Hver er munurinn á rannsóknarblaðamanni og bloggara?
7.9.2009 | 06:02
Ég heiti Hrannar og er bloggari. Bloggarar eru ekki allir eins. Sumir eru nafnlausir. Aðrir hafa nafn. Ég hef nafn. Sumir skrifa upphrópanir og gera mikið grín, og sumir taka bloggið alvarlega, eins og það skipti máli. Ég tek bloggið alvarlega. Skrifa greinar um mál sem ég tel skipta máli. Reyni að átta mig á hvernig staðreyndir mála tengjast saman, og reyni að beita bæði innsæi og rökum til að skilja hvað er í gangi.
En ég er ekki rannsóknarblaðamaður. Rannsóknarblaðamenn eru skörinni hærri en bloggarar í mínum virðingarstiga. Ástæðan er einföld. Þeir leggja sig í ákveðna hættu við leit að upplýsingum. Þeir uppljóstra um hluti. Bloggara grunar kannski að maðkur sé í mysunni, en rannsóknarblaðamaðurinn finnur maðkinn, tekur mynd af honum og skrifar lýsingu um hvernig hann hagaði sér.
Nú hefur hafist skothríð að bloggurum og rannsóknarblaðamönnum úr háloftum stjórnmála, hagsmunaaðila og ríkis. Að bloggurum fyrir að skrifa margir hverjir nafnlausir um opinberar persónur, útbreiða slúðri og níð. Fyrir vikið vill Björgvin G. Sigurðsson herða viðurlög við slíkum skrifum á Netinu. Þetta er hættuleg hugmynd. Þýðir þetta að sönnunarbyrgði þurfi að fylgja öllum pælingum og grunsemdum sem skrifuð eru á netsíður? Reyndar finnst mér undarleg dæmin sem Björgvin tekur um níð gegn sér, að talað hafi verið einhvers staðar um að hann hafi verið drukkinn og við konu kenndur, og það af einhverjum nafnlausum aðila. Enginn tekur mark á slíku, fyrr en slíkt rugl er tekið alvarlega. Þá fyrst fer fólk að velta fyrir sér hvort eitthvað sé til í þessu.
Árásin á rannsóknarblaðamenn eru enn alvarlegri, en þar ræðst sjálft Fjármálaeftirlitið gegn þeim fyrir að hafa komist að upplýsingum og lekið til þjóðfélagsins um bankamál. Þessar upplýsingar hafa haft þau áhrif að fólk er hneykslað á þeirri spillingu sem virðist hafa ríkt innan bankakerfisins, og ímynd bankanna er langt frá því að vera traustvekjandi. En hvernig getur nokkrum dottið í hug að ráðast á sendiboðann? Þeir sem stjórna eiga að leita uppi vandamálin sem á þá herja innanhúss, og vera ekki hræddir við að upplýsa um þau, enda eru einu hættulegu vandamálin, vandamálin sem eru falin, koma ekki fram. Það er nefnilega ekki hægt að taka á slíkum vandamálum.
Fráfarandi forstjóri Toyota, Katsuaki Watanabe, er þekktur fyrir að viðurkenna það þegar fyrirtækið hans átti við vandamál að stríða í stað þess að fela vandamálin, og rekstur þess fyrirtækis gengur reyndar að miklu leyti út á að finna vandamál og uppljóstra þau, en alls ekki hylma yfir þeim, því þá verður ekki hægt að leysa þau.
Það ætti að heiðra rannsóknarblaðamenn fyrir að leggja á sig þá sannleiksleit sem þeir lifa fyrir, og ég fyrir mitt leyti vil þakka þeim fyrir að vinna þessi óeigingjörnu störf sem uppskera oft ekkert annað en vanþakklæti vegna skorts á þroska og visku þeirra sem hugsa aðeins um eigin hag, en hafa ekki vit til að hugsa um vit hópsins síns, bankans, samfélagsins eða alþjóðasamfélagsins, sem vissulega er stór hluti af viðskiptavinum bankanna.
Rannsóknarblaðamenn og bloggarar verða að standa saman og styðja hvert annað. Rannsóknarblaðamenn með því að grafa upp staðreyndir. Bloggarar með því að velta fyrir sér hvað þessar staðreyndir þýða. Það er sjálfsögð krafa að þessir hópar verði verndaðir gagnvart þeim sem vilja þeim mein, þeim sem standa gegn útbreiðslu þekkingar og skoðanaskipta.
Skilaboð frá Reuters um siðferði rannsóknarblaðamanna og bloggara.
Athugasemdir
Ég fékk nú svona annarlega tilfinningu eins og þegar maður horfir á Brazil eftir Terry Gilliam, þegar ég hlustaði á þennan Reutersmann. Þeir eru nú ekki alveg til þess fallnir að lesa mönnum pistilinn um siðferði í fjölmiðlun. Fjölmiðill sem fáir vita hver í raun á. Þeir eru sekir við ansi mörg prinsipp í þeirri lygi, sem minnst ber á en mest er um verð, en það er það sem ekki er sagt og aldrei vitnað um.
Annars langar mig að benda þér á bók eftir blaðamanninn Nick Davies, sem heitir Flat Earth News. Betri og hrikalegri útekt á fjölmiðlun hef ég ekki séð.
Must read, fyrir þá sem láta sér þetta varða. Bókin er er eins og reyfari að lesa, svo enginn skal kvíða því að leiðast lesturinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 06:24
Takk fyrir ábendinguna, Jón Steinar. Ég kíki á gripinn.
Hrannar Baldursson, 7.9.2009 kl. 06:33
Sammála þér í næstum öllum aðriðum, Hrannar. Mundi samt líklega skilgreina bloggara og rannsóknarblaðamenn svolítið öðruvísi. Fjölmiðlun er gríðarlega mikilvæg og hér á landi blasir það við að opinberir aðilar vilja stjórna umræðunni með góðu eða illu.
Sæmundur Bjarnason, 7.9.2009 kl. 06:39
Skoðaðu síðuna hans. Hann heldur uppi ansi góðri fjölmiðlavakt á blogginu sínu og bendir á spunavaðalinn og pr mennskuna sem er að kæfa nánast alla heilbrigða blaðamennsku. Smelltu á Recent media blog...t.d.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 06:43
Sæmundur: það væri áhugavert að heyra hvernig þú skilgreinir bloggara og rannsóknarblaðamenn. Þar hefurðu efni í næstu færslu!
Jón Steinar: Ég fletti honum strax og ég las athugasemdinga frá þér. Nú máttu senda mér kexköku. ;) Já, afar athyglisvert hvernig hann greinir framítroðslu hagsmunaaðila ekki bara inn í fjölmiðla, heldur einnig í réttarsali og stofnanir. Afar áhugavert.
Hrannar Baldursson, 7.9.2009 kl. 06:55
Sammála þér eins og oft áður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 08:34
Er er hvorki bloggari né rannsóknarblaðamaður. Hinsvegar gerðist ég hobbý rannsakandi um helgina og kannaði hvort nærumhverfið hefði eitthvað heyrt um einhverja sérstaka aðför að Björgvini G Sigurðssyni. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að engin hafði heyrt slúður um einkalíf Björgvins, annað en það sem tengist opinberu einkalífi, þ.e. að aðal-lögfræðingur Jóns Ásgeirs sé svili og kosningastjóri Björgvins.
Ekkert um alkóhól, ekkert um skemmtistaðaferðir og ekkert um framhjáhald.
Af þessum stutta ferli mínum sem rannsakandi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Björgvini G gengur eitthvað annað til en viðkvæmni varðandi eigið einkalíf. Fyrir það fyrsta þá virðist enginn hafa heyr um þessa meintu árás og þar fyrir utan virðist þessa meinta árás átt að hafa verið fyrir ári síðan.
Af lestri bloggsins undanfarna daga virðist svo vera að þessi árás á "nafnlausa" eigi sér upphaf innan Samfylkingarinnar, og sé skipulögð. Það er alltaf orsakasamhengi í hlutunum, og ef Samfylkingarfólk er farið að boða einhverja herferð eða aðgerðir gegn blogginu, þá er eitthvað sem þetta fólk hræðist.
Og það eru ekki meintar ársgamlar sögur af fylleríum.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 08:49
Ég er nokkuð sammmála þér hvað varðar það sem þú kallar ransóknarblaðamensku. Blaðamenn eiga að geta birt gögn sem varpað geta ljós á málefni líðandi stundar og flett ofanaf spillingu.
Hins vegar er ég algjörlega sammála Björgvini G. varðandi nafnlaus skrif á netinu. Það að einhver persóna geti dregið nafn og æru einhvers niður í svaðið með hreinum lygum það er óþolandi og ætti að vera ólíðandi. Það er stór munur á að segja sína skoðun t.d. hvort manni þykkir einhver leiðinlegu, óþolandi, vitlaus eða heimskur eða að koma af stað sögusögnum um framhjáhald drykkju eða annað þess háttar.
Það hefur sýnt sig nú á síðustu mánuðum að flekklaus æra er mun dýrmætari en margan hefði grunað. Eitt af því dýmætara sem hver manneskja á. því á ekki að leyfa óvönduðum einstaklingum að flekka hana og skemma.
Mér finnst ekkert að því að þó skrif manna séu út á við ekki undir réttu nafni en þá séu réttar upplýsingar geymdar hjá þeim aðila sem heldur úti umræðuvefnum. Þá væri hægt ef menn telja á sér brotið að fara dómstóla leiðina og fá rétt nafn uppgefið.
Hilmar Örn (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 08:53
Það er augljóst að nafnlausir bloggarar eiga að vera það point sem elita og stjórnmálamenn ætla sér að nota til að koma böndum á skrif okkar allra, ekki bara nafnlausra.
Við erum öll bloggarar og höfum verið það lengi.. hefur einhver tekið eftir því hversu hræðilegt ástandið er... ekki hef ég tekið eftir að nafnlausir séu verri en þeir sem eru undir nafni... frekar öfugt.
Þetta er plott... þeir taka nafnlausa bloggarar fyrir vegna þess að þeir vita að margur íslendingurinn er á sveitasímastiginu, vill nafn og kennitölu og skóstærð.
Þetta munu þeir nota til að ýta úr vör löggjöf sem skaðar tjáningarfrelsi okkar allra.. og fólk er að taka undir með þeim.
Til hamingju ísland.. alltaf sama þrælslundin sem yfirvaldið getur stólað á.. stólað á að þið verjið þá sem hafa tekið ykkur í rassgatið svo vel og vandlega.
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:10
Það er fjöldinn allur af fólki sem les ekki blogg. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að bloggið á það til að vera afskaplega óvandað, með gífuryrðum, illa skrifað og ljótt, auk þess að vera ekki undir nafni. Nafnlaust blogg sem fer illa með mannorð annarra skemmir jafnframt fyrir öllum öðrum bloggurum. Þetta verður lítt metinn þjóðfélagshópur sem telur sér í trú um að hann sé með eitthvað aðhald á stjórnmálamenn! Blogg á lágu plani er heldur ekki spennandi.
Þórður Guðmundsson, 7.9.2009 kl. 09:37
Ég gerði einmitt svipaða útekt í gærkveldi, sem nefnd er hér að ofan. Ekki nokkur maður hafði heyrt orði á þetta minnst fyrr en Björgvin fór að básúna þetta sama. Að sama skapi var öllum nokk sama um hvað satt væri í drykkjuskap og kvennafari hans. Ekki nokkur maður tók mark á slíku né saup hveljur yfir.
Um það hvort eitthvað skipulegt hafi verið á ferðinni af flugumönnum, skal ég ósagt látið, enda hef ég ekki hugmynd um það. Það þyrfti þó ekki spunameistara samfylkingarinnar til. Það er alþekkt í slíkum spunaherferðum að bandamenn fórnarlambsins standi fyrir herferðinni og jafnvel með vitneskju þess. Tilgangurinn væri þá væntanlega að finna lögleysu réttlætingu. Hann helgar jú meðalið.
Ef ég ætlaði að fylgja eftir t.d. hertum refsingum við graffití þá myndi ég ráða nokkra óknyttadrengi til að vinna slík spjöll, helst á helgum eða skinhelgum stöðum.
Tilfelli þekki ég frá þýskalandi, þar sem faraldur skemmda á gröfum gyðinga olli miklum óhug. Í ljós kom að þar voru óknyttapiltar af gyðingaættum á ferð. Þetta var um sama leyti og verið var að keyra haturslög í gegnum þingið. Go figure.
Tek það fram að þetta er random dæmi og lýsir í engu afstöðu minni til nokkurs þjóðflokks, né stjórnmálasamtaka.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 09:44
Ég man annars ekki eftir að nokkur aður hafi hlotið skaða af nokkrum bloggara, né að höfðað væri mál gegn þeim. Undir nafni aða án. Grófasta dæmið sem ég man var fúkyrðaflaumur Skúla í garð Islam. (Sem var NB. undir nafni)
Það skal tekið fram að það er ekki ólöglegt að móðga eða særa tilfinningar nokkurs manns, enda væri það óðs manns æði, þar semslíkt er svo afstætt að engin leið væri að henda reiður á.
Mbl. hefur strangar reglur um velsæmi, sem metið er af ritstjórn. Þær reglur eru kynntar þegar menn opna bloggin. Þeir sem brjóta þessar velsæmisreglur eru látnir fjúka um leið. Oft þarf ekki kvartanir til. Þeir sem skrifa gegn trúmálum móðga oft trúaða með skrifum sínum og kvarta þeir hástöfum. Sjaldnast er tekið mark á því, þrátt fyrir að enn séu í lögum refsiákvæði fyrir guðlast.
Fúkyrðaflaumurinn í garð nafnlausra hér á blogginu er ótrúlegur. Hér eru allir settir undir einn hatt og kallaðir vsalingar, aumingjar, hugleysingjar og heimskingjar. Ég sé ekki að bloggarar undir nafni séu hótinu betri en gerist og gengur um aðra.
Skrif Stormskers um forsetann voru ansi mikið á kantinum fannst mér, en enginn amaðist við því. Ekki einu sinni forsetinn. Raunar eru verstu dæmin um forstokkun, dónaskap og sleggjudóma að finna meðal bloggara sem skrifa undir nafni. Nokkrir eru meira að segja forsíðubloggarar.
Ætli nokkur sé raunar saklaus, þegar tekið er tillit til þess orðbragðs sem haft er um stjórnendur þessa lands t.d. Ég er í því glerhúsi allavega.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 10:03
Samfylkingin er augljóslega að sýna sitt rétta andlit. Eru þau einu sem mega hafa skoðun og ef einhver hefur aðra skoðun þá eru það árásir. Ég er eins og Hilmar hérna fyrir ofan að ég hafði ekki heyrt um þennan róg um Björgvin fyrr en hann ákvað sjálfur að dreifa honum í gegnum fjölmiðla. Mér dettur í hug hvort hann er að ná sér líka í samúð svo menn gleymi þætti hans í hruninu, og um leið að reyna að láta loka á bloggið nema fyrir stjórnmálaelítuna.
Einar Þór Strand, 7.9.2009 kl. 11:09
Það sjá allir að þetta nafnleysishjal er bara fyrirsláttur sem á að nota til þöggunar.
Með tal um forseta, ef forseti væri í sjálfstæðisflokk þá er næsta víst að ekki mætti blogga neitt misjafnt um þann man á blog.is.
Öll þessi umræða er hlægilegri en orð fá lýst.. enda er ég búinn að plögga þessu erlendis.. að bankamenn og stjórnmálamenn sem voru í miðju hruns kalli nú eftir höftum á internetinu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:12
Sæll Hrannar
Athyglisverður pistill um fjölmiðlana og netið. Mér sýnist að lagaumhverfið hér hjá okkur sé ekki í takt við þá opnu umræðu sem er í samfélaginu og þá opnu og gegnsæju stjórnarhætti sem núverandi stjórnvöld vilja koma á hér. Við erum enn með lagaumhverfi sem hindrar flæði upplýsinga um atriði sem fyrrum valdhafar vildu hafa í þögn og felum.
Meðan ekki er búið að setja nýja lagaramma utan um alla þessa hluti, munu þeir sem telja sig eiga einhverra hagsmuna að gæta, herja á fjölmiðla í anda þessara úreltu lagagreina.
Ég er eindregin talsmaður þess að fólk skrifi ætíð undir eigin nafni. Það er mín persónulega skoðun og ég veit að margir eru mér ósammála.
Við sem skrifum á netið verðum að halda uppi málflutningi þar sem hvatt er til endurskoðunar á lögum um upplýsingar gagnvart viðskiptum, stjórnsýslu og innviðum samfélagsins almennt.
Þarna verður að vanda mjög til verka og slíkt tekur tíma, en þarna er samt á ferðinni afar brýnt mál sem ekki má slá á frest.
Heiðarleikann verður með öllum tiltækum ráðum að innleiða að nýju inn í okkar stórskaddaða samfélag. Á meðan við erum að vinna okkur á þann stað verður uppi togstreita í samfélaginu um mjög marga hluti, þar á meðal málfrelsið og heimildir til að upplýsa.
Að lokum þetta. Vandaður málflutningur eins og ég sé hjá mörgum á netinu, er ætíð frekar til þess fallin að vera talinn marktækur. Skammir og skítkast í nafnlausum færslum er síður lesið (af mér og fleirum). Slíkt er ekki og hefur aldrei talist vera rannsóknarblaðamennska. Ég ber vissa virðingu fyrir þeim sem hana stunda af fagmennsku.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.9.2009 kl. 11:15
Bann við nafnleynd myndi hafa útilokað "litla Landssímamanninn" og "Deep Throat" í Watergate-málinu.
Rógur og uppspunnar Gróusögur verða ævinlega á ferli, því miður
Mér þykir leitt, bloggsins vegna, hve lágt margir virðast geta lagst í rógs- og hatursherferðum sínjum í skjóli nafnleyndar á blogginu og farið með hreinar lygar.
Af tvennu illu og fordæmanlegu finnst mér þó skárra að fá lygarnar og óþverrann beint framan í sig en að þær fái grassera án vitundar þess sem fyrir árásunum verður.
Slíkt framferði í athugsemdum við bloggsíðu mína gerði mér til dæmis nýlega kleift að svara slíku og benda á alveg ótrúlega lágkúrulegt og ósvífið framferði eins þeirra sem sveifst greinilega einskis í að ata auri þá sem honum var illa við.
Ómar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 11:36
Hólmfríður það er rétt hjá þér að hérna verður að innleiða heiðarleika en að það verði gert með núverandi stjórnmálaflokkum og stjórnvöldum er borin von til þess er spillingin of mikil og eykst of hratt.
Einar Þór Strand, 7.9.2009 kl. 11:45
Gróusögur eru alltaf vandamál í mannlífinu. Ég held hins vegar að meirihluti nafnlausra bloggara bloggi sé alveg sakammlaus með tilliti til þeirra. Svívirðingar nafnlausra bloggara og þeirra sem gera athugasemdir eru auðvitað til vandræða en það er fráleitt að nota það sem átyllu til að skerða tjáningarfrelsi á einhvern hátt. Það er samt það sem stjórnmálamenn, viðskiptajöfrar og valdastéttina dreymir um. Raunveruleg ástæða er að þagga niður gagnrýni en ekki að efla siðferði í orðum.
Mér finnst ekki hægt að bera bloggara og rannsóknarblaðamenn saman.Þeir eru bara sitt hvor hluturinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2009 kl. 11:54
Eigum við að taka þetta aðeins lengra.. eigum við að fara í alsheimer pósta þingmanna.. eða fyllerísraus þeirra á bloggi um miðjar nætur... fjölsendingar á heimskulegum póstum...
Hvers vegna eru menn að beina augum sínum að nafnlausum bloggurum... þeir eru klárlega ekki þeir sem þarf að taka og kenna mannasiði.
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:01
Sæll Hrannar
Ég get fallist á flest það sem þú ritar hér að ofan og aðfinnslur um skrif um Islam á bloggið en það er oft gróft en satt eigi að síður ef menn leggjast í rannsóknarvinnu eins og Skúli gerir greinilega.
Er það sem dæmi ekki rannsóknarefni Bloggheima vafasöm svör eins skilanefndar manns hjá Kbbanka um réttarhöld í London 1 júlí sl.fyrir skilanefnd bankans og réttmæti aðgerða Breta við lokun útibúa. Það kemur fram að að hann hafi setið inni við réttarhöldin og þar kom eitthvað óvænt upp í vörninni fyrir 8 október sem hann frátekur ekki að rannsóknarnefnd Alþingis eigi að skoða áður en þeir gefa út sýna skýrslu?? Eru þarna einhverjar faldar upplýsingar hjá skilanefndinni sem er ríki í ríki sínu sem Alþingi hafði ekki undir höndum við afgreiðslu á Icesafe?? Ekki hefur ríkisstjórnin né fjölmiðlar minnst á þessi réttarhöld hér á landi og ég spyr hvers vegna ekki??
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 12:40
"...aðfinnslur um skrif um Islam á bloggið en það er oft gróft en satt eigi að síður ef menn leggjast í rannsóknarvinnu eins og Skúli gerir greinilega"
Ha ? Ok. þú ert að djóka.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2009 kl. 13:31
Hvernig getur maður eins og Lýður Guðmundsson, útrásarvíkingur með meiru, enn haft svona mikil völd í samfélaginu? Hann opnar munninn og finnst bloggarar hafa svert æru sína (eins og hann hafi ekki gert það nægilega mikið sjálfur) og það logar allt þjóðfélagið. Stjórnmálamennirnir sem VIÐ kusum súpa hveljur og láta Lýð, ekki Lýðinn, koma sér á gönuskeið. Af hverju er enginn að tala um að Lýður hafi átt stóran þátt í að koma heilu bankakerfi á hliðina og athuga hvað fór úrskeiðis hjá honum? Af hverju er engin að spyrja hvernig honum datt í hug að bjóða 1 milljarð í Exista þegar hluturinn var allavega 50 sinnum verðmætari? Af hverju er engin að krefja Lýð svara varðandi Al thani viðskiptin í Kaupþingi? Allt í einu er fólk farið að verja bloggara fyrir spurningum þessa manns. Siðferðismörk hans voru ekki á háu stigi meðan á útrásinni stóð, því ættu þau að vera það núna? Hvaða þjóðfélagspostuli er þessi maður eiginlega orðinn? Hann opnar munninn, kennir nafnlausum bloggurum um hrunið og allt í einu á að leggja fram frumvarp sem heftir tjáningarfrelsið? Er ekki nóg að þessi maður svipti fjölskyldur húsum sínum, einstaklinga bílum sínum og atvinnu og hrakti aðra úr landi, erum við núna að fara láta hann svipta okkur tjáningar- og málfrelsinu líka?!
Kristbjörn (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:07
Það er augljóst að útrásarvíkingar og kumpánar þeirra eru að reyna að stjórna umræðunni...
Það sorglegasta er að margur íslendingurinn tekur undir með þeim...
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:25
Ég er mjög sammála þér og mér finnst að Björgvin hafi sjálfur ákveðið að koma þessari umræðu um sig af stað, ég bý á Selfossi og hef aldrei heyrt slíkar sögur um manninn fyrir utan smá umræðu síðasta vor um niðurfellingu lána.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 15:50
Þetta er hið furðulegasta mál. Nú heldur það áfram með bréfi Björgvins til Egils Helgasonar:
Bréf frá Björgvin
Ég vil benda á þessa stuttu setningu í bréfi Björgvins:
Þýðing: hægt verði að sækja eigendur netsvæða til saka fyrir efni sem birtist á vefum þeirra. Verði þetta raunin verður að leggja kerfi eins og blogg, wiki, og aðra veftækni sem styðja vefinn 2.0 niður á Íslandi og hýsa allt draslið erlendis. Það myndi fækka lesendum blogga, meðal annars vegna þess að tafir eru á erlendum vefþjónum og fólk verður fljótt óþolinmótt ef hægir á.
Þannig yrði of mikil áhætta fyrir mbl.is, visir.is, eyjan.is og fleiri að halda úti bloggsíðum, þar sem að höfundar væru ekki lengur ábyrgir, heldur eigendur svæðisins.
Leiðréttið mig fari ég mig rangt mál, vinsamlegast.
Hrannar Baldursson, 7.9.2009 kl. 19:00
Sýnist það... og þetta toppast með að harðari reglur og heft tjáningarfrelsi sé faktískt það sem þarf til að styðja tjáningarfrelsi.
Upp er niður, niður er upp... svart er hvítt... ef þeir segja þetta nógu oft þá trúið þið þessu kannski
DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 19:52
Fínasta grein
Ómar Ingi, 7.9.2009 kl. 21:21
Mitt álit :er að bloggið er máttur,og ber að hafa það sem sannara reynist,menn verða svo að vinna úr þvi að eigin vali/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 7.9.2009 kl. 22:10
Vilja einhverjir tempra netmiðla áður en skýrsla rannsóknarnefndarinnar kemur út í október?!
Skeggi Skaftason, 7.9.2009 kl. 23:35
Vil klikkja hér út með samlíkingu, sem ég setti fram í svari á mínu bloggi, en það varðar t.d. lögregluna sjálfa.
"Það fer fyrir brjóstið á flestum þegar talað er um Pólverja, Lithá eða fólk af erlendu bergi brotið í tengslum við tilkynningar lögreglu um glæpi. Það kroppar í réttlætisvitund okkar. Það setu ákveðna hópa undir einn hatt í í hugum fólks og stuðlar að ofsóknum og fordæmingu. Allir Pólverjar, Litháar eða fólk af erlendu bergi brotið er stimplað glæpamenn og tortryggni er vakin í garð allra úr þeirra hópi, sem gerir þeim lífið leitt og oft óbærilegt. Langsamlega flestir í þessum hópi eru heiðvirðir borgarar, verkafólk og fjölskyldufólk.
Á að flytja "þetta fólk" úr landi med det samme, eins og maður heyrir einatt og sér hér í kommentum?
Sama gildir um það sem um er rætt."Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.