Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Fer Ísland á hausinn í haust?
11.7.2009 | 15:11
Í dag blogga ég fátæklega.
Ég játa og viðurkenni að ég er meira en sáttur við þann kipp sem íslenska ríkisstjórnin hefur tekið síðustu dagana. Hún hefur verið að vinna hlutina hratt og staðið allt annað en aðgerðarlaus. Á móti kemur að aðgerðirnar munu hafa afdrifaríkar afleiðingar.
ICESAVE getur brugðið til beggja vona. Í besta falli erum við að tala um skuld sem felld verður niður af alþjóðasamfélaginu. Í versta falli eru þetta skuldir sem erfingjar Íslands þurfa að borga með þrælkun í nokkrar kynslóðir.
Líklegt er að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Eðlilegast væri að þjóðin fengi að greiða atkvæði þegar landið hefur verið samþykkt í sambandið, og staðfesti þá vilja sinn til að vera með eða ekki. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um er hrein della, enda myndi slík atkvæðagreiðsla virka sem niðurnjörfandi afl fyrir umsókn, hvort sem meirihluti væri fyrir henni eða ekki.
Niðurskurðarhnífurinn er á fullu, og fyrirtæki enn að fara á hausinn. Skuldir fjölskyldna aukast, verðtryggingin og gengið jafn hörð og fyrr. Stórum spurningum verður svarað í haust þegar krónunni verður fleytt á nýtt, bankar fá aftur heimild til að víkja fólk af heimilum sínum og í ljós kemur hvaða þjónusta ríkisins hverfur og hvernig hún hefur áhrif á líf fólksins í landinu.
Sumarið stendur sem hæst. Þá er bjart yfir húsum og fólki. Með haustinu lækkar sól og blákaldur veruleiki næsta veturs stendur innan seilingar.
Segðu mér: förum við á hausinn í haust?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ég tel að ísland muni fara á hausinn í haust já..
Óskar Þorkelsson, 11.7.2009 kl. 15:14
Ísland er þegar komið á hausinn þó svo að stjórnmálamennirnir vilji ekki viðurkenna það, því þá fá þeir ekki lengur útborgað.
En íslenskur almenningur verður aldrei meira en tæknilega gjaldþrota og áttar sig vonandi á að til er líf án leiðsagnar stjórnmálamanna.
Magnús Sigurðsson, 11.7.2009 kl. 16:00
Við erum nú þegar gjaldþrota en JÁ - eigi síðar en í haust hef ég á tilfinningunni.
Arinbjörn Kúld, 11.7.2009 kl. 17:23
Ennþá er verið að búa til leiðir til að lengja í hengingarólinni: pakki sem lengir greiðslufrest þannig að fólk sem missir fasteignina vegna vanskila, getur búið sem leigjandi í 2–3 ár í íbúðinni sinni. Með þessu auka þeir stöðugt verðmæti bankanna og er það höfuðástæðan fyrir því að ekki má slá skjaldborg um heimilin í landinu. Svona slá þeir skjaldborginni utan um bankana. Gjaldþrot er reikningsdæmi og allt sem ríkisstjórnin er að gera miðar að lengingu hengingarólar. Þetta er líkt og þegar fjölskyldur eru að fá lán og skuldbreytingar til að greiða upp vanskil og geta aldrei staðið við greiðslur.
Margrét Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 17:32
Þegar stórt er spurt en það bendir ansi margt til þess.
Ómar Ingi, 11.7.2009 kl. 17:51
Thad er alveg furdulegt ad fasteignaverd hafi ekki laekkad meira en raun ber vitni.
Óhjákvaemilegt verdhrun á fasteignamarkadinum er hafid og spá mín er ad midad vid fasteignaverd í dag muni thad laekka um a.m.k. 50%. Íbúd í dag sem kostar 20 milljónir verdur óseljanleg fyrir meira en 10 milljónir. Kjallara og risíbúdir verda algerlega ósöluhaefar.
50% laekkun er mjög varlega áaetlud laekkun...60-70% ....eda jafnvel 80% laekkun er ekki ósennileg.
Their sem hafa selt sínar eignir núna eru mjög heppnir og geta verid mjög ánaegdir med sína ákvördun.
Einungis thegar fólk fer ad finna almennilega fyrir kreppunni mun sú reynsla hrista thad mikid upp í hausnum á thví ad thad fari loksins ad nota sinn haus til thess ad hugsa í stad thess ad nota hann einvördungu fyrir grillhattinn og thar af leidandi losa sig vid grundvöll spillingarinnar: KVÓTAKERFID
Ad vera á móti kvótakerfinu er ad vera fyrir bjartari framtíd landsins. Ad vera á móti kvótakerfinu er ekki á nokkurn hátt tengt sérhagsmunum. Thjódin verdur ad losa sig vid spillingarkerfid sem Spillingarflokkurinn og Framsóknarspillingin komu á. Allar audlindir sjávar innan landhelgi Íslands eru sameign alls fólks í landinu. Thad er kominn tími til thess ad fólk fari ad hegda sér samkvaemt theirri stadreynd.
Kjarri (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:08
Við erum ekki á leiðinni á hausinn- Í raun fjarstæða að halda því fram. Ég bý hér í 101 rvk og hér allt eins og það var fyrir kreppu. Fyrirtæki eru starfandi og fólki lýður bærilega. Við erum að taka á okkur dífu núna en með tíð og tíma mun ísland ná sér - Um það er ég sannfærður.
Brynjar Jóhannsson, 12.7.2009 kl. 15:16
Mér hugnast Argentínska leiðin. Argentína sá fram á að geta ekki staðið við endurgreiðslur lána frá fjölmörgum þjóðum. Þjóðin lýsti sig gjaldþrota og að lánin yrðu ekki endurgreidd, nema ef til vill eitthvað brotabrot. Mér sýnist þetta hafa virkað vel hjá þeim....?
Matti (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:37
Argentína er enn á hausnum.. 8 árum eftir gjaldþrotið... enginn lánar þeim.. en Argentína kemst af vegna þess að landið er sjálfbært að langmestu leiti.. ísland getur ekki verið líkt saman við argentínu.. því ísland er EKKI sjálfbært land.
Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 01:38
Þakka þér fyrir upplýsingarnar. Þær vantaði greinilega til að hjálpa mér að taka betur upplýsta afstöðu. Núna líst mér ekkert á Argentínsku leiðina!
Matti (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.