Fer Ísland á hausinn í haust?

Í dag blogga ég fátæklega.

Ég játa og viðurkenni að ég er meira en sáttur við þann kipp sem íslenska ríkisstjórnin hefur tekið síðustu dagana. Hún hefur verið að vinna hlutina hratt og staðið allt annað en aðgerðarlaus. Á móti kemur að aðgerðirnar munu hafa afdrifaríkar afleiðingar.

ICESAVE getur brugðið til beggja vona. Í besta falli erum við að tala um skuld sem felld verður niður af alþjóðasamfélaginu. Í versta falli eru þetta skuldir sem erfingjar Íslands þurfa að borga með þrælkun í nokkrar kynslóðir.

Líklegt er að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Eðlilegast væri að þjóðin fengi að greiða atkvæði þegar landið hefur verið samþykkt í sambandið, og staðfesti þá vilja sinn til að vera með eða ekki. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um er hrein della, enda myndi slík atkvæðagreiðsla virka sem niðurnjörfandi afl fyrir umsókn, hvort sem meirihluti væri fyrir henni eða ekki.

Niðurskurðarhnífurinn er á fullu, og fyrirtæki enn að fara á hausinn. Skuldir fjölskyldna aukast, verðtryggingin og gengið jafn hörð og fyrr. Stórum spurningum verður svarað í haust þegar krónunni verður fleytt á nýtt, bankar fá aftur heimild til að víkja fólk af heimilum sínum og í ljós kemur hvaða þjónusta ríkisins hverfur og hvernig hún hefur áhrif á líf fólksins í landinu.

Sumarið stendur sem hæst. Þá er bjart yfir húsum og fólki. Með haustinu lækkar sól og blákaldur veruleiki næsta veturs stendur innan seilingar. 

Segðu mér: förum við á hausinn í haust?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tel að ísland muni fara á hausinn í haust já..

Óskar Þorkelsson, 11.7.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ísland er þegar komið á hausinn þó svo að stjórnmálamennirnir vilji ekki viðurkenna það, því þá fá þeir ekki lengur útborgað. 

En íslenskur almenningur verður aldrei meira en tæknilega gjaldþrota og áttar sig vonandi á að til er líf án leiðsagnar stjórnmálamanna.

Magnús Sigurðsson, 11.7.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við erum nú þegar gjaldþrota en JÁ - eigi síðar en í haust hef ég á tilfinningunni.

Arinbjörn Kúld, 11.7.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ennþá er verið að búa til leiðir til að lengja í hengingarólinni: pakki sem lengir greiðslufrest þannig að fólk sem missir fasteignina vegna vanskila, getur búið sem leigjandi í 2–3 ár í íbúðinni sinni. Með þessu auka þeir stöðugt verðmæti bankanna og er það höfuðástæðan fyrir því að ekki má slá skjaldborg um heimilin í landinu. Svona slá þeir skjaldborginni utan um bankana. Gjaldþrot er reikningsdæmi og allt sem ríkisstjórnin er að gera miðar að lengingu hengingarólar. Þetta er líkt og þegar fjölskyldur eru að fá lán og skuldbreytingar til að greiða upp vanskil og geta aldrei staðið við greiðslur.

Margrét Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Ómar Ingi

Þegar stórt er spurt en það bendir ansi margt til þess.

Ómar Ingi, 11.7.2009 kl. 17:51

6 identicon

Thad er alveg furdulegt ad fasteignaverd hafi ekki laekkad meira en raun ber vitni.

Óhjákvaemilegt verdhrun á fasteignamarkadinum er hafid og spá mín er ad midad vid fasteignaverd í dag muni thad laekka um a.m.k. 50%.  Íbúd í dag sem kostar 20 milljónir verdur óseljanleg fyrir meira en 10 milljónir.  Kjallara og risíbúdir verda algerlega ósöluhaefar.

50% laekkun er mjög varlega áaetlud laekkun...60-70% ....eda jafnvel 80% laekkun er ekki ósennileg.

Their sem hafa selt sínar eignir núna eru mjög heppnir og geta verid mjög ánaegdir med sína ákvördun. 

Einungis thegar fólk fer ad finna almennilega fyrir kreppunni mun sú reynsla hrista thad mikid upp í hausnum á thví ad thad fari loksins ad nota sinn haus til thess ad hugsa í stad thess ad nota hann einvördungu fyrir grillhattinn og thar af leidandi losa sig vid grundvöll spillingarinnar:  KVÓTAKERFID

Ad vera á móti kvótakerfinu er ad vera fyrir bjartari framtíd landsins.  Ad vera á móti kvótakerfinu er ekki á nokkurn hátt tengt sérhagsmunum.  Thjódin verdur ad losa sig vid spillingarkerfid sem Spillingarflokkurinn og Framsóknarspillingin komu á.  Allar audlindir sjávar innan landhelgi Íslands eru sameign alls fólks í landinu.  Thad er kominn tími til thess ad fólk fari ad hegda sér samkvaemt theirri stadreynd.

Kjarri (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Við erum ekki á leiðinni á hausinn- Í raun fjarstæða að halda því fram. Ég bý hér í 101 rvk og hér allt eins og það var fyrir kreppu. Fyrirtæki eru starfandi og fólki lýður bærilega. Við erum að taka á okkur dífu núna en með tíð og tíma mun ísland ná sér - Um það er ég sannfærður.

Brynjar Jóhannsson, 12.7.2009 kl. 15:16

8 identicon

Mér hugnast Argentínska leiðin.  Argentína sá fram á að geta ekki staðið við endurgreiðslur lána frá fjölmörgum þjóðum.  Þjóðin lýsti sig gjaldþrota og að lánin yrðu ekki endurgreidd, nema ef til vill eitthvað brotabrot.  Mér sýnist þetta hafa virkað vel hjá þeim....?

Matti (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:37

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Argentína er enn á hausnum.. 8 árum eftir gjaldþrotið...  enginn lánar þeim.. en Argentína kemst af vegna þess að landið er sjálfbært að langmestu leiti.. ísland getur ekki verið líkt saman við argentínu.. því ísland er EKKI sjálfbært land.

Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 01:38

10 identicon

Þakka þér fyrir upplýsingarnar.  Þær vantaði greinilega til að hjálpa mér að taka betur upplýsta afstöðu.  Núna líst mér ekkert á Argentínsku leiðina!

Matti (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband