Up (2009) ****
23.7.2009 | 13:00
Þegar maður fer á teiknimynd í bíó um gamlan mann sem fyllirþúsundir blaðra með helíum til að flytja gamla húsið sitt úr borginni,býst maður ekki með æsispennandi ævintýri í anda Indiana Jones. Það erhins vegar það sem maður fær.
Up er enn ein skrautfjöðurin í teiknimyndahatt Pixar Studios. Í fyrra gerðu þeir hina ágætu Wall-E,sem sópaði að sér verðlaunum, og fylgja henni eftir með mesta enn einnisnilldarinni. Söguþráðurinn virðist í fyrstu ósennilegur. Gamall kallbindur þúsundir blaðra við hús sitt, fyllir þær af helíum og flýgur íburtu til að losna undan nútímagrimmd sem hótar honum leiðindum áelliheimili til æviloka. Hljómar frekar óáhugavert? Það fannst mér. Enþar sem þetta er Pixar og þeir hafa aldrei klikkað, ákvað ég að skellamér á myndina í Chicago.
Kvikmyndin hefst þegar Carl Fredricksen (Edward Asner) er barn ogfylgir lífi hans eftir þar til hann er gamall ekill. Þessi frásögn umlíf einnar manneskju frá æsku til elli er einfaldlega langbestastuttmynd sem ég hef á ævinni séð. Henni er fylgt eftir með sögunni umgamla kallinn sem vill láta æskudrauma sína rætast eða reyna það tilhinsta augnabliks. Hann ætlar að fljúga húsi sínu til suður Ameríku,upp á fjall yfir fossi sem eiginkona hans dreymdi um að ferðast til ámeðan hún lifði.
Rúmri hálfri öld áður, þegar Carl var sjálfur strákur, hafðiævintýramaðurinn Charles Muntz (Christopher Plummer) lagt af stað ílangferð að þessum fossi og ætlaði hann að taka heim með sér furðuverusem lifir á svæðinu. Hann hefur með sér her herskárra hunda og einn semer ekki jafn herskár og ber nafnið Dug (Bob Peterson), en hundarnirgeta allir tjáð sig á nokkrum tungumálum með þýðingartæki sem þeir beraum hálsinn.
Ævintýrið er gott og skemmtilegt, og gaman að sjá karl sem getur íupphafi myndar varla silast niður tröppur, orðið að ævintýrahetju semsveiflar sér á milli fljúgandi farartækja, og maður er fyllilega sátturvið það. Skátinn Russell (Jordan Nagai) slysast með í ferðina, en hannvill fá verðlaun fyrir að hjálpa gömlum einstaklingi að komast þangaðsem hann vill komast. Hann reiknaði upphaflega með að þurfa í mestalagi að hjálpa honum yfir götu, en endar á því að hjálpa honum tilannarrar heimsálfu.
Ef þú hefur einhverjar efasemdir um að þetta geti verið eitthvaðfyrir þig, þá mæli ég með að þú efist um þá skoðun og skellir þér samtí bíó. Börn hafa örugglega gaman að þessu ævintýri, og fullorðnir eruvísir til að upplifa barnið í sjálfum sér að minnsta kosti 90 mínútur.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
ekki kíktiru á þessa í colosseum í Oslo ?
Þetta er mynd sem mig langar að sjá.
Óskar Þorkelsson, 23.7.2009 kl. 14:13
Sá hana í Chicago. Góð bíó þar.
Hrannar Baldursson, 23.7.2009 kl. 14:25
Besta Mynd ársins segja flestir ertu sammála þeim með þá skoðun ?
Ómar Ingi, 23.7.2009 kl. 17:57
Ég er ekki frá því. Reyndar er Drag Me To Hell ansi nálægt því líka.
Hrannar Baldursson, 23.7.2009 kl. 18:00
Hún er ekki enn komin á skerið en já fengið massa dóma , Watchmen var líka ansi öflug og Blu Ray extended cut er öflugust.
Ómar Ingi, 26.7.2009 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.