Obama, konungur Bandaríkjanna kemur til Osló međ frökku fylgdarliđi, og Greenpeace

Ţarna riđu um lögreglumenn á gríđarstórum hestum, og nokkrir međ vígalega hunda í keđju, en ţeir hafa girt af vinalegan jólamarkađ međ girđingu sem gerst hefur reyndar sek um ţađ stílbrot ađ vera ekki rafmögnuđ, ţannig ađ fólk getur ekki gengiđ á gangstéttinni, heldur ţarf ţađ ađ fara út á götu  til ađ komast leiđa sinna. Lögreglubílar út um allt. Búiđ var ađ tjalda innan girđingarinnar og héldu ţar sig nokkrir löggćslumenn og sötruđu kaffi eđa jólaglögg. Fréttir hafa borist af ţví ađ lögreglumenn alls stađar ađ í Noregi komi til ţátttöku, og menn grínast međ ađ á morgun verđi ţá ókeypis glćpadagur um allt land, ţar sem allar löggur verđa uppteknar af Obama.

Sumum unglingum hérna er ofbođiđ, og finnst samkvćmt skođanakönnun VG (ekki vinstri grćnir) ađ alltof mikiđ sé gert úr ţessari stuttu heimsókn, og ađ ţarna sé veriđ ađ eyđa langt umfram efni, sérstaklega á tímum ţar sem mikiđ er talađ um alţjóđlega efnahagskrísu.

Í gćrmorgun tók ég bát frá Akerbryggju í Osló og gekk framhjá Nóbelshúsinu. Ég fór sömu leiđ heim um kvöldiđ. Í anddyri Nóbelhússins eru tvö veggspjöld. Annađ ţeirra međ mynd af Martin Luther King. Hin af Barack Hussein Obama. Á báđum stendur:

KING

OBAMA

Ég sá ţrjár Blackhawk ţyrlur fljúga yfir Oslófjörđ seinna um daginn, eđa ég held ađ ţćr hafi veriđ Blackhawk. Ţćr voru ađ minnsta kosti svartar og litu út eins og risastórar mýflugur, og drundi ógurlega í ţeim. Ţćr ţutu lágt yfir vatnsflötinn og hurfu jafn snögglega og ţćr birtust. Mögnuđ fyrirbćri.

Einnig frétti ég af afar öflugri ratsjárstöđ sem sett var upp í tilefni dagsins, sem á ađ geta greint minnstu hreyfingu sérhverrar músar sem vogar sér í 20 kílómetra radíus nálćgt Obama. Ég vogađi mér ađ taka af mér bakpokann á miđju torgi, taka úr honum myndavélina og taka nokkrar myndir af loftbelg. Mér fannst ađ veriđ vćri ađ fylgjast međ mér einhvers stađar úr klukkuturni ţar sem leyniskytta lá örugglega í leyni og fylgdist međ ţessum hávaxna Íslendingi í brúnum leđurjakka ađ munda grunsamlega myndavél á bryggjunni. 

Ég get varla annađ en hugsađ til ţess ţegar móđir Teresa fékk friđarverđlaun Nóbels. Hún hafđi ekki fyrir ţví ađ mćta, heldur óskađi eftir ţví ađ veisluföngunum vćri variđ í eitthvađ merkilegra en hennar persónu. Ţar var sönn fyrirmynd. Hún eyddi ekki krónu. Ađ bandaríska ríkisstjórnin skuli eyđa 2 milljörđum króna í ţessa dagsferđ kemur mér ekkert á óvart miđađ viđ allt umstangiđ í kringum ţessi ósköp. Netiđ datt meira ađ segja nokkrum sinnum niđur í dag, og ég velti fyrir mér hvort ţađ vćri tengt ţessum stórviđburđi, ađ forseti Bandaríkjanna kíki í heimsókn ađ taka á móti friđarverđlaunum Nóbels og tveimur milljónum dollara. Og ferđin kostar hann 2000 milljón króna!

Ég upplifi komu Obama svona eins og hálfgerđa endurkomu Michael Jackson. Ţađ eru veggspjöld á strćtóskýlum međ stórum myndum af Obama, og öllum er ljóst ađ einhver stórmerkilegur náungi er ţar á ferđ. Á sama tíma hefur gífurlegt Michael Jackson ćđi gripiđ um sig og ţađ eru varla sungin jólalög lengur á jólaskemmtunum barna, heldur ţurfa ţau öll ađ vera međ svalt Michael Jackson atriđi. Rokkstjarnan Obama er bara rökrétt framhald!

Ég hef fariđ á nokkra rokktónleika. Koma Obama minnir á eitthvađ slíkt, nema ađ allir virđast vilja ađ hitta hann. Kóngurinn og ráđherrarnir, fólkiđ og krakkarnir. Hann ţykir svalur.

Enda er hann ţađ kannski.

Á Akerbryggju sama morgun var líka sjón sem mér fannst frekar merkileg. Ég veit ekki hvort ţú deilir undrun minni, en yfir miđri bryggjunni flaut stór loftbelgur, merktur Greenpeace međ áletruninni:

SAVE THE CLIMATE - GREENPEACE

Norđmenn eru sérstaklega nćmir fyrir umhverfisvernd, og ekkert á svćđinu gat mögulega mengađ jafn mikiđ og hinn öflugi gaslogi sem notađur var til ađ belgja loftbelginn út og halda á floti yfir bryggjunni.

 

Mynd af Nóbelhúsinu í Osló: Wikipedia


mbl.is Gríđarleg öryggisgćsla í Ósló
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna hér

Anna Brynja (IP-tala skráđ) 10.12.2009 kl. 14:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband