Hefur nýhöftunarhyggja Samfylkingar og Vinstri Grænna andvana fæðst?
18.12.2009 | 23:53
Í fyrra varð frægt þegar hin orðheppna Jóhanna Sigurðardóttir tilkynni andlát nýfrjálshyggju. Í dag bíð ég eftir að hún tilkynni um andlát nýhöftunarhyggju, en eins og flestir vita, þá fæddist hún andvana. Frekar neyðarlegt atvik. Huss huss. Áhugavert hvað hún skrifaði um verðtrygginguna á heimasíðu sína árið 1996. Orðrétt skrifaði hún:
Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð.
Áður en Steingrímur J. Sigfússon komst til valda sem fjármálaráðherra vildi hann ólmur losna við verðtrygginguna og viðræður um aðild að Evrópusambandi áttu ekki að koma til mála. Ég hef aldrei séð nokkurn mann komast upp með jafn snaran viðsnúning á jafn stuttum tíma, og það undarlega er að fólk virðist virða hann fyrir það eitt að vera snjall ræðumaður. Síðan hvenær var það nóg?
Þessi ríkisstjórn hefur svikið eigin kosningaloforð. Það eitt ætti að vera nóg til að hún fengi að fjúka. Hins vegar virðist vandinn vera enn dýpri, að stjórnmálamenn líta á störf sín sem einhvers konar frama, frekar en þjónustu. Ég hélt að tími innihaldslausrar kappræðu og mælskulistar væri liðinn, en hafði greinilega rangt fyrir mér.
Þjóðin verður að ná saman. Íslendingar eru í augnablikinu tvær þjóðir. Þeir sem eiga og þeir sem skulda. Þeir sem skulda greiða látlaust í vasa þeirra sem borga. Þetta fólk er ómeðvitað komið í þrælkunarbúðir. Það er heft af eigin skuldbindingum sem eru afar fjarri því sem það ætlaði sér.
Þegar lögfræðingar ráðleggja fólki sem hefur stöðugt unnið af heilindum og ávallt borgað sínar skuldir að fara gjaldþrotaleiðina, þá hlýtur eitthvað afar djúpt og alvarlegt að vera að, eitthvað sem er kannski ósýnilegt, en verður að berjast gegn af öllu afli.
Samviskuleysi, handalögmál og kúgun hafa stöðugt gegnt meginhlutverki í mannkynssögunni, og munu sjálfsagt halda því áfram, þó að okkur finnist erfitt að trúa því að nútíminn hafi ekki enn lært af mistökum fortíðarinnar. Sagan hefur kennt okkur það eitt að hún er dæmd til að endurtaka sig. Og nútími sérhverrar kynslóðar telur sig ávallt búinn að sigrast á fyrri fordómum og þekkingarleysi, og áttar sig ekki á að með þeirri trú á eigin fordómaskort, sé hún að dæma sjálfa sig til að endurtaka mistök eina ferðina enn.
Vonandi fjölmennir fólk á útifundinn í dag, 19. desember 2009, og ekki bara það, heldur hringir líka í tvo til þrjá félaga og hvetur þá að hringja líka í tvo til þrjá félaga til að hvetja með á fundinn. Þannig væri hægt að ná saman góðum hópi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af hverju það er ekki "óheiðarlegt" að vera á móti ICESAVE
16.12.2009 | 17:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Athugasemd mín við grein Láru Hönnu um pælingar Páls Skúlasonar í Silfrinu
15.12.2009 | 06:48
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réðist múgurinn snaróður og öskrandi gegn Obama eða voru þessi "svokölluð" mótmæli fyrirsögn í æsifréttastíl?
10.12.2009 | 21:39
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Obama, konungur Bandaríkjanna kemur til Osló með frökku fylgdarliði, og Greenpeace
10.12.2009 | 06:38
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eigum við að samþykkja eða hafna ICESAVE?
9.12.2009 | 08:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um hvað bloggar maður sem hefur ekkert að segja?
8.12.2009 | 07:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þór Saari í hræðsluleiðangri eða Steingrímur J. í afneitun?
4.12.2009 | 06:46
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Alþjóðlegir bankar fylgjast vandlega með hegðun íslenskra banka
3.12.2009 | 19:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loks vonarglæta fyrir heimili og fjölskyldur á Íslandi?
1.12.2009 | 21:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)