkjarvatni, sem dugði okkur í tvær vikur.
Málmgirðingin fyrir utan húsið okkar hafði beyglast upp eins og bananahýði. Hundurinn fór út um hliðið þennan dag og ég hef ekki séð hann síðan. Reyndar frétti ég af honum um daginn, sex árum síðar, og er hann heill heilsu hjá dýralækninum, en þangað hafði hann einhvern veginn ratað. Þar sem að við höfðum ekkert síma- eða netsamband í heilan mánuð á eftir gat dýralæknirinn ekki látið okkur vita.
Það versta við þetta var að geta ekki látið neinn vita heima á Íslandi og sagt fólkinu heima hvað það þýðir að upplifa svona lagað, þar sem að við vorum algjörlega sambandslaus við umheiminn.
Þannig er að upplifa fellibyl.
Myndir:
Gervihnattamynd af Ísídór frá NASA
![]() |
Spáð að hitabeltisstormurinn Dolly verði að fellibyl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig er hin "fullkomna" kvöldstund í þínum huga?
22.7.2008 | 00:23
Er það rómantísk kvöldstund, góð bíómynd, leikrit eða listasýning, fallegt sólsetur, vera í faðmi fjölskyldunnar eða vina, eða í myrkrinu með þeirri manneskju sem þú elskar?
Það væri gaman að heyra sögur af hinni fullkomnu kvöldstund...
Mynd: Craimark Studios
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)