Besta myndbandaleiga Norðurlanda brennd til kaldra kola?

Laugarásvídeó er sú leiga sem ég heimsæki þegar ég veit af einhverri kvikmynd sem ég hef ekki ennþá séð. Þar voru rekkar fullar af gömlum vídeóspólum með efni sem hefur ekki verið endurútgefið, og hægt að finna allar bestu sjónvarpsseríurnar á staðnum, sem og nýlegar alþjóðlegar myndir.

Það að einhver skuli vilja brenna Laugarásvídeó til kaldra kola er náttúrulega furðulegt fyrirbæri.

Vonandi gengur Gunnari vel að endurheimta tapið og byrja upp á nýtt, enda var ekki síst gildi í góðum ráðum sem maður fékk stundum frá starfsmönnum leigunnar, hvort sem maður hafi þurft á því að halda eða ekki.

Síðast þegar ég var á Íslandi fór ég á Laugarásvídeó og vona að ég geti kíkt þar inn næst þegar ég heimsæki klakann.


mbl.is „Opnum eins fljótt og hægt er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú það sem búast má við að verði meira af  þegar fjölmiðlar og bloggarar keppast við að mæra skemmdarverk.

Bilaðir einstaklingar sem finnst að í nafni réttlætis að þeir megi gera hvað sem er

Grímur (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skemmdarverk áttu sér nú líka stað fyrir daga bloggsins.

Hrannar Baldursson, 30.8.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Hrannar. Mikið menningarlegt tap fyrir kvikmyndaáhugafólk. Vonandi nær Gunnar sér á strik aftur.

Guðmundur St Ragnarsson, 30.8.2009 kl. 17:28

4 identicon

Það eru bara skíthælar og fífl sem að ráðast svona á þennan mann, þetta er einn yndislegasti maður á landinu. 

Geir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:02

5 identicon

ég get alveg skilið afhverju einhver myndi vilja brenna laugarásvideo það er vitað hér í hverfinu og allir sem eru í laugarlækjarskóla vita að Gunnar lemur dóttur sína... oft mikið og hefur hún verið inn og útaf heimilinu hans auðvitað er ekki aldrei sagt neitt beint við okkur en það fer nú ekki milli mála þegar hún flutti á fóstur heimili, mætir blá og marin í skólan. Bara benda á það

Auður (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að benda Grími á það að samfélag í kreppu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi, hefndarverk og glæpi. Þó einhverjir hafi bent á að slíkt væru afleiðingar skiljanlegrar angistar og reiði þá hefur enginn mært slíka hegðun.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.8.2009 kl. 01:24

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ætlaði að koma með skemmtilega frasa á borð við "Of all the videojoints in the world they had to set fire to this one".

Ef eitthvað er hins vegar til í því sem Auður segir hér að ofan, þá er það eitthvað sem þarf að ransaka.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.8.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Tryggvi Hübner

Þetta er óbætanlegt tjón, mjög sorglegt. Þessi Videoleiga var í algjörum sérflokki, klassa fyrir ofan allar slíkar sem ég hef séð. Það var nánast sam hvaða 20.aldar klassík maður vildi , Gunni átti það.  Og einstakur höfðingi að öllu leiti hann Gunnar. Ég hef ekki farið á aðrar videoleigur í mörg ár þó ég sé löngu fluttur úr hverfinu.

Vona bara að hann hætti ekki.

Tryggvi Hübner, 31.8.2009 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband