Verður gróandi þjóðlíf með þverrandi tár?

 

 

 

Ég vil óska lesendum mínum og bloggvinum, stjórn og stjórnarandstöðu, vinum og vandamönnum, nær og fjær, aðallega fjær, farsæls árs sem er að renna í garð.

Með von um að ár eins og það sem er að líða endurtaki sig ekki að minnsta kosti næstu þúsund árin.

Þegar þetta er skrifað hafa 50.252 skráð sig á InDefence listann til að skora á forseta Íslands að samþykkja ekki nauðasamninginn þar sem erlendur kröfuhafar fá aðgang að íslenskum skattpeningum til að borga skuldir útrásarvíkinga og banka sem fóru á hausinn. 

Smelltu hér til að heimsækja vefsetur InDefence.

 

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir;
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó guð, ó guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
Voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

 

Ljóð: Matthías Jochumsson

Mynd: Botanischen Institut

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sömuleiðis Hrannar/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.1.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband