Hvað er glæpur og hvað er ekki glæpur?

arrested

  • Að afhenda vinum sínum eignir þjóðarinnar til sölu og lána þeim fyrir kaupunum með peningum þjóðarinnar?
  • Að fella krónuna skipulega til að láta ársfjórðungsreikninga líta betur út með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir alla þá sem skulda verðtryggð lán eða myntkörfulán?
  • Að selja eignir eigin fyrirtækis öðru eigin fyrirtæki og borga ekki þessar eignir með hvorugu fyrirtækinu, enda voru kaupin gerð með lánum?

Ef einhverjum finnst eitthvað af þessu ofangreindu flokkast undir eðlileg viðskipti eða ásættanlega samfélagshegðun skal viðkomandi vinsamlegast taka til rannsókna á eigin gildum.

Þetta eru kjarnamálin sem þarf að leiðrétta með hörðu réttlæti. 

Önnur mál sem taka á efnahagi framtíðar og eru afleiðingar ofangreindra glæpa, en hugsanlega einu leiðirnar:

  • ICESAVE
  • Óviðráðanlegar (?) skuldir þjóðarbúsins
  • ESB

Við þurfum að muna hvað er orsök og hvað eru afleiðing. Það þarf að taka á orsökunum af mikilli hörku, vonandi með áframhaldandi Evu Joly og annarra snillinga, en við þurfum einnig að geta treyst einhverjum til að taka góðar ákvarðanir um framtíðina - þó að allt val virðist hafa fleiri slæmar hliðar en vænar.

Nú er sumar, og samkvæmt sumarhefðum hætta Íslendingar að hugsa þar til um miðjan ágúst. Þá fer allt í gang á ný og línurnar fara að skýrast.

  • Hefur orsakavaldinum verið breytt?
  • Er verið að taka vel á afleiðingunum? 
Ég held, þó að ég sé ekki hrifinn af ríkjandi stjórnvöldum, sem eru þó betri en pappírstætarar fyrri stjórnar, að þau séu að gera sitt besta, og að það sé betra en aðgerðarleysið sem áður plagaði stjórnmál og þjóðina.

 

Engu að síður sé ég fram á harðan vetur fyrir þá sem enn búa á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er glæpur hvernig kerfisbundið hefur verið gengið í alla sjóði sem við Íslendingar áttum.  Hvort sem það er í bönkum, fyrirtækjum eða öðrum eignum okkar.  Stöndug fyrirtæki voru sett á vonarvöl með endalausum lántökum, o.s.f.  Það er ótrúleg tilfinning að upplifa þetta, svikin og lygarnar eru með ólíkindum.  Og ennþá situr sama fólkið við kjötkatlana, og er að gera nákvæmlega sömu hlutina á ofurlaunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, þetta er glæpsamlegt. Það sorglega er að þetta er svo stór glæpur að fullt af fólki virðist ekki enn skilja að hann hafi átt sér stað og sé enn í gangi. Hitler hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að til að komast upp með glæpi þyrftu þeir einfaldlega að vera gífurlega stórir.

Hrannar Baldursson, 15.7.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband