Ríkir kommúnismi á Íslandi í dag?
31.10.2010 | 09:01
Íslenska ríkisstjórnin hefur verið kennd við kommúnisma. Sumum finnst slíkt heiti réttlætanlegt, en aðrir telja það öfgakennt viðurnefni. Ég ákvað að fletta þessu upp í Britannica, alfræðiorðabók sem er viðurkennd fyrir áreiðanleika og nákvæmni. Þar er kommúnismi þannig skilgreindur:
Kommúnismi, stjórnmála- og hagfræðiskoðun sem hefur það meginmarkmið að skipta út sjálfseignum og hagfræðikerfi sem miðar að gróða, fyrir hagkerfi þar sem samfélagið er eigandi og stjórnar framleiðslu (til dæmis á námum, orkuveitum og verksmiðjum) náttúruauðlinda samfélagsins. Þannig er kommúnismi ein gerð sósíalisma - sem nær lengra, samkvæmt þeim sem boða hann. Lengi hefur verið deilt um hver munurinn á sósíalisma og kommúnisma er, en greinarmunurinn liggur fyrst og fremst í fylgni kommúnisma við byltingarsósialisma Karl Marx. (Þýðing: HB)
Byltingarsósíalismi er það hugtak sem notað er þegar sósíalísk stjórnvöld komast til valda með byltingu, eins og búsáhaldabyltingunni.
Með þessa skilgreiningu í huga, vil ég spyrja hvort að á Íslandi sé kommúnistastjórn við völd? Ég ætla ekki að svara þessari spurningu sjálfur, enda er svarið augljóst. Þess í stað vil ég spyrja nokkurra lykilspurninga sem lesandi getur svarað til að móta eigin skoðun.
- Hefur íslenska ríkið að meginmarkmiði að skipta út hagkerfi sem miðar af gróða fyrir nýtt hagkerfi?
- Hefur íslenska ríkið áhuga á að skipta út sjálfseignum og koma þess í stað á ríkiseign? (Nýlegt dæmi af Eyjunni: Vilja hverfa frá sjálfseignarstefnu íbúða og tryggja félagslegt íbúðakerfi)
- Vill ríkið koma á sameign náttúruauðlinda? (T.d. kvóti, orka, gróði til samfélagsins)
- Komst núverandi ríki til valda gegnum byltingu?
Sé öllum þessum spurningum svarað játandi, þá er Ísland kommúnismaríki, sé farið eftir skilgreiningu alfræðiritsins Britannica.
Ég er þakklátur fyrir hverja athugasemd. Les þær allar. Get ekki lofað að svara öllum.
---
Af Britannica.com:
communism, the political and economic doctrine that aims to replace private property and a profit-based economy with public ownership and communal control of at least the major means of production (e.g., mines, mills, and factories) and the natural resources of a society. Communism is thus a form of socialisma higher and more advanced form, according to its advocates. Exactly how communism differs from socialism has long been a matter of debate, but the distinction rests largely on the communists adherence to the revolutionary socialism of Karl Marx.
Mynd: Daily Telegraph
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eru ekki gagnrýnin hugsun og frelsi forsendur lýðræðisríkis?
30.10.2010 | 07:32
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig má bæta íslenska stjórnmálaumræðu?
24.10.2010 | 20:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Megum við krefjast heilbrigðrar skynsemi? (Myndbönd)
23.10.2010 | 22:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver er konan? (Ekki sú sem þú heldur)
22.10.2010 | 05:27
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru tillögur Hreyfingarinnar um neyðarlög skynsamlegar?
20.10.2010 | 20:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eru stökkbreyttar skuldir ímyndun bankanna? (Myndband)
17.10.2010 | 10:44
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hefur tekist að slökkva bál byltingarinnar?
16.10.2010 | 19:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Ísland gjaldþrota?
14.10.2010 | 20:08
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Erfiðar spurningar um niðurfellingu lána
12.10.2010 | 06:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er fátækt sjálfsagður hlutur?
8.10.2010 | 07:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvar er auðmýktin?
6.10.2010 | 22:25
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Af hverju kasta mótmælendur eggjum í þingmenn?
1.10.2010 | 18:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)