Er The Dark Knight besta kvikmynd allra tíma?

Internet Movie Database (IMDB) sem er langmest notaða kvikmyndasíðan á netinu er með lista yfir 250 bestu kvikmyndir allra tíma. The Godfather hefur setið á toppnum í mörg ár, en var tímabundið vikið þaðan á meðan The Lord of the Rings kvikmyndirnar slóu öll met. Þær myndir komust upp í 9.2 í einkunn, en komust aldrei jafn hátt og The Dark Knight stendur núna, með 9.5 í einkunn og af netheimum í dag talin vera besta kvikmynd allra tíma miðað við 23.611 atkvæði.

Einkunnin á sjálfsagt eftir að breytast eitthvað með tíð og tíma og spurning hversu lengi hún telst best þeirra alla. Það er nokkuð ljóst að þetta er ein af þessum myndum sem maður verður einfaldlega að sjá í bíó til þess að teljast maður með mönnum.

 

 

Heimildir: Internet Movie Database


mbl.is Kvikmynd um Leðurblökumanninn setur aðsóknarmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er verðmætara: ferskur líkami eða ferskur hugur?

Ef þú gætir lifað að eilífu með annaðhvort líkama eða huga 30 ára manneskju, hvort myndir þú velja?

Þú færð því miður ekki að velja bæði. Halo

Og ágætt að taka það fram: líkaminn í þessu dæmi hættir að hrörna eftir sextugt, þannig að þú verður ekki að polli eftir 300 ár.

 

Mynd: Unsung Hero Revolution


Bloggfærslur 20. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband