Hverjar eru bestu James Bond myndirnar? (Listi með stjörnugjöf yfir allar Bond kvikmyndir sem komið hafa út frá 1962)

 

Um daginn bað bloggvinur minn og fyrrum erkifjandi úr skákheiminum Snorri G. Bergsson mig um að búa til lista yfir allar Bond myndirnar og gefa þeim einkunn. 

Einkunnirnar eru allar eftir minni. Þær gætu breyst ef ég horfi á hverja og eina þeirra aftur og rýni þær vandlega, þannig að allar þessar einkunnir eru með fyrirvara.

Bestu Bond myndirnar að mínu mati eru Goldfinger (1964 - Sean Connery) og Casino Royale (2006 - Daniel Craig). Í humátt á eftir þeim koma From Russia with Love (1963 - Sean Connery), On Her Majesty's Secret Service (1969 - George Lazenby) og Goldeney (1995 - Pierce Brosnan).

Sú allra lélegasta er án vafa Casino Royale (1967) þar sem 6 ólíkir leikarar léku James Bond, og meðal þeirra Ursula Andres (fyrsta Bondstúlkan), Peter Sellers, David Niven og Woody Allen.

Lélegasta alvöru James Bond myndin finnst mér vera You Only Live Twice (1967), en það skín í gegn hvað Sean Connery leiðist í aðalhlutverkinu. Annars lék hann í hinni ágætu Never Say Never Again (1983) sem var reyndar ekki gerð með samþykki framleiðenda seríunnar. 

Allar Roger Moore myndirnar eru vel gerðar. Það er létt yfir þeim og húmorinn ágætur, hasaratriðin skemmtileg, en þær vantar alla dýpt. Samt eru þær ómissandi. 

Daniel Craig hefur blásið glænýju og fersku lífi í þennan klassíska kvikmyndakarakter, og ég bíð spenntur eftir næstu mynd, sem er væntanleg í nóvember á þessu ári: Quantum of Solace, með Daniel Craig í aðalhlutverki. 

 

quantumofsolace

 

 BondmyndÁrEinkunn Don HrannarsAðalleikari
1
Dr. No 
1962
***
Sean Connery 
2
From Russia with Love 
1963
***1/2
Sean Connery 
3
Goldfinger 
1964
****
Sean Connery 
4
Thunderball 
1965
***
Sean Connery 
5
You Only Live Twice 
1967
*1/2
Sean Connery 
6
On Her Majesty's Secret Service 
1969
***1/2
George Lazenby 
7
Diamonds Are Forever 
1971
**1/2
Sean Connery 
8
Live and Let Die 
1973
***
Roger Moore 
9
The Man with the Golden Gun 
1974
***
Roger Moore 
10
The Spy Who Loved Me 
1977
***
Roger Moore 
11
Moonraker 
1979
***
Roger Moore 
12
For Your Eyes Only 
1981
***
Roger Moore 
13
Octopussy 
1983
***
Roger Moore 
14
A View to a Kill 
1985
***
Roger Moore 
15
The Living Daylights 
1987
***
Timothy Dalton 
16
Licence to Kill 
1989
***
Timothy Dalton 
17
GoldenEye 
1995
***1/2
Pierce Brosnan 
18
Tomorrow Never Dies 
1997
***
Pierce Brosnan 
19
The World Is Not Enough 
1999
**1/2
Pierce Brosnan 
20
Die Another Day 
2002
***
Pierce Brosnan 
21
Casino Royale 
2006
****
Daniel Craig 
     
 !
Never Say Never Again
1983
***
Sean Connery
 !
Casino Royale
1967
*
Peter Sellers/Woody Allen/Ursula Andress/David Niven/Terence Cooper/Daliah Lavi



Ísland í dag: barn deyr í sjúkrabíl af botnlangabólgu eftir að hafa verið sent tvisvar heim af spítala

Þetta er sorgleg saga. Ekkert er verra en að missa barn. Áhugavert væri að vita á hvaða forsendum barnið var sent heim tvisvar sinnum, til þess eins að deyja á leið til spítalans í þriðja sinn. Er virkilega svona erfitt að greina botnlangabólgu? Af...

Fyrstu tvíburamyndirnar af Brad Pitt og Angelina Jolie birtast á Moggablogginu

Ég borgaði ekki nema 1.1 milljarð fyrir þetta. Tvær fyrir eina. Enda ógeðslega ríkur.

Endurflutningur á útvarpsþætti Sverris Stormskers með Guðna Ágústssyni bannaður - og RÚV stendur heil að baki Helga Seljan gegn borgarstjóranum

Máli Sverris Stormskers og Guðna Ágústssonar er líklega lokið, nema upptaka úr þættinum leki inn á Netið. Ég heyrði ekki fyrstu 50 mínútur þáttarins, en fannst samræða þeirra Sverris og Guðna afar skemmtileg þegar ég kveikti á stöðinni - svo skemmtileg...

Hvar eru Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á meðan neyðarástand ríkir á fjármálamarkaði?

Það eru kreppublikur á lofti. Kreppan er kannski ekki skollin á, en merkin eru farin að birtast og hagspámenn sjá hana skella yfir þjóðina í haust. Þetta byrjaði allt árið 2004 þegar hægt var að taka húsnæðislán upp á 80-100% í fyrsta sinn. Þá kostaði...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband