Bannað að senda pening heim eða illa skrifuð frétt?

Súrrealískt!

Getur það verið að fólki sé bannað að senda peninga til Íslands af reikningum erlendis? Þetta þýðir sjálfsagt að þeir sem fluttir eru úr landi geta ekki greitt skuldir sínar á Íslandi lengur. 

Ef þetta er satt og rétt, er þetta skýr vísbending um að Ísland sé orðið að kommúnistaríki (ég nota kommúnisma ekki sem blótsyrði, heldur raunverulega hugmyndafræði) sem hefur einangrað sig frá fjármálamörkuðum heimsins, en þetta eru sams konar aðgerðir og Fidel Castro stóð fyrir þegar kommúnisminn var innleiddur á Kúbu.  

Samfylkingin virðist vilja opna Ísland gagnvart Evrópu, en aðrir virðast vilja loka fyrir Ísland gagnvart öllum heiminum.

Vonandi er ég að misskilja eitthvað. 

Hvernig getur verið að ekki megi senda pening til Íslands?

Ég botna ekkert í þessu...


mbl.is Aflandskrónur ónothæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stokkarinn

Samkvæmt fréttinni er ólöglegt að flytja íslenskar krónur af reikningum erlendis inn á íslenska reikninga.

Hinsvegar má ennþá flytja inn gjaldeyri, að gefnum skilyrðum.

Stokkarinn, 16.11.2009 kl. 08:20

2 identicon

Nakvaemlega!  Thetta er faranlegt!  Eg millifaeri oft heim thar sem eg hef enn akvedin utgjold a Islandi en vinn i UK.  Thetta rugl allt fer ad verda threytandi. 

Erna Magnusdottir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:33

3 identicon

Ég trúi því nú varla að vinnuveitandi Ernu í Bretlandi borgi henni laun í íslenskum krónum... Og varla tíðkast slíkt í Svíþjóð heldur.

Það er því alveg óþarfi að kippa sér upp við þessa frétt.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:52

4 identicon

Tetta breytir engu fyrir okkur sem vinnum erlendis...

Tad verdur ekkert mal ad senda peninga heim, hins vegar getur madur ekki sent islenskar kronur til islands. Eg sem hef tekjur i Norskum kronum get alveg sent Norskar kronur heim og minn banki a islandi breytir teim sidan i islenskar..

Alger otarfi ad missa sig.

Pall Arnar Erlendsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:53

5 identicon

@Erna:

Þú getur ennþá flutt peninga heim, bara ekki íslenskar krónur. Þú þénar væntanlega ekki íslenskar krónur í UK svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.

Fréttin er hvorki flókin né er bannað að flytja til Íslands peninga. Það eru væntanlega ekki margir sem eiga krónureikninga í erlendum bönkum svo þessi aðgerð þjónar sínum tilgangi.

Benedikt Bjarnason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:54

6 identicon

Það er rétt hjá Benedikti að þetta skiptir engu máli fyrir fólk sem er að senda pening heim í erlendum myntum. Það sem þetta fjallar um að það er bannað að skipta evrum í krónur á genginu 220 í UK t.d. og flytja svo krónurnar heim með miklum gengis hagnaði þar sem gengið heima er 185. Þetta er gert til að koma í veg fyrir brask með krónuna sem skemmir fyrir uppbyggingu á Íslandi.

Elias (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 09:23

7 identicon

Samt satt hjá blogghöfundi, þetta er súrrealískt ástand.

Einar J (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 12:16

8 identicon

Þú ert eitthvað að misskilja, plús það hvað þessi frétt er ílla skrifuð.

Það er að sjálfsögðu hægt að flytja pening til Íslands, upp að vissu marki. Allan gjaldeyri er hægt að flytja til landsins og breyta í íslenskar krónur strax eða láta leggja inná gjaldeyrisreikning. Sértu að fjárfesta og viljir hafa möguleika á að flytja arðinn og höfuðstól úr landi aftur þá þarftu að skrá fjárfestinguna hjá Seðlabankanum sem síðan veitir þér þá leyfi til að flytja peninginn aftur úr landi.

Varðandi íslenskar krónur, þá máttu ekki flytja þær heim nema geta sýnt fram á það að þú hafir eignast þær fyrir 28. nóvember 2008 (já 2008). Þetta er gert til að gjaldeyrir skili sér betur til íslands (vegna skilaskyldureglu SÍ). Þannig getur þú ekki farið á aflandsmarkað og selt gjaldeyrinn þinn fyrir íslenskar krónur (á mun hagstæðara gengi fyrir þig) og flutt síðan aðeins íslensku krónunar heim. Það grefur beint undan gengi íslensku krónunnar.

Svona eru reglurnar og má kynna sér betur á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Arnar Logi Elfarsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:09

9 Smámynd: Don Hrannar

Magnað!

Ég hafði ekki kynnt mér þetta.

Fólk hafði semsagt einhvers konar aðgang að krónum á gjafverði, sem búið er að skrúfa fyrir?

Merkilegt og súrrealískt!

Don Hrannar, 16.11.2009 kl. 13:21

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú er það að koma að fullu fram sem fólst í gjaldeyrishöftunum, það er glæpur að koma með IKR til Íslands.  Það er búið að loka fyrir þennan leka hvað millifærslur á bankareikningum varðar.  Næst verður það landamæra leit í Leifsstöð.  Er hægt að ganga mikið lengra í að afneita eigin gjaldmiðli?

Ertu viss um að Castro hafi haft þetta hugmyndaflug?

Magnús Sigurðsson, 16.11.2009 kl. 15:47

11 Smámynd: Púkinn

Það má vel vera að einhverjum finnist þetta súrrealistískt, en þetta er nauðsynlegt meðan tvöfalt gengi krónunnar er í gangi.

Hinn valkosturinn er að aflétta gjaldeyrishömlum alfarið, sem myndi væntanlega leiða til umtalsverðs gengisfalls krónunnar, sem er nokkuð sem mjög fáir (aðrir en einstaka útflytjendur) gætu sætt sig við.

Púkinn, 16.11.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband