Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Hvaðan koma kreppur?

Hugsaðu þér hóp 10 krakka sem panta sér eina pizzu. Flestir vilja skipta pizzunni jafnt á milli sín. Hins vegar er einn í hópnum sem er ekki sáttur við að fá bara litla sneið. Hann vill meira. Miklu meira. Og hann sér að hann getur ekki stolið sér stærri sneið fyrir framan allan hópinn. Svo hann læðist í veski móður sinnar, og notar kreditkort hennar til að panta 10 pizzur í viðbót. Koma pizzurnar allar og enginn spyr hvaðan peningurinn kom, en allir eru mettir og glaðir. Enginn hefur áhyggjur af skuldadögum. Þetta reddast einhvern veginn. Hugsaðu þér nú að þessir 10 krakkar séu bankar.


Söngvari með rödd?

Ég hef verið að velta fyrir mér tengslum mannréttindabrota í Bakú og röddum söngvara í Eurovision söngkeppninni. Rödd snýst nefnilega ekki bara um umgjörð; hversu fallega þú galar og hversu vel þú skreytir þig og sprellar uppi á sviði, heldur fyrst og fremst um hvað þú hefur að segja og hvort þú notir rödd þína til að tjá það sem þarf að tjá, af hugrekki, auðmýkt, samkennd, heiðarleika, festu og sanngirni. Í keppni gærdagsins tjáði aðeins einn keppandi sig þannig. Hún hafði rödd. Og hún vann.


Hvenær er þjóð fátæk og í eymd?

Það sem bætir aðstæður minnihlutans er ekki óþægindi fyrir meirihlutann eða heildina, né á það að bæta lífskjör þeirra sem illa standa að vera álitið ölmusa, heldur starfsemi sem eykur á heilbrigði, heiðarleika og samvinnu samfélagsins. Þegar að minnsta kosti ein manneskja, sem hefur mannkosti eins og dugnað, vilja og iðjusemi, fær ekki tækifæri til að beita kröftum sínum í samfélagi til að rétta við eigin hag, þá er samfélagið sem slíkt fátækt og í eymd. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband