Um skyldusiðfræði og nytjahyggju

Eftir samræðu í gær fór ég að velta fyrir mér íslensku siðferði, hvað það væri sem stýrir hegðun okkar meira, skylda okkar til að gera það sem við trúum að er gott og rétt, eða afleiðingar þess sem við gerum.

Heimspekingar hafa lengi deilt um það hvor viðmiðin séu betri til að taka réttar ákvarðanir, skyldusiðfræðin eða nytjahyggjan. 

Skyldusiðfræðin byggir ákvarðanartöku ekki á afleiðingum þess sem við gerum, heldur á það sem við trúum að sé skylda okkar og í samræmi við lífsreglur okkar. Helsti leiðarvísirinn eru setningar eins og þessar: “Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig,” og “Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér.”

Nytjahyggjan byggir ákvörðunartöku hins vegar algjörlega á afleiðingum þess sem við gerum eða gerum ekki, og grundvallarhugmynd hennar er að rétt ákvörðun sé sú sem skapi mestu gæðin fyrir sem flesta. Þetta hefur verið mikið gagnrýnt, sérstaklega í ljósi þess að oft gætu komið upp þannig aðstæður að einhverjum manneskjum og lífum getur verið fórnað til þess að aðrir hópar verði farsælir í lífinu. 

Hægt væri að nota nytjahyggju til að réttlæta hluti eins og fátækt og hungur, svo framarlega sem að meirihlutinn græði á því, en skyldusiðfræði gæti aldrei samþykkt hluti eins og fátækt og hungur, heldur myndi berjast gegn slíkum fyrirbærum með öllum tiltækum ráðum. 

En svo má spyrja hvort ekki væri hægt að splæsa þessum tveimur kenningum saman, reyna að gera alltaf það sem er rétt, eða skyldu okkar, auk þess að velta fyrir okkur afleiðingum þess sem við gerum. Ef við sjáum að það sem við ætlum að gera kemur til með að valda hörmungum, þó ekki nema hjá einni manneskju, væri ekki þess virði að leita betri leiða?

 


Um að bæta hegðun okkar og hugsun

Það er sífellt eitthvað sem við getum bætt í okkur eigin lífi, en til að bæta okkur á ákveðnu sviði þurfum við að þjálfa okkur, venja okkur á þessa góðu hluti. Að minnsta kosti síðustu 2000 árin hefur verið talað um að ef við viljum bæta okkur á...

Um heimspekinga og leit að visku og skilningi

Oft hef ég heyrt fólk segja þegar mér dettur í hug að velta aðeins betur fyrir mér hugmyndum sem ræddar eru í daglegu tali að ég sé alltof heimspekilegur. Reyndar tek ég því ekki illa, þó að oft greini ég háð frá sumum þeirra sem skjóta þessu að mér. Frá...

Um illgresið fordóma

Mesti vandinn við fordóma er að við vitum ekki af þeim. Þeir læðast hægt og hljótt inn í líf okkar, og ef við höfum athyglina ekki í nægi, grafa þeir sig niður í svörðinn, eins og illgresi, sem verður til þess að okkur finnst þeir afar eðlilegur hluti af...

Um það sem við ættum að þrá og forðast

Allt það sem ég get breytt er eitthvað sem felst í skoðunum okkar, þekkingu og hegðun, en allt það sem við getum ekki breytt stendur fyrir utan okkur, til dæmis fortíðin og framtíðin, skoðanir, þekking og hegðun annarra. Eitthvað er það þó sem við getum...

Um það mögulega og ómögulega

Hver kannast ekki við þá löngun að geta ýmsa ómögulega hluti eins og lifa að eilífu, öðlast fullkomleika, vita allt, geta allt, fara aftur í tímann og laga eigin mistök, öðlast vinsælda meðal allra, ráða öllu, búa yfir stöðugri hamingju, endalausum auði...

Um jákvæða og neikvæða gagnrýni

Til er alls konar gagnrýni. Við gagnrýnum bækur og kvikmyndir, greinar í tímaritum, stjórnmálamenn og skoðanir. Oft er þessi gagnrýni byggð á tilfinningu og skoðunum, og fer ekkert endilega djúpt. Þegar gagnrýnin fer dýpri og beinist að því að bæta...

Um ný orð

Snemma á níunda áratug síðustu aldar sat ég í bíl með nokkrum heimspekinemum og Þorsteini Gylfasyni, sem þá kenndi okkur áfanga í HÍ um ‘sköpun’. Þetta var einstaklega skemmtilegur og áhugaverður kúrs sem gaf margar nýjar hugmyndir. En í...

Um þekkingu og fordóma

Í fyrstu hljómar það undarlega að velta fyrir sér hvort að hugtökin sem við veltum fyrir okkur séu byggð á þekkingu eða skilningi annars vegar eða skoðunum og fordómum hins vegar, en málið er að áður en við látum til okkar taka í stóru málunum, þá þurfum...

Um heimspekilegar spurningar

Fólk er ólíkt. Sumir eru sáttir við að heimurinn sé nákvæmlega það sem hann virðist vera og aðrir vilja skyggnast dýpra. Þeir sem vilja skyggnast dýpra gera sér grein fyrir að ekki er allt sem sýnist. Sumir þeirra reyna að útskýra heiminn út frá eigin...

Um nám og fordóma

Það er margt sem við vitum ekki. Eitt af því fyrsta sem við lærum þegar við skoðum eitthvað nýtt, er hversu lítið við í raun vitum um það og skiljum. Ef við losum okkur ekki við fordóma okkar þegar við hefjum nýtt nám, þá munu þessir fordómar lita allt...

Um hamingjuleitina

Engum af þeim sem þekkir mig vel er það launungarmál hversu hrifinn ég er af stóískri heimspeki. Mér finnst nálgun hennar á lífið og tilveruna afar skynsamleg, sérstaklega eftir að ég hef sjálfur gengið í gegnum ýmislegt í þessu lífi sem hefði getað...

Um ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi

Öll upplifum við einhvern tíma í okkar eigin huga ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi. Við gætum talið þessar tilfinningar óæskilegar, sérstaklega sem lífsreglur, enda sjáum við að afleiðingar þeirra geta verið afar slæmar bæði fyrir okkur sjálf í...

Um hugrekki

Við vitum hvað hugrekki er þegar við sjáum það, og ekki nóg með að við vitum það, við dáumst að því, hvort sem við sjáum hugrakka manneskju að verki eða lesum um hugrakka hetju í sögu. Hugrekki er ein af dyggðunum, eitt af því góða sem við getum ræktað í...

Um hamingjuna, frelsið og mikla sál

Ég met þrennt jafnvel meira en lífið sjálft. Ég veit samt að mitt eigið líf er forsenda þess að hægt sé að öðlast þessi verðmæti, en ég veit líka að þetta eru ekki verðmæti sem maður eignast einn með sjálfum sér, heldur er þetta það sem maður gefur af...

Um nýjar upplýsingar og heildarmyndina

Við fæðumst inn í þennan heim með afar litlar upplýsingar. En það litla sem við höfum notum við til að tjá okkur og nærast, sem verður svo til þess að við vonandi vöxum og döfnum. Eftir því sem við lærum meira um heiminn, þá er sífellt eitthvað sem kemur...

Um fegurð og ferðalög

Fyrir tveimur vikum flaug ég til Noregs að sækja rafmagnsbíl sem ég hafði keypt þar. Það rigndi nánast látlaust allan tímann, en ég fékk tækifæri til að hitta um skamma stund ættingja mína í Asker sem geymt höfðu bílinn fyrir mig í tvo mánuði eftir að ég...

Um sófisma og gagnrýna hugsun

"Besta leiðin til að vera heiðvirður í þessum heimi er með því að vera sá sem við þykjumst vera." - Tilvitnun oft tengd á netinu við Sókrates og Platón, en finnst hvergi í verkum þeirra. Gagnrýnin hugsun snýst um að leita af einlægni eftir því sem er...

Um lýðræðið og val á leiðtogum

Á Íslandi veljum við okkur leiðtoga á fjögurra ára fresti, leiðtoga sem setja okkur lög og reglur sem við verðum að fylgja, annars er valdinu að mæta. Þess vegna er mikilvægt að við veljum skynsamar manneskjur í þetta verkefni, einhverja sem hafa djúpan...

Um að sýna ábyrgð og leikfléttur

Um daginn sagði formaður sjálfstæðisflokksins af sér embætti fjármálaráðherra eftir þriðju opinberu skýrsluna sem staðfesti að hann gerði ekki skyldu sína í starfi. Við afsögnina virtist hann nota rökvillu sem kallast ‘strámaðurinn’, en með...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband