Um skyldusiðfræði og nytjahyggju
31.10.2023 | 07:32
Eftir samræðu í gær fór ég að velta fyrir mér íslensku siðferði, hvað það væri sem stýrir hegðun okkar meira, skylda okkar til að gera það sem við trúum að er gott og rétt, eða afleiðingar þess sem við gerum.
Heimspekingar hafa lengi deilt um það hvor viðmiðin séu betri til að taka réttar ákvarðanir, skyldusiðfræðin eða nytjahyggjan.
Skyldusiðfræðin byggir ákvarðanartöku ekki á afleiðingum þess sem við gerum, heldur á það sem við trúum að sé skylda okkar og í samræmi við lífsreglur okkar. Helsti leiðarvísirinn eru setningar eins og þessar: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig, og Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér.
Nytjahyggjan byggir ákvörðunartöku hins vegar algjörlega á afleiðingum þess sem við gerum eða gerum ekki, og grundvallarhugmynd hennar er að rétt ákvörðun sé sú sem skapi mestu gæðin fyrir sem flesta. Þetta hefur verið mikið gagnrýnt, sérstaklega í ljósi þess að oft gætu komið upp þannig aðstæður að einhverjum manneskjum og lífum getur verið fórnað til þess að aðrir hópar verði farsælir í lífinu.
Hægt væri að nota nytjahyggju til að réttlæta hluti eins og fátækt og hungur, svo framarlega sem að meirihlutinn græði á því, en skyldusiðfræði gæti aldrei samþykkt hluti eins og fátækt og hungur, heldur myndi berjast gegn slíkum fyrirbærum með öllum tiltækum ráðum.
En svo má spyrja hvort ekki væri hægt að splæsa þessum tveimur kenningum saman, reyna að gera alltaf það sem er rétt, eða skyldu okkar, auk þess að velta fyrir okkur afleiðingum þess sem við gerum. Ef við sjáum að það sem við ætlum að gera kemur til með að valda hörmungum, þó ekki nema hjá einni manneskju, væri ekki þess virði að leita betri leiða?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um að bæta hegðun okkar og hugsun
30.10.2023 | 07:40
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um heimspekinga og leit að visku og skilningi
29.10.2023 | 09:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um illgresið fordóma
28.10.2023 | 07:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um það sem við ættum að þrá og forðast
27.10.2023 | 18:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um það mögulega og ómögulega
26.10.2023 | 07:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um jákvæða og neikvæða gagnrýni
25.10.2023 | 07:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um ný orð
24.10.2023 | 07:53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um þekkingu og fordóma
23.10.2023 | 08:06
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um heimspekilegar spurningar
22.10.2023 | 17:24
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um nám og fordóma
21.10.2023 | 07:27
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um hamingjuleitina
20.10.2023 | 07:33
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi
19.10.2023 | 07:48
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um hugrekki
18.10.2023 | 07:53
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um hamingjuna, frelsið og mikla sál
17.10.2023 | 08:02
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um nýjar upplýsingar og heildarmyndina
16.10.2023 | 18:25
Bloggar | Breytt 23.10.2023 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um fegurð og ferðalög
15.10.2023 | 10:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um sófisma og gagnrýna hugsun
14.10.2023 | 09:06
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um lýðræðið og val á leiðtogum
13.10.2023 | 07:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um að sýna ábyrgð og leikfléttur
12.10.2023 | 08:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)