Angels & Demons (2009) *

angelsdemons

Angels & Demons er nánast sama kvikmynd og Da Vinci Code með einni undantekningu. Tom Hanks var nánast óþolandi í aðalhlutverkinu í fyrri myndinni, en í þessari framhaldsmynd er hann ferskari. Eins og í hinni myndinni er hann að eltast við listaverk, nú í Róm og Vatíkaninu í stað Parísar. Og fyrir hina nýungagjörnu og til að vera sanngjarn, þá er hann ekki að leita vísbendinga í málverkum, heldur styttum.

Það er eitt gott atriði í myndinni þar sem aðalhetjan þarf að berjast gegn afleiðingar rafmagnsleysis í bókasafni Vatíkansins! Þetta er svona ráðgátumynd fyrir fólk sem nennir ekki að hugsa. Hefði haldið að það væri mótsögn í sjálfu sér.

Ég var búinn að átta mig á hver var sá vondi og af hverju hann átti að vera vondur á fyrstu 5 mínútunum. Einfalt: hin róttæka æska, með frjálslyndar hugsjónir og tilhneigingar til að breyta mörg hundruð ára klerkakerfi er hin mikla ógn og illska, sem vogar sér að nota gervivísindi um andefni til að ógna Vatíkaninu. Svona eins og tíðarandinn 2007 gegn innihaldslausum hefðum og jafn tilgangslausri pólitík. Ég satt best að segja nenni ekki að skrifa meira um þessa mynd. Það er álíka spennandi að skrifa um þessa kvikmynd og vatnsglas sem setið hefur þrjá sólarhringa á eldhúsborði í sólarljósi.

Nei. Við nánari umhugsun. Það væri meira spennandi að skrifa um glasið. Samt er myndin alls ekki illa gerð. Hún er bara tilgangslaus, móðgun við fólk sem hugsar og leiðinleg að mati áhorfanda sem leiðist afar sjaldan, yfirleitt sama hversu léleg myndin er.

Jafnvel Pathfinder, sem gnæfir yfir allar lélegustu myndir þessa áratugar sem fyrirmynd lélegrar kvikmyndagerðar sem fær birtingu í bíó, var nokkuð skemmtileg til samanburðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki séð þessa mynd ennþá en sá þá fyrri, las núna nýverið bókina Englar og djöflar og fanns gríðarlega góð, skv þínum dómi er myndin ekki í sama flokki og bókin, enda ekki við öðru að búast!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:45

2 identicon

Ekki dissa Pathfinderinn, án efa sú ræma sem ég man mest eftir að hafa farið á í bíó sl. 15 ár.

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá myndina í kvöld og hefði mikið viljað hafa lesið bloggið þitt áður og skellt mér frekar á Terminator. Vorum nokkur saman á aldrinum 29 ára til 75 ára og leiddist öllum. Fokkings miðinn kostaði 1.100 kall.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég las bókina og rúllaði um af hlátri undir lokin, þegar Langdon sveif á sólskyggni þyrlunnar niður á spítala á eyju út í tíber.  Þessar sögur rista svo hryllilega grunnt að rauðu ástarsögurnar hljóta að vera betri. Man í fyrri bókinni að það fóru þrír kaflar í gátu, sem allir þokkalega lesnir menn vita. Þ.e. að Da Vinci skrifaði spegilskrift. (ég er örvhentur og geri það sjálfur)

Þetta er skrifað fyrir fólk, sem hefur aldrei opnað bók virðist vera. Að þetta hafi farið alla leið í multi milljón dollara framleiðslu, segir mér margt um landið vestan hafsins. Ætla að gefa þessari líf. Kannski sé ég hana á video, ef ég er í algeru reiðuleysi og sælgætisstuði.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 03:58

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst þetta góð afþreying og komst að því að mig langar til Rómar.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband