Útskýrir þetta atlögu félagsmálaráðuneytisins gegn heimilum og almennum þegnum landsins?

Egill Helgason skrifar um fyrrverandi framkvæmdarstjóra úr Landsbankanum sem gerir kröfur á gamla Landsbankann upp á 229 milljónir króna. Þessi sami maður er helsti ráðgjafi félagsmálaráðherra!

Félagsmálaráðuneytið hefur komið fólki sem fylgist vel með afar illilega á óvart þar sem lokum er skotið fyrir eyrun þegar kemur að hagsmunamálum íslenskra heimila og almennings. Þess í stað er haldið í greiðslubyrði heimilanna og reiknað út að fólk sem skuldar í íbúð eða húsi muni halda uppi bönkunum, í það minnsta nógu lengi til að hægt sé að borga kröfuhöfunum. 

Það er augljóst að þarna eru miklir hagsmunaárekstrar, og spurningar hljóta að vakna um hvort að nú séu peningar farnir að flæða í réttu vasana.

Það sést úr flugvél hvað þetta er rangt.

Félagsmálaráðherra á að segja af sér strax vegna dómgreindarbrests, en gerir það sjálfsagt ekki vegna þess að honum ætti eins og dæmið sýnir að bresta dómgreind til að taka slíka ákvörðun. Geri hann það ekki munu efasemdir vaxa afar hratt um að hann hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, og ekki bara hann, heldur ríkisstjórnin öll.

Þarna er skýrt dæmi um hagsmunaárekstur þar sem hagsmunaárekstrar eiga ekki að vera til staðar. Slíkt skapar kjörástæður fyrir spillingu, nákvæmlega það sem þessi ríkisstjórn ætlaði að berjast gegn, en virðist síðan vera nákvæmlega sami maðkur í nákvæmlega sömu mysu og var á boðstólnum fyrir Hrun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagsmálaráð(herra) á að segja af sér vegna viðvarandi og ólæknandi HEIMSKU.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:45

2 identicon

spillingin nú er bara enn verri! svei mér þá. 

Enda kemur það ekki á óvart.  allt er leyndó...

Og svo er ok. að senda reikningin á vinnandi fólk og venjulega skuldara...

jon a skeri (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Ómar Ingi

Sammála fyrsta ræðumanni.

Ómar Ingi, 18.11.2009 kl. 01:08

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála ykkur öllum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það eina sem getur komið í veg fyrir spillinguna erum við sjálf. Það þarf áframhaldandi búsáhaldabyltingu  nema það þarf að berja e-ð annað en potta og pönnur.Við megum ekki sofna á verðinum sem mér virðist því miður vera að gerast.

Þráinn Jökull Elísson, 18.11.2009 kl. 01:38

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Annar eins kjáni og nú gegnir embætti félagsmálaráðherra, hefur sennilega aldrei setið á þingi fyrr. Beinlínis þjóðhættulegur blessaður álfurinn.

Halldór Egill Guðnason, 18.11.2009 kl. 10:02

7 identicon

Mikið er ég sammála ykkur. Því miður er Árni Páll bjáni og með ólíkindum að Samfylkingin geti ekki mannað þennann ráðherrastól almennilega.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:39

8 identicon

Umsnúningur hæstaréttar á dómi undirréttar í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn sjálftöku  innherja er sterk vísbending að innan stjórnkerfisins eru spillingaröfl sem berjast fyrir annarlegum þrönghagsmunum.  Ábending málshefjanda hér er svo önnur vísbending.

LÁ  

lydur arnason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:21

9 identicon

Það líður ekki sá dagur að ekki komi eitthvað maðkað mjöl í dagsljósið. Samspillingarflokkurinn er löngu búinn að sýna sitt rétta andlit

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:36

10 identicon

Aumingja felagsmálaráðherra á virkilega bágt vegna fávisku ,Kanski getur hann ekki að þvi gert að honum var ekki meira vit gefið !!! Og mer finnst eiga svo vel við hann málshátturinn gamli " FÍFLINU SKAL Á FORAÐIÐ ETJA " Hann er svo upphafin i hrifningu af sjálfum ser i skítverkunum sem Samfó sendir hann útaf örkinni til að vinna   , væri eiginlega drepfyndið ef það væri ekki of sorglegt að hafa svona "Trúð " i vinnu    Hann verður buin að sturta öllu eftir stuttann tima ef ekki verður sagt stopp !!!!!!!!!!!!!!     Og spillingin sjaldan verið verri bæði i ráðuneyti felagsmálaráðherra og annara i SAMFYLKINGUNNI !!

Ragnhildur H. Jóhanns (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband