Eru tillögur Hreyfingarinnar um neyðarlög skynsamlegar?

 Tillögur Hreyfingarinnar:

  • Ákvæði um að höfuðstóll húsnæðislána heimila verði tafarlaust leiðréttur með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun bankakerfisins, til 31. desember 2007, og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til samræmis við það.
  • Vísitala til verðtryggingar verði færð aftur til 1. janúar 2008 og lánið uppreiknað miðað við efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, allt að 4%. Samningsvextir gildi.
  • Mælt verði fyrir um að hægt verði að fresta afborgunum húsnæðislána um allt að tvö ár með lengingu lánstíma sem nemur því.
  • Þá verði kveðið á um að skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána og annarra lána sem kölluð hafa verið erlend lán eða myntkörfulán verði leiðrétt í samræmi við leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána. Hið sama gildi um óverðtryggð íbúðalán.
  • Í kjölfarið verði stefnt að því að afnema verðtryggingu í þrepum og skal miðað við að hún verði afnumin með öllu fyrir árslok 2011. Þó verði ríkissjóði heimilt að gefa út verðtryggð skuldabréf að lágmarki til 25 ára.
  • Kveðið verði á um það í frumvarpinu að kröfur fyrnist að hámarki að tveimur árum liðnum frá lokum gjaldþrotaskipta og að ekki verði hægt að halda kröfum við lengur en sem þeim tíma nemur.
  • Að beiðni gerðarþola verði nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði frestað til 1. júní 2011 og allar nauðungarsölur sem farið hafa fram á grundvelli ólögmætra krafna látnar ganga til baka.
  • Þá verði óheimilt samkvæmt frumvarpinu að láta bera nokkurn mann úr íbúð sinni nema að fenginni staðfestingu sveitarfélags á að viðkomanda sé tryggt viðunandi húsnæði og lágmarksframfærsla samkvæmt nýjum opinberum og samræmdum framfærsluviðmiðum.
  • Skilgreina skal opinber og samræmd lágmarksframfærsluviðmið fyrir 31. desember 2010.

Þetta eru að mínu mati skynsamlegar hugmyndir. Þær ganga nákvæmlega jafn langt og þörf er fyrir. Ný frumvörp ríkisstjórnarinnar eru ágæt, en ganga ekki alveg nógu langt til að koma í veg fyrir gjaldþrot, - þau eru hins vegar ágæt fyrir þá sem eru á leið í gjaldþrot.

Ég trúi ekki þeim hræðsluáróðri sem er í gangi um að þetta muni kosta lífeyrissjóðina svo mikið að aldraðir og öryrkjar tapi næstum öllu sínu. Hins vegar myndi þetta kosta mikið þá sem treysta á að eignast aukapening á kostnað skuldugra heimila. Það eru þeir sem stjórna Íslandi á bak við tjöldin og munu sjálfsagt koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði samþykkt með einum eða öðrum hætti.


mbl.is Hreyfingin vill setja neyðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tillögur Hreyfingarinnar eru skynsamlegar vegna þess að ef ekki verður gripið til þessara ráðstafana þá verður fólk tekið af lífi á ómannúðlegan og siðlausan hátt sem brýtur öll mannréttindi!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.10.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sem Hreyfingarkona er fylgjandi þessum neyðarlögum sem Hreyfingin leggur til...  Og sem eigandi fasteignar með verðtryggt lán...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2010 kl. 01:22

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur

Sigurður Haraldsson, 21.10.2010 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband