9. Óskarsverđlaunin: The Great Ziegfeld (1936) ***

Ég ćtla ađ horfa á allar kvikmyndir sem valdar hafa veriđ besta myndin á Óskarsverđlaunahátíđum frá upphafi. The Great Ziegfeld frá 1936 er sú níunda í röđinni.

GreatZiegfeld12

Florenz Ziegfeld Jr. (William Powell) framleiddi fjölmargar skrautlegar Broadway sýningar sem kallađar voru The Ziegfeld Follies og var ný sýning frumsýnd á hverju ári frá 1907 til 1931 ţegar Ziegfeld tapađi aleigu sinni ţegar hlutabréfamarkađurinn hrundi.

GreatZiegfeld06

Kvikmyndin hefst ţegar Ziegfeld er ađ byrja feril sinn međ sýningu á sterkasta manni heims. Hans helsta keppinauti, Jack Billings (Frank Morgan) gengur betur viđ ađ fjármagna eigin sýningar. Ziegfeld er einstaklega laginn viđ ađ tapa öllum sínum eigum á verkefni sem honum finnst spennandi. Hann er nefnilega einstaklega gjafmildur og lifir fyrir ađ gefa af sér, hvort sem um listrćnar sýningar eđa fallegi hluti er ađ rćđa. Hins vegar er hann mikill dađrari og stundar ţađ ađ stela stúlkum frá vini sínum og keppinaut Jack Billings.

GreatZiegfeld15

Ein af stúlkunum sem hann stelur frá vini sínum er hin franska söngstjarna Anna Held (Luise Rainer). Ziegfeld lofar henni gulli og grćnum skógum komi hún međ honum til Bandaríkjanna. Hann stendur viđ öll loforđin, ţau verđa ástfangin og giftast. Hjónaband ţeirra líđur fyrir of mikla nćmi Anna Held og lýkur á dapurlegan hátt, ţegar hún fćr ţá flugu í höfuđiđ ađ Ziegfeld haldi framhjá henni.

GreatZiegfeld18

Ţađ er engin spurning ađ myndin er stórvel leikin, og ţá sérstaklega af Luise Rainer í hlutverki hinnar ofurnćmu Anna Held. Í leikaraliđinu glittir í frćg andlit, og eru tvö ţeirra sérstaklega eftirminnileg fyrir ţá sem hafa gaman af The Wizard of Oz. Frank Morgan sem leikur Jack Billings lék galdrakarlinn sjálfan, og Ray Bolger, sem leikur sjálfan sig er best ţekktur sem fuglahrćđan úr sömu kvikmynd.

GreatZiegfeld13

Helsti gallinn viđ myndina er nákvćmlega ţađ sem gerđi hana stórfenglega á sínum tíma: dans og söngvaatriđin. Ţađ er gífurlega mikiđ lagt í ţau og eitt atriđiđ sérlega glćsilegt, ţar sem gífurlega stór hringlaga stigi međ hundruđum syngjandi og dansandi leikara er sýndur í einni töku frá neđsta ţrepi upp í ţađ efsta, og frá ţví efsta niđur í ţađ neđsta. Ţetta atriđi hefur veriđ gífurlegt ţrekvirki. Eini gallinn viđ ţetta atriđi og önnur svipuđ er ađ ţau hafa nákvćmlega ekkert gildi fyrir frásögnina; ţau eru ţarna eins og heimildarmyndir á víđ og dreif um ţetta annars ágćta drama.

GreatZiegfeld14

Vegna ţessa verđur The Great Ziegfeld töluvert langdregin, en ţó hafa ţessi langdregnu atriđi ákveđiđ gildi. Ţar sér mađur frumlega hugsun Ziegfelds, sérstakan klćđaburđ fegurđardísa á sýningum, frábćra samstillingu dansandi og syngjandi listamanna; og ţann gífurlega metnađ sem Ziegfeld lagđi í fegurđina sem hann sá í kvenfólki og hann vildi leyfa sem flestum ađ njóta.

GreatZiegfeld20

 

Óskarsverđlaun The Great Ziegfeld áriđ 1937:

 

Sigur: 

Besta kvikmynd 

Besta leikkona í ađalhlutverki: Luise Rainer

Besta leikstjórn dansatriđa: Seymour Felix

 

Tilnefningar:

Besti leikstjóri: Robert Z. Leonard

Besta handrit: William Anthony McGuire

Besta listrćna stjórnunin: Cedric Gibbons, Eddie Imazu, Edwin B. Willis

Besta myndskeyting: William S. Gray

 

Ađrar kvikmyndir sem valdar hafa veriđ besta mynd ársins:

Wings (1928) **** 

The Broadway Melody (1929) *1/2

All Quiet on the Western Front (1930) ****

Cimarron (1931) ***1/2

Grand Hotel (1932) ***

Cavalcade (1933) ***

It Happened One Night (1934) ****

Mutiny on the Bounty (1935) ****

 

Smelltu hér til ađ lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.

Bloggfćrslur 30. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband