Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ósamræmi milli upplýsinga fráfarandi ríkisstjórnar og veruleikans?
10.5.2013 | 06:30
Það kæmi mér ekki á óvart.
Á meðan við heyrum stanslausan úr þeim búðum um árangur eftir Hrun, þá á ég bágt með að trúa því. Ég styð ekki þær hugmyndir á tölulegum hagfræðirannsóknum, heldur á samtölum við fólk. Margir hafa neyðst til að flytja úr landi. Sumir hafa verið atvinnulausir það lengi að þeir eru dottnir út af atvinnuleysisskrám. Skattar hafa aukist það mikið að fólk á erfitt með að ná endum saman.
Og svo er það þessi frétt um nauðungarsölumálin.
Getur verið að síðasta ríkisstjórn hafi einungis miðað við árangur innan þeirra fjögurra ára sem hún var við völd, og talið lán frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum sér til tekna? Stundum gleymist nefnilega, og lán eru ekki tekjur, og að þau þurfi að borga til baka.
Kemur að skuldadögum.
Vonandi nær ný ríkisstjórn að taka vandann alvarlegum tökum, áður en hann spíralast í annað hrun. Það verður erfitt verkefni. En fyrst þarf að tryggja heimilum grundvallar nauðsynjar: mat, þak yfir höfuðið og klæði. Og þetta eiga allir að hafa. Þegar grundvallar nauðsynjar hafa verið tryggðar, þá fyrst er tími til að vernda þau með öllum hugsanlegum ráðum.
Ör fjölgun uppboðsbeiðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kosningarnar í ár þótti mér góðar, eða eins góðar og mögulegt var miðað við þær aðstæður sem ríkja. Samfylking og Vinstri grænir áttu skilið að fá rassskell eftir hræðilega frammistöðu síðustu fjögur ár. Forysta í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er líklega illu skárri, þó að vissulega lifi fjórflokkurinn áfram sem slíkur.
Það sorglega við þessar kosningar er 5% reglan. Og líka að atkvæðavægi fer eftir búsetu.
5% reglan: hugmyndin á bakvið regluna er ekki slæm, en 5% markið er alltof hátt. Það er nánast vonlaust fyrir ný framboð að ná inn mönnum með þessum hætti. Betra væri að lækka markið niður í eitt eða tvö prósent. Það myndi tryggja meiri fjölbreytni á þingi.
Atkvæðavægi eftir búsetu: Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Fólk hefur sínar eigin sveitastjórnir. Samskipti og samgöngur milli bæjarfélaga er miklu auðveldari en var þegar reglan var sett. Aðstæður gjörbreyttar. Mér finnst að öll atkvæði ættu að hafa sama gildi. Get ekki séð af hverju ein manneskja fær að segja 40% sína skoðun á meðan önnur fær að segja 160% sína skoðun - og fylgja þeim eftir í atkvæðum.
Skondin þótti mér leiksýning Sjálfstæðisflokks korteri fyrir kosningar, sem náði hámarki í einlægari ímynd formannsins. Ég er nokkuð viss um að einhver hafi verið stunginn í bakið, en veit ekki hvort að sú manneskja sem fékk rýtinginn í bakið heitir Bjarni eða Hanna.
Fyndið þótti mér að fylgjast með ummælum Árna Páls. Ég veit ekki hvor myndlíkingin er betri: að hann hafi með hverjum einustu ummælum sökkt flokks sínum dýpra í kviksyndi, eða hvort hann hafi verið eins og naut í postulínsverslun.
Sigmundur Davíð stóð fastur á sínu og þarf nú að sýna fram á veruleikann að baki loforðum og kröfum fólksins. Reynist loforðin hafa verið tóm, mun flokkurinn brenna og hrynja í fylgi. Hins vegar hef ég trú á að þeir séu á réttri leið, og geti staðið við loforðin. Geri flokkurinn það, munum við sjá mun sterkari Framsókn í næstu kosningum.
Pírata fatta ég ekki alveg. Arg.
Annað þótti mér frekar bragðdauft.
Snilldarmyndin er eftir Halldór Andra Bjarnason og hefur verið mikið dreift á Facebook síðustu daga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Draumur um betri stjórnmálatíð á Íslandi - eða bara útópía?
28.3.2013 | 09:56
Ég er einn af þeim sem hef fengið ógeð á Alþingi Íslendinga. Á fjögurra ára fresti kjósum við ókunnugt fólk til að setja okkur lög og taka ákvarðanir byggðar á almannahag. Alltaf kemur í ljós, sama hver hefur verið kosinn og sama af hvaða ástæðum, að þingmenn og ráðherrar taka ákvarðanir fyrir þjóðina sem fyrst og fremst koma þeirra eigin hagsmunum vel. Og á fjögurra ára fresti trúum við að hlutirnir geti breyst með nýju fólki. Við ýtum þungu bjargi upp að fjallsbrún og kemur alltaf jafnmikið á óvart þegar það rúllar niður hinumegin.
Það mætti loka þingsölum til eilífðar, reka alla þingmenn og ráða enga í staðinn, þar sem hugtakið er úrelt og virkar ekki í dag, hefur aldrei virkað og mun aldrei gera það, og færa löggjafavaldið til fólksins gegnum beint lýðræði. Það er ekki bara mögulegt, heldur raunsær og góður kostur, sem gæti gert Ísland að réttlátu samfélagi. Það er nefnilega ekki nóg að Íslendingar séu upp til hópa gott og samviskusamt fólk, það sem vantar er að koma þessum anda Íslendingsins inn í löggjöfina og ákvarðanatökur fyrir heildina.
Það gæti komið í veg fyrir þetta endalausa hagsmunaplott. Það mætti þó ráða nokkra ráðherra í persónukjöri - sem hefðu takmörkuð völd og væru helst ráðnir til að verja almannahag sem tengist þeirra ráðuneyti. Til dæmis ætti menntamálaráðherra að berjast fyrir því að allir þegnar landsins hefðu aðgang að góðri menntun, sama hver staða þeirra er í samfélaginu, og sama á hvaða aldri manneskjan sem þarf menntunina er. Það sama myndi gilda um önnur ráðuneyti.
Íslendingar mættu einnig ákveða nákvæmlega hvernig þeir vilja greiða skatt og í hvaða málefni skattur þeirra ætti að fara. Það mætti jafnvel gera slíkt á klókan hátt með upplýsingatækni. Hugsaðu þér að þú værir skyldugur til að greiða 20% tekjuskatt, og gætir valið hvaða prósentuhlutföll færu í hvern málaflokk, en ávallt með lágmark 2% í hvern? Þá yrði skattur greiddur með glöðu geði, sérstaklega ef fjármunum yrði vel varið. Því kjósendur gætu refsað á hverju ári þeim sem fara illa með almannahag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er upptaka Evru og innganga í ESB galin hugmynd á þessum tímum?
20.3.2013 | 22:16
Ræddi við félagi minn frá Grikklandi í hádeginu um ESB og evrumálin. Hann sagði, nokkurn veginn svona: "Þið Íslendingar eigið aldrei, aldrei, aldrei að taka upp Evru. Þið eigið aldrei að ganga í Evrópusambandið. Sjáðu hvernig fór fyrir okkur! Horfðu til Kýpur."
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að innganga í Evrópusambandið sé alls ekki galin hugmynd, en nú eru farnar að renna á mig tvær grímur, enda virðist Evran að nálgast hættumörk og krísan langt frá því að vera horfin úr Evrópu.
Einnig fannst mér athugavert þegar hann sagði að Grikkir hefðu tekið upp Evru á sínum tíma þar sem að trúin var að það myndi redda hagstjórninni. Gallinn var hins vegar sá að hagstjórnin sjálf var vandamálið, og hún breyttist ekki með upptöku Evru.
Nú er talað um að taka upp líruna að nýju og hætta algjörlega með Evruna, enda hækkar hún verðlagið það gríðarlega að fólk hefur ekki lengur efni á neinu.
Vildi bara deila þessu með ykkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Málið hófst í byltingu. Hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu. Þúsundir Íslendinga lögðu leið sína að Alþingishúsinu og börðu á potta og pönnur, kröfðust þess að hlustað yrði á þjóðina. Árangurinn var sá að ríkisstjórn var steypt af kolli og ný kosin í staðinn, engu betri, fyrir utan fjóra einstaklinga sem kosnir höfðu verið til að breyta stjórnskipulaginu. Einn þeirra var fljótur að skipta um lið, og þá voru eftir þrír. Þau sem eftir eru eiga heiður skilið fyrir að standa sinn vörð, og hrópa á hjálp þjóðarinnar á ögurstundu - sem er í dag.
Hóparnir sem takast á eru tvennir:
- Þeir sem vilja klíkupólitík, eru sáttir við spillingu, mútur (styrki), og að litlar klíkur ráði öllu á landinu, vilja viðhalda ósanngjarnri verðtryggingu á húsnæðislán og styðja við gjörspillt bankakerfi. Þeir vilja koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu.
- Þeir sem vilja heiðvirð stjórnmál, vilja að almannahagur ráði frekar en sérhagsmunir, sjá ýmislegt athugavert við að stórfyrirtæki styrki þingmenn, vilja að fólk hafi efni á að eignast heimili. Þeir vilja atkvæðagreiðslu.
Þetta er það sem búsáhaldabyltingin snerist um! Þetta er byltingin sjálf. Ekki potta og pönnur. Ekki reiði og úlfúð. Heldur kröfu um alvöru breytingar á ómögulegum starfsháttum og verklagi.
Næsta mánudag er mikilvægasta augnablikið. Og þjóðin sjálf þyrfti að gera eitthvað róttækt, mæta á staðinn og sýna nýju stjórnarskránni stuðning í verki. Annars verður sú vinna sem unnin hefur verið síðustu fjögur ár af mikilli elni og þolinmæði, töpuð á einu bretti.
Sjáum við það ekki? Erum við nokkuð að sofna aftur?
Þór Saari sér það. Hann á heiður skilinn fyrir að varðveita málstaðinn af miklum krafti. Hann hefur gert í fjögur ár það sem kjósendur hans báðu hann að gera. Ég er ekki viss um að fólk átti sig almennilega á því hvað hann gekk mikilvægt skref með því að leggja fram þessa vantrauststillögu - og maðurinn liggur undir gríðarlegu einelti fyrir vikið, er hæddur og uppnefndur, en hann stendur eins og klettur. Aðdáunarvert!
Klíkupólitíkusar gera allt sem þeir geta til að sverta málstað stjórnarskrárfrumvarpsins, fara í manninn frekar en boltann, því verið er að tefla um mikla hagsmuni. Þeir sem vilja koma málinu í gegn, eru hins vegar þeir sem hafa fengið upp í háls af spillingu og ógeði á sviði íslenskra stjórnmála og hagsmunapots. Þeir sem vilja kjósa um málið á þingi eru góði gæinn. Það er engin spurning.
Verði málið ekki lagt til atkvæðagreiðslu, einfaldlega vegna þess að fólk er ósammála "á bakvið tjöldin", þá er öll von úti þegar kemur að endurreisn íslenskra stjórnmála, og rétt það sem Þorvaldur Gylfason segir, að um valdarán sé að ræða.
Klíkuveldið þarf að stöðva.
Tíminn til þess er núna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stór sigur fyrir beint lýðræði!
21.10.2012 | 08:56
Kosninganiðurstöður og góð þátttaka (ekki mjög góð samt) sýna fyrst og fremst að þjóðin sem slík er skynsemisvera og þarf að hafa kost á beinum kosningum í fleiri málum. Þessar kosningar eru stór sigur fyrir beint lýðræði. Það sem tapaði í þessum kosningum er fulltrúalýðræðið. Það er úrelt.
Óháð því hverjar niðurstöður verða í hverju máli fyrir sig, þá er ljóst að þjóðin hefur sýnt vilja til að koma skilaboðum sínum á framfæri, hreint og beint.
Þetta virðist vera rökrétt framfaraskref.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvenær er þjóð fátæk og í eymd?
26.5.2012 | 07:04
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þú heldur sjálfsagt að þessi grein sé um þig, er það ekki?
29.4.2012 | 10:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ísland hefur verið selt, og fáir fatta það
1.3.2012 | 07:04
Þegar húsnæðislán hækka langt umfram áætlun og lánþegi sér fram á að sífellt meira af tekjum hans fara í afborganir af lánum sem áttu að vera í mun minna hlutfalli, og þegar hann leitar allra hugsanlegra leiða út úr ástandinu en er aðeins boðið upp á fjórar leiðir: borga meira, gjaldþrot, flytja úr landi, eða gefast upp, þá fer valið sjálfsagt eftir karakter.
Þegar heil þjóð lendir í sömu aðstöðu, má spyrja hvaða karakter þjóðin hefur til að bjarga sér. Munu hinir sterkari vernda hina veikari, eða munu hinir sterku nýta sér umframkraftinn og brjóta hina veikari á bak aftur. Af því sem ég hef orðið vitni að síðustu þrjú árin, er ég hræddur um að seinni kosturinn verði veruleikinn eftir fáein ár, því þetta er veruleikinn í dag. Ekki sé ég breytingar í vændum.
Ríkisstjórnin heldur að innganga í laskað Evrópusamband og að taka upp Evru, gjaldmiðil sem hefur hækkað vöruverð og lamað fjármálastarfsemi í fátækari löndum, og þannig skapað aðstæður fyrir svarta markaði, er vafasöm lausn.
Þessi ríkisstjórn hefur tekið gríðarleg lán til að laga núverandi stöðu. Þessi lán eru sama eðlis og húsnæðislán. Í fyrstu er lánþegi sáttur við að hafa eignast þak yfir höfuðið, og er tilbúinn að borga til baka, en svo kemur í ljós að lánin verða óviðráðaleg, og leiðirnar fjóru: borga meira, gjaldþrot, flytja úr landi, eða gefast upp, verða kosturinn fyrir framtíð okkar. Stjórnmálamenn sem sitja á þingi í dag munu ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur, því skuldadagar hefjast ekki fyrr en þeir eru farnir frá völdum, og hafa þegar safnað að sér öllum þeim auð sem þeir geta til að verða meðal hinna sterkari í framtíðinni. Þjóðin verður ekki kölluð lánþegi, heldur skuldari. Ekki verður talað um réttlæti, heldur um rétt kröfuhaga til að hámarka hagnað sinn.
En hvað mun þjóðin gera þegar hún horfir framan í þann blákalda veruleika að geta ekki borgað lengur af lánunum? Ekki getur heil þjóð gefist upp. Hún getur borgað meira með að veita aukinn aðgang að auðlindum. Spurning samt hvort það muni duga. Kannski olía á drekasvæðinu geti reddað málunum? Kannski ekki. Þjóð getur víst ekki farið í gjaldþrot, því gerist það munu hrægammar utan úr heimi einfaldlega storma inn og hrifsa til sín allt steini léttara, löglega að sjálfsögðu.
Ætli þjóðin muni ekki standa í sömu stöðu og undirritaður á endanum, sjá sig knúna til að flytja úr landi, finna heiðarlegt og gott fólk sem er til í að vinna saman á jafnréttisgrundvelli. Margt verra gæti gerst en að Íslendingar færu í aukið samband við Noreg. Þetta eru miklar frændþjóðir og karakter hins venjulega borgara nauðalíkur. Hins vegar kunna Norðmenn að temja spillingaröflin, nokkuð sem Íslendingum hefur mistekist hrapalega.
Kreppan mun dýpka vegna þess að ríkið tók húsnæðislán sem þjóðin getur aldrei borgað til baka.
Ísland hefur verið selt, og fáir fatta það.
Mynd: ThyWord
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hræðsluáróður og rangsýni gagnvart skuldugum heimilum?
4.2.2012 | 09:23
Frá því að ég byrjaði að láta mig varða skuldavanda íslenskra heimila sem magnaður er upp með verðtryggingu hafa tvenn rök stöðugt unnið gegn því að þjóðin standi saman gegn þessum vanda.
Annars vegar er það sá hræðsluáróður að ef verðtrygging verður tekin úr sambandi verði það svo kostnaðarsamt fyrir lífeyrissjóði að þeir geti ekki lengur borgað út lífeyri. Í gær kom hin raunverulega ástæða í ljós, með skýrslu rannsóknanefndar um lífeyrissjóði. Þeir hafa tapað 500 milljörðum í áhættufjárfestingar og verða einhvern veginn að redda sér. Leið þeirra er að nota skuldug heimili sem mjólkurkú og reyna þannig að bjarga því sem bjargað verður. Það er ranglát sýn og verið er að hegna röngum aðila fyrir heimsku og glæpsamlega hegðun annars. Þetta verður að stoppa strax. Verðtrygginguna úr sambandi strax í dag, þar sem hún gerir ekkert annað en að gefa glæpamönnum skálkaskjól.
Hin ástæðan er sú undarlega öfund sem sprettur fram, þegar talað er um að leiðrétta lánin, lán sem áður voru aðeins hluti af verði húsnæðis og fólk taldi sig í góðri trú vera að borga þau niður, en síðan hækka lánin langt umfram greiðslugetu og verð húsnæðis, þannig að lánþegar þurfa að sjálfsögðu leiðréttingu. Það má ekkert gera fyrir þá sem orðið hafa fyrir tjóni, því að þá eru þeir að græða á meðan aðrir fá ekki neitt. Þetta þykir mér slík fásinna að heilbrigð skynsemi ræður ekki við slíka firru. Það er ekki til neitt svar, því skotið er af slíkri ósanngirni, rangsýni og heift, að það er ekkert annað hægt en að taka við högginu og liggja í götunni eftir það.
Ekki má gleyma að ástæða þessara margföldunaráhrifa fálust í sömu samtryggingu, spillingu og græðgi banka, líffeyrissjóða, stórfyrirtækja, dómkerfis, útrásarvíkinga, lagatækna og stjórnmálamanna sem smurðu vélina. Því miður hefur verið upplýst um slíkt gríðarlegt samsæri gegn almennum borgurum á Íslandi, að fyrir venjulega manneskju er erfitt að trúa því að það geti verið satt.
En það er satt. Því miður.
Hvenær á tiltektin að hefjast? Fyrsta verkið hlýtur að tengjast björgun heimila. Það gengur ekki lengur að láta feður, mæður, afa, ömmur, systur, bræður og börn, sitja föst í húsum sínum sem lent hefur undir fjármálalegu snjóflóði þessara samtryggingarafla, afla sem virðast jafnast á við þyngdaraflið, þó að hér sé aðeins um að ræða illverki manna.
Mynd: National Geography
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2014 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)