Eru dauðasyndirnar sjö bara hljóðlátt leyniprump í eyrum okkar Íslendinga?

Á Íslandi má allt.

Það má keyra þjóðina í þrot. Það má hrekja fjölskyldur úr landi. Það má kreista síðasta dropann úr vösum þeirra sem ekkert eiga. Það má alltaf eignast meira. Það má alltaf éta meira. Það má alltaf drekka meira. Það má enginn vera manni framar. Það má eignast það sem maður ekki á með klókindum. Það má níðast á börnum sem eru ekki fædd. Það má stela. Það má svindla. Það má svíkja. Það má hagræða tölum og atkvæðum. 

Dauðasyndirnar sjö hafa verið notaðar sem viðmið í margar aldir um hvers konar viðhorf geta verið hættuleg samfélaginu. Þessar syndir eru:

  • Miskunnarleysi
  • Græðgi
  • Dugleysi
  • Stolt
  • Ágirnd
  • Öfund
  • Ofát

Allt þetta hefur verið í gangi á Íslandi og er enn að.

Spurning hvort að við þurfum að læra klassísk fræði upp á nýtt, og byrja að læra eitthvað af visku fortíðarinnar.

Við höfum þegar áttað okkur á að við erum ekki flottust, fallegust, ríkust og hamingjusömust; en þeir sem trúa slíku mættu nota gátlista dauðasyndanna sjö til að átta sig á villu eigin vegar, taka upp betri siði og leyfa venjulegu fólki að lifa í friði og leita sér hamingjunnar í ró og næði.

Af hverju segjum við ekki "hingað og ekki lengra," eða hrópum af fullri raust í gjallarhorn, hvað eftir annað um alla bæi landsins þannig að glymri landshorna á milli:

 

"HINGAÐ OG EKKI LENGRA!"

 

Ég er að velta fyrir mér af hverju stórkaupmenn mega keyra fyrirtæki sín í þrot og fá annað tækifæri og peninga að gjöf á meðan saklausir borgarar geta ekki borgað skuldir sínar vegna óhóflegs sukks og svínarís og löghlýðni óreiðumanna við þessar sjö dauðasyndir. Ég er að velta fyrir mér af hverju stjórnmálamenn á Íslandi gefa ekki tímabundið frá sér völdin yfir til þjóðstjórnar, en skil að það er sjálfsagt vegna bæði mikillar innri spillingar, þægilegrar stöðu og launa. 

Mér er umhugað um þjóð mína. Þess vegna er þetta sárt.


Draumur um ICESAVE samþykkt

Í nótt dreymdi ég þetta samtal á milli álfs út úr hól og kartöflubónda. Álfurinn tók fyrst til máls. "Ef ICESAVE verður samþykkt, þá fær Ísland alveg rosalega stórt lán og getur notað þann pening til að styrkja fyrirtæki og einstaklinga sem eiga það...

Up In The Air (2009) ****

George Clooney situr í þægilegu sæti á fyrsta farrými og flugfreyjan spyr hann: "Would you like a can, sir?" Hann svarar undrandi: "Why would I want a cancer?" Hún sýnir honum dós og hann fattar misskilninginn. Þetta er lýsandi dæmi fyrir "Up In The Air"...

Law Abiding Citizen (2009) ***

"Law Abiding Citizen" er afdráttarlaus hefndarkvikmynd þar sem réttarkerfið er skrímsli sem hinn löghlýðni borgari vill umbreyta. Undirtónninn er svolítið merkilegur, því að hetja myndarinnar er í raun ekkert annað en hryðjuverkamaður sem álítur verkefni...

Góð leið fyrir Íslendinga til að snúa vörn í sókn og sigrast á kreppunni

Ég ræddi við háttsettan nafna minn hjá Forsætisráðuneytinu í gær á Facebook, þar sem ég gagnrýndi hvernig væri verið að rífa niður góðan málstað Íslendinga erlendis af Íslendingum. Svörin fannst mér áhugaverð og alvarlegt umhugsunarefni. Hann lofar þá...

Sjáðu hvernig James Cameron bjó til Avatar (myndband)

Eftir að Cameron kláraði Titanic árið 1997 hvarf hann úr heimi kvikmynda. Hann kannaði undur dýpisins næstu fimm árin, en ákvað svo að gera geimkvikmynd sem yrði betri og vinsælli en Star Wars. Honum tókst það! Sjá myndband hér . Sjá nánar:...

Íslenskir tónlistarsalar ekki í takt við tímann?

Tengt þessari frétt af Eyjunni: Algjört hrun hefur orðið í sölu tónlistar. Erlend tónlist nær hætt að seljast Fullyrðingar um að niðurhal tónlistar af netinu styðji við almenna tónlistarsölu eiga ekki við rök að styðjast. Þetta segir Gunnar Guðmundsson,...

Skal ásaka slökkvilið fyrir hús sem brenna?

Fjármálaeftirlitið er stofnun sambærileg við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ákveðna forvarnarstarfsemi í gangi, og fylgist með hvort að lögum sé fylgt innan fjármálafyrirtækja. Eðlilega hljóta helstu gögn FME að vera svipuð og hjá lögreglu...

Cape Fear (1962) ***1/2

"Cape Fear" er mögnuð spennumynd með flottum leikurum, ógleymanlegri tónlist og söguþræði sem gengur fullkomlega upp. Það er freistandi að gefa þessari mynd lægri einkunn en endurgerð Scorcese frá 1991 þar sem Robert DeNiro fór á kostum, en það væri...

Af hverju neitar Fjármálaeftirlitið á Íslandi að senda fulltrúa fyrir hollenska rannsóknarnefnd?

Ég hnaut um þessa málsgrein: Hollensk rannsóknarnefnd fjallar nú um efnahagshrunið þar í landi undir stjórn þingmannsins Jan de Wit. Hann sagði í síðustu viku, að Fjármálaeftirlitið á Íslandi hafi neitað að senda fulltrúa sinn fyrir nefndina. (Úr frétt...

Finnum við réttlætið í prósentum?

Ef þú átt milljarð í peningum og tapar fimmtíu milljónum, og nágranni þinn á tuttugu milljónir og tapar fjörutíu milljónum; segðu mér: hvor hefur tapað meiru? Ekki má gleyma að í spilinu eru ósýnileg verðmæti. Hver er verðmiðinn á sálarstríð þess sem á...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband