Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Af hverju má ekki nota séreignalífeyrissparnað til að borga húsnæðislán?

 biggy-bank

Einn vinnufélagi minn spurði þessarar spurningar yfir hádegisverðinum í dag. Rökin fannst mér nokkuð góð. 

Lífeyrissjóðir eiga að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Hagsmunir viðskiptavina lífeyrissjóðanna felast í því við núverandi aðstæður að greiða upp húsnæðislán eins fljótt og mögulegt er.

Hér er ekki verið að tala um lífeyrissparnað, einungis séreignalífeyrissparnað, en hann á í hættu að skerðast verulega á næstu dögum. Af hverju ekki nýta hann til að greiða skuldir? Af hverju að bíða þar til við erum orðin 60 ára gömul til að taka hann út, þegar augljóst er að hagkvæmast væri að geta gert það strax í dag?

Mér fannst þetta ljómandi góð hugmynd hjá félaga mínum og vildi koma henni á framfæri.

 

 

Önnur speki sem rædd var yfir hádegisverðinum: af hverju eru lán ekki kölluð ólán, þar sem að lán virðast leiða oftar til óláns en láns?


Bestu vestrar kvikmyndasögunnar

Ég vil benda tryggum lesendum mínum sem gaman hafa af kvikmyndaskrifum á að upptalning mín og umfjöllun um 20 bestu vestrana birtist í októberhefti Hann/Hún sem víðs vegar er hægt að fá ókeypis. Smelltu hér til að lesa pdf útgáfu tímaritsins.

Tímaritið mun birta fleiri greinar frá mér á næstu mánuðum.

hannhunokt2008.jpg

Annars hef ég svo mörg járn í eldinum á þessum krepputímum að það gefst lítill tími til að blogga.

 

Að gefnu tilefni: opnunaratriði Once Upon A Time in the West:

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband