Ríkir kommúnismi á Íslandi í dag?

johanna_1450598c

Íslenska ríkisstjórnin hefur verið kennd við kommúnisma. Sumum finnst slíkt heiti réttlætanlegt, en aðrir telja það öfgakennt viðurnefni. Ég ákvað að fletta þessu upp í Britannica, alfræðiorðabók sem er viðurkennd fyrir áreiðanleika og nákvæmni. Þar er kommúnismi þannig skilgreindur: 

Kommúnismi, stjórnmála- og hagfræðiskoðun sem hefur það meginmarkmið að skipta út sjálfseignum og hagfræðikerfi sem miðar að gróða, fyrir hagkerfi þar sem samfélagið er eigandi og stjórnar framleiðslu (til dæmis á námum, orkuveitum og verksmiðjum) náttúruauðlinda samfélagsins. Þannig er kommúnismi ein gerð sósíalisma - sem nær lengra, samkvæmt þeim sem boða hann. Lengi hefur verið deilt um hver munurinn á sósíalisma og kommúnisma er, en greinarmunurinn liggur fyrst og fremst í fylgni kommúnisma við byltingarsósialisma Karl Marx. (Þýðing: HB)

Byltingarsósíalismi er það hugtak sem notað er þegar sósíalísk stjórnvöld komast til valda með byltingu, eins og búsáhaldabyltingunni.

Með þessa skilgreiningu í huga, vil ég spyrja hvort að á Íslandi sé kommúnistastjórn við völd? Ég ætla ekki að svara þessari spurningu sjálfur, enda er svarið augljóst. Þess í stað vil ég spyrja nokkurra lykilspurninga sem lesandi getur svarað til að móta eigin skoðun.

  1. Hefur íslenska ríkið að meginmarkmiði að skipta út hagkerfi sem miðar af gróða fyrir nýtt hagkerfi?
  2. Hefur íslenska ríkið áhuga á að skipta út sjálfseignum og koma þess í stað á ríkiseign? (Nýlegt dæmi af Eyjunni: Vilja hverfa frá sjálfseignarstefnu íbúða og tryggja félagslegt íbúðakerfi)
  3. Vill ríkið koma á sameign náttúruauðlinda? (T.d. kvóti, orka, gróði til samfélagsins)
  4. Komst núverandi ríki til valda gegnum byltingu?

Sé öllum þessum spurningum svarað játandi, þá er Ísland kommúnismaríki, sé farið eftir skilgreiningu alfræðiritsins Britannica.

Ég er þakklátur fyrir hverja athugasemd. Les þær allar. Get ekki lofað að svara öllum.

 

 

---

 

Af Britannica.com

communism, the political and economic doctrine that aims to replace private property and a profit-based economy with public ownership and communal control of at least the major means of production (e.g., mines, mills, and factories) and the natural resources of a society. Communism is thus a form of socialism—a higher and more advanced form, according to its advocates. Exactly how communism differs from socialism has long been a matter of debate, but the distinction rests largely on the communists’ adherence to the revolutionary socialism of Karl Marx.

 

Mynd:  Daily Telegraph


Eru ekki gagnrýnin hugsun og frelsi forsendur lýðræðisríkis?

Frelsi er grundvöllur mannréttinda og lýðræðis. Því er afar óheppilegt að þessu fína hugtaki sé blandað inn í hagfræðimódelin "frjálshyggja" og "nýfrjálshyggja", sem hafa fengið afar neikvæðan blæ eftir fjármálahrunið. Frelsið var nefnilega ekki...

Hvernig má bæta íslenska stjórnmálaumræðu?

Það þarf ekki mikið. Stjórnmálamenn þurfa að meina það sem þeir segja. Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á það sem aðrir segja. Stjórnmálamenn skulu ekki vera í mótsögn við sjálfa sig. Stjórnmálamann skulu standa við bæði litlu og stóru orðin. Þá getum við...

Megum við krefjast heilbrigðrar skynsemi? (Myndbönd)

Laugardaginn 30. október ætlar satýristinn Jon Stewart að leiða kröfugöngu í Washington þar sem krafist verður heilbrigðrar skynsemi. Stewart telur að rödd hinnar venjulegu manneskju heyrist ekki vegna öfgahópa og ýktra upphrópana. Hann telur...

Hver er konan? (Ekki sú sem þú heldur)

Hún varð forsætisráðherra, fyrst kvenna í sínu landi, árið 2009. Hún hefur barist af miklum krafti ásamt fjármálaráðherra við að hreinsa spillingaröfl úr stjórnkerfinu. Fyrrum forsætisráðherra og helstu samstarfsmenn hans hafa verið ákærðir fyrir...

Eru tillögur Hreyfingarinnar um neyðarlög skynsamlegar?

Tillögur Hreyfingarinnar: Ákvæði um að höfuðstóll húsnæðislána heimila verði tafarlaust leiðréttur með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun bankakerfisins, til 31. desember 2007, og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til...

Eru stökkbreyttar skuldir ímyndun bankanna? (Myndband)

Sama þó að fólk borgi reglulega af skuldum sínum í hverjum mánuði hækkar höfuðstóllinn stöðugt. Í Bandaríkjunum er staðan ekki ósvipuð því sem Íslendingar eru að upplifa. Bankar selja eignir ofan af fólki, henda þeim út og skipta um lása, vegna þess að...

Hefur tekist að slökkva bál byltingarinnar?

Aðeins 12 dagar frá fjölmennustu mótmælum Íslandssögunnar, þar sem Alþingi virti að vettugi kröfur um réttlæti og aðgerðir. Þingheimi virðist hafa tekist að slökkva í bálinu með því að lofa öllu fögru og svíkja það svo. Að nú yrði loks farið í aðgerðir...

Er Ísland gjaldþrota?

Þjóð sem hefur ekki efni á réttlæti er gjaldþrota. Það er ekkert réttlæti í því að heiðarlegt og duglegt fólk sitji tjóðrað í skuldafangelsi vegna stórtæks bankaráns og þátttöku eigenda, starfsmanna og ríkisvalds í ráninu, auk ribbalda sem nú vilja...

Erfiðar spurningar um niðurfellingu lána

Eiga fyrirtæki að vera flokkuð á sama hátt og einstaklingar? Það er þekkt að fyrirtæki geta orðið gjaldþrota án þess að manneskja verði hundelt til æviloka fyrir gjaldþrotið. Það sama á ekki við um einstaklinga. Á það sama að gilda um fólk sem keypti sér...

Er fátækt sjálfsagður hlutur?

Í mínum huga hefur Ísland fyrir sýndargóðæristímann alltaf notið ákveðinnar sérstöðu. Þá var Ísland land þar sem fátækt var í lágmarki og ríkidæmi ekki jafn öfgafullt og í dag. Eftir góðæri hefur ríkidæmi fárra aukist gífurlega og fátækt fjöldans stækkað...

Hvar er auðmýktin?

Á mánudaginn var fylgdist ég dolfallinn með mótmælum á Austurvelli gegnum Netið frá Noregi. Á einum skjá sést brenna á Austurvelli og fólk tromma á tunnur. Víggirðing hefur verið reist umhverfis Alþingi og ræðurnar sýndar beint. Það lítur út eins og...

Af hverju kasta mótmælendur eggjum í þingmenn?

Fólki finnst það svikið. Núverandi ríkisstjórn komst til valda eftir að fyrri ríkisstjórn var hrint úr valdastól. Nýja ríkisstjórnin lofaði öllu fögru en hefur reynst copy/paste fyrri ríkisstjórnar og hjakkar í nákvæmlega sama farinu. Fólk er að tapa...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband