Úttektir á fyrirtækjum og stofnunum með norskri aðferðafræði og upplýsingatækni

Mér þykir sárt að sjá íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki í neyð. Kreppan siglir áfram um allan heim, virðist hafa leitað sér skjóls á Íslandi. Fólk er farið að finna fyrir henni. Ég hef frá því snemma á síðasta ári haft mikinn áhuga á að finna gagnlegar leiðir til að hjálpa þjóðinni á leið úr ástandinu, og bloggað mikið um mínar hugmyndir, stofnað til verkefnis með forseta Íslands og satt best að segja hef ég hugsanlega sett alltof mikla orku í þá leit. Fórnað of miklu. Ég sé samt ekki eftir neinu.

Nú hef ég fengið starf hjá ágætu norsku hátæknifyrirtæki sem býður upp á að gera úttekt á viðskiptaáætlunum, gæða- eða öryggiskerfum, eða strembnum verkefnum.

Nokkuð sem gæti hjálpað til við rannsóknir á Hruninu. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir fólk að þiggja slíka aðstoð, en við ábyrgjumst að hún verði til gagns til að bæta rekstur fyrirtækja og stofnana, og að útkoman verði gagnleg. Það hefur ekkert íslenskt fyrirtæki eða stofnun enn tekið þátt í slíkri könnun, þrátt fyrir kreppuástand, enda þekkja ekki nógu margir til Scope Driven Management og kosti þeirrar aðferðarfræði. Það þora líka fáir að vera fyrstir.

Sendu mér viðskiptaáætlun (business case). Þetta getur líka átt við stjórnunarskema fyrir gæða- eða öryggiskerfi. Ég og félagar mínir hjá Ambitiongroup rannsökum áætlunina, í fullum trúnaði, og setjum hana upp fyrir þig á myndrænan og skiljanlegan hátt, þar sem öll gildi rekstursins eru sett í rökrétt samhengi. Ef þú ert í vanda með slíka áætlun, getum við hjálpað þér að finna út hver vandinn er. 

Við erum staðsett í Noregi, þannig að þú þarft fyrst að hafa samband við mig með góðum fyrirvara. Þú getur gert það með að senda mér tölvupóst á hrannar @ ambitiongroup.com

Ég réð mig til fyrirtækisins Ambitiongroup þar sem það stendur framarlega í að hagnýta gagnrýna hugsun á kerfisbundinn hátt, aðferð sem nýtist ekki bara fyrirtækjum og stofnunum, heldur einnig einstaklingum, þar sem notkun á Scope Map (hægt að sækja 30 daga prufu frítt) tóli fyrirtækisins skerpir rökhugsun á ferskan hátt, gerir þér fært að átta þig betur á heildarmyndinni, eigin rökvillum og hugtakabrenglun. Ekki það að þú hugsir endilega illa, heldur eiga hlutirnir til að flækjast á óvæntan hátt, til dæmis vegna þess að við gleymum einhverju atriði, erum undir mikilli pressu, verðum fyrir truflun, eða þess háttar. 

Við bjóðum ekki lengur upp á ókeypis kynningarpakka eins og við gerðum í síðasta mánuði, en þess í stað ábyrgjumst við að fyrirtækið fái raunveruleg verðmæti út úr könnunni, annars fær viðkomandi þóknunina endurgreidda.

Það væri jafnvel áhugavert að fá tækifæri til að halda fyrirlestur um þessa aðferð í íslenskum háskólum, í tengslum við rökfræði, viðskipti, tölvufræði eða verkfræði. 

Við erum með verkefni í gangi víða um heim. Ég hef mikinn áhuga á að kynna Íslendingum þessa hugmyndafræði, sem passar afar vel inn í heim sprotafyrirtækja, hugmyndir um gagnsæi í stjórnsýslu og getur hentað afar vel til að hagræða fyrirtækjum og stofnunum, og finna aðrar leiðir til hagræðingar en segja upp fólki þó að þrengist að.

Ambitiongroup fékk í nóvember heiðursverðlaun frá Deloitte sem 3. hraðast vaxandi hátæknifyrirtæki Noregs síðustu fimm árin, og hraðast vaxandi upplýsingatæknifyrirtækið. Einnig fékk Ambitiongroup viðurkenningu í síðustu viku við hátíðlega athöfn á Stamford Bridge í Chelsea, þar sem Deloitte veitti 500 hraðast vaxandi fyrirtækjum í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku viðurkenningu, en Ambitiongroup var í 54. sæti meðal þeirra 500 efstu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna.  Þetta er áhugavert verkefni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk Jóna, já, það er framtíð í þessu.

Hrannar Baldursson, 3.12.2009 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband