Til hvers að biðja menn um afsökunarbeiðni ef þeir skilja hvorki né viðurkenna að þeir breyttu rangt?

"Manneskjur þrá ekki aðeins að verða ríkar, heldur að verða ríkari en aðrar manneskjur." John Stuart Mill 

Fólk hagar sér samkvæmt eigin sannfæringu. Ef það breytir rangt, er það vegna þess að það veit ekki hvað er rétt. Ef það framkvæmir illvirki, er það vegna þess að það þekkir ekki hið góða.

Ég efast um að þeir sem hafa komið íslenskri þjóð í alvarlegustu klípu frá upphafi, telur sig ekki hafa gert neitt rangt, að þau hafi verið að fylgja eftir ferlum og farið eftir reglum sem voru viðurkenndar sem eðlileg viðskipti. Það er eins og kerfið hafi orðið að viðmiði fyrir því sem er gott eða illt.

Ég leita hamingju. Hamingja kemur frá hinu góða. Hið góða felst í gróða. Það er gott að vera ríkur. Þá get ég jafnvel útdeilt hamingju.

Ég held að hugsunarhátturinn sé ekki flóknari en þetta.

Þetta er nytjahyggjan í sinni hreinustu mynd. Útkoman skiptir öllu máli, og þó að þurfi að fórna eins og einu samfélagi, þá er það í lagi, því að á endanum getur það komið heildinni vel, ef heildin er maður sjálfur og vinir manns.

Af hverju er siðfræði ekki skyldufag í skólum, þar sem hægt er að gefa fólki tækifæri til að hugsa af dýpt meðal annars um nytjahyggju og afleiðingar hennar sem lífsstefnu? 

"Ef þú ættir skammt eftir ólifað og gætir aðeins hringt eitt símtal, í hvern myndirðu hringja og hvað myndirðu segja? Og af hverju ertu að bíða?" (Stephen Levine) 

mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Steingrímur hlýtur að vera keppast eftir einhverjum grínverja titli.

Ómar Ingi, 16.8.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hugsanlega.

Hrannar Baldursson, 16.8.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

"Manneskjur þrá ekki aðeins að verða ríkar, heldur að verða ríkari en aðrar manneskjur." John Stuart Mill...

 Ríkur af hverju þá .peningum ? ef svo er get ég ekki annað en verið ósammál. Ég held að það sé misskilningur að fólk almennt séð s´fast í einhverjum efnishyggju heimi. Ég lifi fyrst og fremst fyrir að njóta lífsins og takast á við erfiðleika hvers dags með það takmark að komast flekklaust í gegnum mótbárunar. 

Efnishyggjan heillar mig ekki neitt en sérhvert andartak þar sem ég get notið þess að vera til.. elska ég miklu heldur.  T.d útí grasgrænni nátturunni- blindfullur með skemmtilegum vinum- Eða að borða mat í 10-11... Og ég tala nú ekki um að dandalast með skemmtilegri skvísu.. það er nú altaf skemmtilegt.

En hvort ég vilji verða ríkari en aðrir ... hmmm það get ég ekki samþykkt.... Ef ég hef nóg að bíta og brenna þá er ég sáttur.  

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 19:49

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú getur ekki beðið siðleysingja um að sýna eftirsjá, hann sér ekki eftir neinu.  Til hvers ætti hann þá að biðjast afsökunnar?  Er þetta ekki vandamálið í hnotskurn?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt að segja skil ég ekki mikilvægi þess að þjóðin fái afsökunarbeiðni frá þeim aðilum sem báru ábyrgð á hruninu.  Þessir atburðir eru að baki og því fær eingin afsökunarbeiðni breitt.  Hitt er svo allt annað hvort hægt er að fyrirgefa þessum aðilum ef þeir sýna sanna iðrun og bryðjast afsökunar, ég held fyrir mitt leiti já.

Það sem mér finnst Steingrímu vera að gera með svona Hólaræðu er í raun það sem hann er snillingur í, það er skotgrafahernaður.  Í stað þess taka til í stjórnkerfinu og þar sem hann hefur í raun tök á að breyta málum í núinu, beinir hann athyglinni að fortíðinni.  Beinir kastljósinu að þeim sem hann telur sig hafa til afsökunar fyrir eigin umdeildu verkum og eigin þjónkun við peningaöflin í andstöðu við hagsmuni almennings.

Svo er spurning hvort þeir sem á eftir Steingrími koma haldi bara ekki áfram á sömu braut gjörspillts stjórnkerfis og krefji Steingrím afsökunarbeiðni á því ástandi sem þá kann að vera uppi.

Magnús Sigurðsson, 17.8.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband